Arnaldur Indriðason rýfur fimm milljóna múrinn 31. október 2008 06:00 Arnaldur Indriðason hefur nú náð þeim einstæða árangri að selja yfir fimm milljónir eintaka bóka sinna - þar af þrjár milljónir í Þýskalandi. „Já, þetta er nokkuð gott. Og hlýtur að vera mikið gleðiefni hvernig gengið hefur með þessar bækur mínar um allan heim: Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð, Noregi, Hollandi og svo í 36 útgáfulöndum öðrum," segir Arnaldur Indriðason metsöluhöfundur. Arnaldur hefur nú náð þeim einstæða áfanga að rjúfa fimm milljóna múrinn. Það er: Hann hefur selt fleiri eintök bóka sinna en fimm milljónir á heimsvísu. Enginn núlifandi rithöfundur íslenskur kemst með tærnar þar sem Arnaldur hefur hælana í þessu sambandi. Talið er að bækur Halldórs Laxness hafi farið í viðlíka eintakafjölda og hugsanlega Nonna-bækur séra Jóns Sveinssonar en engar ábyggilegar upplýsingar eru fyrirliggjandi þar um. Af þessum fimm milljónum hafa þrjár milljónir selst í Þýskalandi. Arnaldur segist svo sem ekki hafa neinar skýringar á því nema ef vera kynni að þeim Þjóðverjum þyki Erlendur, helsta söguhetja bóka Arnaldar, svona skemmtilegur. „Og svo er náttúrlega rótgróinn áhugi á Íslandi þar. Kannski að þetta tvennt ráði þessu," segir Arnaldur. Hann segir bærilega hafa gengið með útgáfu bóka sinna á Bandaríkjamarkaði, sem er gríðarlega stór, en þar er mjög erfitt fyrir nýja höfunda að komast að. Á laugardaginn kemur út ný bók eftir Arnald - Myrká - sem verður frumprentuð í stærra upplagi en áður hefur þekkst á Íslandi eða í uppundir þrjátíu þúsund eintökum. Plastið verður rifið af bókabrettinu með viðhöfn í Eymundsson við söng Lögreglukórsins auk þess sem upplesari Íslands, Hjalti Rögnvaldsson leikari, mun lesa upp úr bókinni. Aðspurður hvort ekki gæti spennu hjá höfundi í tengslum við þetta segir Arnaldur: „Þetta er nú tólfta bókin á jafn mörgum árum. Maður er farinn að taka því aðeins rólegar en auðvitað er alltaf spenningur." Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, er að vonum ánægður með árangurinn: „Þjóðverjar elska Arnald. Það er ljóst. Frábær árangur hjá Arnaldi að vera búinn að selja þrjár millljónir eintaka í Þýskalandi einu. Ekki eru til nákvæmar tölur um hversu mörg eintök bóka Arnaldar hafa selst á Íslandi en slá má á að þau séu rúmlega 300 þúsund sem þýðir eitt eintak á hvern íbúa. Sem hlýtur að teljast tækt í heimsmetabók Guinness," segir Egill. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Myrká koma lesendum á óvart burtséð frá þeim glæp sem um ræðir en sjálfur Erlendur kemur nánast ekkert við sögu heldur virðist hann týndur á fjöllum. Yfirgefinn bílaleigubíll hans finnst við kirkjugarð austur á fjörðum og er það því Elínborg sem leiðir málið. Og fá lesendur meðal annars að kynnast betur matargerðaráhuga hennar sem má heita tilbreyting frá fábreyttri fæðu sem Erlendur lögregluforingi leggur sér til munns. [email protected] Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
„Já, þetta er nokkuð gott. Og hlýtur að vera mikið gleðiefni hvernig gengið hefur með þessar bækur mínar um allan heim: Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð, Noregi, Hollandi og svo í 36 útgáfulöndum öðrum," segir Arnaldur Indriðason metsöluhöfundur. Arnaldur hefur nú náð þeim einstæða áfanga að rjúfa fimm milljóna múrinn. Það er: Hann hefur selt fleiri eintök bóka sinna en fimm milljónir á heimsvísu. Enginn núlifandi rithöfundur íslenskur kemst með tærnar þar sem Arnaldur hefur hælana í þessu sambandi. Talið er að bækur Halldórs Laxness hafi farið í viðlíka eintakafjölda og hugsanlega Nonna-bækur séra Jóns Sveinssonar en engar ábyggilegar upplýsingar eru fyrirliggjandi þar um. Af þessum fimm milljónum hafa þrjár milljónir selst í Þýskalandi. Arnaldur segist svo sem ekki hafa neinar skýringar á því nema ef vera kynni að þeim Þjóðverjum þyki Erlendur, helsta söguhetja bóka Arnaldar, svona skemmtilegur. „Og svo er náttúrlega rótgróinn áhugi á Íslandi þar. Kannski að þetta tvennt ráði þessu," segir Arnaldur. Hann segir bærilega hafa gengið með útgáfu bóka sinna á Bandaríkjamarkaði, sem er gríðarlega stór, en þar er mjög erfitt fyrir nýja höfunda að komast að. Á laugardaginn kemur út ný bók eftir Arnald - Myrká - sem verður frumprentuð í stærra upplagi en áður hefur þekkst á Íslandi eða í uppundir þrjátíu þúsund eintökum. Plastið verður rifið af bókabrettinu með viðhöfn í Eymundsson við söng Lögreglukórsins auk þess sem upplesari Íslands, Hjalti Rögnvaldsson leikari, mun lesa upp úr bókinni. Aðspurður hvort ekki gæti spennu hjá höfundi í tengslum við þetta segir Arnaldur: „Þetta er nú tólfta bókin á jafn mörgum árum. Maður er farinn að taka því aðeins rólegar en auðvitað er alltaf spenningur." Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, er að vonum ánægður með árangurinn: „Þjóðverjar elska Arnald. Það er ljóst. Frábær árangur hjá Arnaldi að vera búinn að selja þrjár millljónir eintaka í Þýskalandi einu. Ekki eru til nákvæmar tölur um hversu mörg eintök bóka Arnaldar hafa selst á Íslandi en slá má á að þau séu rúmlega 300 þúsund sem þýðir eitt eintak á hvern íbúa. Sem hlýtur að teljast tækt í heimsmetabók Guinness," segir Egill. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Myrká koma lesendum á óvart burtséð frá þeim glæp sem um ræðir en sjálfur Erlendur kemur nánast ekkert við sögu heldur virðist hann týndur á fjöllum. Yfirgefinn bílaleigubíll hans finnst við kirkjugarð austur á fjörðum og er það því Elínborg sem leiðir málið. Og fá lesendur meðal annars að kynnast betur matargerðaráhuga hennar sem má heita tilbreyting frá fábreyttri fæðu sem Erlendur lögregluforingi leggur sér til munns. [email protected]
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira