Perlur frumsýndar í kvöld 18. september 2008 05:00 Tómas Tómasson, Kristján Jóhannsson og Eyjólfur Eyjólfsson í hlutverkum Tonio, Canio og Peppe í Pagliacci. MYND/Íslenska Óperan - Gísli Egill Hrafnsson Tvær sígildar og vinsælar óperur verða frumsýndar í Gamla bíói í kvöld, Cavalleria Rusticana og Il Pagliacci. Frumsýningin sætir tíðindum því þar eru samankomnir sterkir kraftar; Kristján Jóhannsson og Sólrún Bragadóttir, Tómas Tómasson og Auður Gunnarsdóttir eru komin heim til að syngja. Sveinn Einarsson, sem er reyndasti óperuleikstjóri hér á landi, setur verkin á svið en Kurt Kopecky leiðir hljómsveit og kór Íslensku óperunnar. Það er Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir sem fær það erfiða verkefni að koma tveimur ólíkum myndum fyrir á hinu erfiða sviði Óperunnar í Gamla bíói, búninga gerir Helga Björnsson en Páll Ragnarsson lýsir sýninguna. Aðeins eru áætlaðar átta sýningar á þessum tveimur lykilverkum í ítalskri óperusögu sem hafa að geyma margar glæsilegar aríur og dúetta sem alla jafna eru fastur liður í söngvaskrá helstu söngvara heims. Hér gefst aftur tækifæri til að sjá þær og heyra í sínu rétta samhengi. Capa eru þær stundum kallaðar, óperurnar tvær sem oft eru fluttar saman á einni kvöldstund sökum þess að þær eru báðar frumherjaverk í byltingarkenndri stefnubreytingu sem varð í efnisvali óperuhöfunda um aldamótin 1900 þegar vikið var frá efni ævintýra og aðals í hversdagslegri sögur úr ástríðuefnum alþýðunnar. Barþjónn, ekill, þjónustustúlka, leikarar og trúðar urðu í verkunum aðalpersónur. Aðrir söngvarar í sýningunni eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson, en þeir Kristján munu skiptast á að leika tenórhlutverkin í verkunum tveimur, Elín Ósk Óskarsdóttir og Auður Gunnarsdóttir munu skiptast á að syngja hlutverk Santuzzu í Cavalleria en aðrir söngvarar í sýningunum eru Alina Dubik, Sesselja Kristjánsdóttir, Alex Ashworth og Eyjólfur Eyjólfsson. Sýningar verða 19., 21., 25. og 27. september, 4., 5., 10. og 12. október. Kristján hefur fundið að því opinberlega að sýningar verði ekki fleiri og kennir um fyrirhugaðri tónleikaferð Sinfóníunnar til Japans sem hamlar frekari sýningum að sinni. Íslenska óperan er háð starfsemi Sinfóníunnar og vekur nokkra furðu að framkvæmdastjóri Sinfóníunnar og óperustjórinn hafi ekki átt ríkara samráð um þessa tilhögun. Víst má telja að uppselt verði á allr sýningarnar á þessu tímabili. Á þá Óperan kost á að taka verkið upp að nýju en tapar þá þeim slagkrafti sem falinn er í frumsýningu og tímabilinu á eftir. [email protected] Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Tvær sígildar og vinsælar óperur verða frumsýndar í Gamla bíói í kvöld, Cavalleria Rusticana og Il Pagliacci. Frumsýningin sætir tíðindum því þar eru samankomnir sterkir kraftar; Kristján Jóhannsson og Sólrún Bragadóttir, Tómas Tómasson og Auður Gunnarsdóttir eru komin heim til að syngja. Sveinn Einarsson, sem er reyndasti óperuleikstjóri hér á landi, setur verkin á svið en Kurt Kopecky leiðir hljómsveit og kór Íslensku óperunnar. Það er Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir sem fær það erfiða verkefni að koma tveimur ólíkum myndum fyrir á hinu erfiða sviði Óperunnar í Gamla bíói, búninga gerir Helga Björnsson en Páll Ragnarsson lýsir sýninguna. Aðeins eru áætlaðar átta sýningar á þessum tveimur lykilverkum í ítalskri óperusögu sem hafa að geyma margar glæsilegar aríur og dúetta sem alla jafna eru fastur liður í söngvaskrá helstu söngvara heims. Hér gefst aftur tækifæri til að sjá þær og heyra í sínu rétta samhengi. Capa eru þær stundum kallaðar, óperurnar tvær sem oft eru fluttar saman á einni kvöldstund sökum þess að þær eru báðar frumherjaverk í byltingarkenndri stefnubreytingu sem varð í efnisvali óperuhöfunda um aldamótin 1900 þegar vikið var frá efni ævintýra og aðals í hversdagslegri sögur úr ástríðuefnum alþýðunnar. Barþjónn, ekill, þjónustustúlka, leikarar og trúðar urðu í verkunum aðalpersónur. Aðrir söngvarar í sýningunni eru Jóhann Friðgeir Valdimarsson, en þeir Kristján munu skiptast á að leika tenórhlutverkin í verkunum tveimur, Elín Ósk Óskarsdóttir og Auður Gunnarsdóttir munu skiptast á að syngja hlutverk Santuzzu í Cavalleria en aðrir söngvarar í sýningunum eru Alina Dubik, Sesselja Kristjánsdóttir, Alex Ashworth og Eyjólfur Eyjólfsson. Sýningar verða 19., 21., 25. og 27. september, 4., 5., 10. og 12. október. Kristján hefur fundið að því opinberlega að sýningar verði ekki fleiri og kennir um fyrirhugaðri tónleikaferð Sinfóníunnar til Japans sem hamlar frekari sýningum að sinni. Íslenska óperan er háð starfsemi Sinfóníunnar og vekur nokkra furðu að framkvæmdastjóri Sinfóníunnar og óperustjórinn hafi ekki átt ríkara samráð um þessa tilhögun. Víst má telja að uppselt verði á allr sýningarnar á þessu tímabili. Á þá Óperan kost á að taka verkið upp að nýju en tapar þá þeim slagkrafti sem falinn er í frumsýningu og tímabilinu á eftir. [email protected]
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira