Ljósmyndari þjóðarinnar 26. september 2008 04:30 Eiríkur Sigmundsson, bóndi í Fagranesi á Reykjaströnd, við bjargsig í Drangey með uppgjörðan vað á öxlum. 1938. Á laugardag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá árunum 1928-1958 en á því tímabili var hann einn afkastamesti ljósmyndari landsins. Á sýningunni má meðal annars sjá landslagsmyndir, myndir unnar fyrir heimssýninguna í New York 1939, myndir af fólkinu í landinu við leik og störf auk mynda frá ferðum Vigfúsar innanlands með tveimur fyrstu forsetum lýðveldisins. Framlag Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900-1984) til íslenskrar menningarsögu er margþætt. Hann var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð. Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Ljósmyndabók hans, Ísland í myndum, var fyrsta ljósmyndabók eftir Íslending og hann varð einnig fyrstur Íslendinga til að gefa út bók með ljósmyndum í lit. Íslandskvikmynd hans var sýnd á heimssýningunni í New York 1939, en kunnastar af kvikmyndum hans eru leiknu þjóðháttamyndirnar Í jöklanna skjóli og Í dagsins önn. Mynd hans fyrir heimssýninguna er því miður ekki tiltæk í sýningarhæfu, hreinsuðu eintaki en hún er varðveitt á kvikmyndasafni. Í tengslum við sýninguna verður gefin út bók um Vigfús Sigurgeirsson sem ritstýrt er af sýningarhöfundi, Ingu Láru Baldvinsdóttur. Bókin hefur að geyma fimm greinar eftir sérfræðinga á ýmsum sviðum: Ágúst Ólafur Georgsson, fagstjóri þjóðháttasafns við Þjóðminjasafn Íslands, skrifar um þjóðháttakvikmyndir Vigfúsar, dr. Christiane Stahl, forstöðukona Alfred Ehrhardt Stiftung í Köln, fjallar um sýningu hans í Þýskalandi 1935 og áhrif þýskra ljósmyndara á feril hans eftir þá dvöl; Íris Ellenberger sagnfræðingur skrifar ritgerð um landkynningarvakninguna 1935-1940 og hlut Vigfúsar í henni; Linda Ásdísardóttir, safnvörður við Byggðasafn Árnesinga, fjallar um náttúrumyndir hans og dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, leggur til bókarinnar greiningu á myndgerð ríkisvaldsins í forsetamyndum Vigfúsar. Í bókinni er jafnframt birt nýtt úrval ljósmynda eftir Vigfús, en slíkt úrval hefur ekki verið gefið út áður og gefur þar að líta þverskurð af framlagi hans til ljósmyndunar hér á landi. Sýningin og bókin sem henni fylgir hefur verið langan tíma í undirbúningi því Vigfús er eitt af stóru nöfnunum í íslenskri ljósmyndun og framlag hans sem dokumentarista er ekki enn metið til fulls. Utan þess að ganga frá eigin myndum vann hann sem tökumaður og á ýmislegt efni sem öðrum heimildarmyndahöfundum hefur nýst. Með útgáfu þessarar bókar vill Þjóðminjasafn Íslands varpa ljósi á störf Vigfúsar sem ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns. Bókin verður til sölu í safnbúð Þjóðminjasafnsins og í helstu bókaverslunum, en sýningin er opin til 31. desember. Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Á laugardag verður opnuð í Þjóðminjasafninu sýning á ljósmyndum Vigfúsar Sigurgeirssonar frá árunum 1928-1958 en á því tímabili var hann einn afkastamesti ljósmyndari landsins. Á sýningunni má meðal annars sjá landslagsmyndir, myndir unnar fyrir heimssýninguna í New York 1939, myndir af fólkinu í landinu við leik og störf auk mynda frá ferðum Vigfúsar innanlands með tveimur fyrstu forsetum lýðveldisins. Framlag Vigfúsar Sigurgeirssonar (1900-1984) til íslenskrar menningarsögu er margþætt. Hann var einn fremsti ljósmyndari Íslendinga um miðbik 20. aldar og frumkvöðull í íslenskri kvikmyndagerð. Ljósmyndir Vigfúsar voru sýndar í Hamborg, New York, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Ljósmyndabók hans, Ísland í myndum, var fyrsta ljósmyndabók eftir Íslending og hann varð einnig fyrstur Íslendinga til að gefa út bók með ljósmyndum í lit. Íslandskvikmynd hans var sýnd á heimssýningunni í New York 1939, en kunnastar af kvikmyndum hans eru leiknu þjóðháttamyndirnar Í jöklanna skjóli og Í dagsins önn. Mynd hans fyrir heimssýninguna er því miður ekki tiltæk í sýningarhæfu, hreinsuðu eintaki en hún er varðveitt á kvikmyndasafni. Í tengslum við sýninguna verður gefin út bók um Vigfús Sigurgeirsson sem ritstýrt er af sýningarhöfundi, Ingu Láru Baldvinsdóttur. Bókin hefur að geyma fimm greinar eftir sérfræðinga á ýmsum sviðum: Ágúst Ólafur Georgsson, fagstjóri þjóðháttasafns við Þjóðminjasafn Íslands, skrifar um þjóðháttakvikmyndir Vigfúsar, dr. Christiane Stahl, forstöðukona Alfred Ehrhardt Stiftung í Köln, fjallar um sýningu hans í Þýskalandi 1935 og áhrif þýskra ljósmyndara á feril hans eftir þá dvöl; Íris Ellenberger sagnfræðingur skrifar ritgerð um landkynningarvakninguna 1935-1940 og hlut Vigfúsar í henni; Linda Ásdísardóttir, safnvörður við Byggðasafn Árnesinga, fjallar um náttúrumyndir hans og dr. Sigurjón Baldur Hafsteinsson, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga, leggur til bókarinnar greiningu á myndgerð ríkisvaldsins í forsetamyndum Vigfúsar. Í bókinni er jafnframt birt nýtt úrval ljósmynda eftir Vigfús, en slíkt úrval hefur ekki verið gefið út áður og gefur þar að líta þverskurð af framlagi hans til ljósmyndunar hér á landi. Sýningin og bókin sem henni fylgir hefur verið langan tíma í undirbúningi því Vigfús er eitt af stóru nöfnunum í íslenskri ljósmyndun og framlag hans sem dokumentarista er ekki enn metið til fulls. Utan þess að ganga frá eigin myndum vann hann sem tökumaður og á ýmislegt efni sem öðrum heimildarmyndahöfundum hefur nýst. Með útgáfu þessarar bókar vill Þjóðminjasafn Íslands varpa ljósi á störf Vigfúsar sem ljósmyndara og kvikmyndagerðarmanns. Bókin verður til sölu í safnbúð Þjóðminjasafnsins og í helstu bókaverslunum, en sýningin er opin til 31. desember.
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira