Þóra á að vera í markinu á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2009 08:00 Guðbjörg Gunnarsdóttir og Þóra Björk Helgadóttir. Mynd/Anton Það styttist óðum í Evrópumótið í Finnlandi og íslenska kvennalandsliðið er nú komið saman fyrir lokaundirbúning sinn. Ein stærsta ákvörðunin sem bíður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar er að velja á milli tveggja frábærra markvarða liðsins en Þóra Björk Helgadóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa aldrei verið í betra formi og hafa báðar farið á kostum með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð. Þjálfarar Pepsi-deildar kvenna eru þó nánast á einu máli um hvor eigi að vera í markinu því átta af tíu segja að Þóra eigi að vera markmaður númer eitt. Fréttablaðið kannaði skoðanir tíu þjálfara Pepsi-deildar kvenna á nokkrum hlutum varðandi landsliðið og EM. Þjálfararnir voru, auk þess að velja markmann liðsins, spurðir hver væri mikilvægasti leikmaður liðsins, hver kæmi mest á óvart á EM og hvernig liðinu myndi ganga. Þóra hefur meiri reynsluÞóra Björg Helgadóttir fær atkvæði átta af tíu þjálfurum. „Þóra á að klára sinn landsliðsferil þarna," sagði einn þjálfarinn og flestir tala um að hún hafi meiri reynslu en Guðbjörg og það ráði úrslitum.„Þóra fær mitt atkvæði, mér finnst hún betri markmaður og hún er best undir mikilli pressu og álagi. Hún stýrir vörninni vel og gefur henni sjálfstraust með miklu öryggi í sínum leik. Einnig hef ég séð hana á æfingum núna og hún er í hörkuformi," sagði annar þjálfari úr Pepsi-deildinni.Guðbjörg fær aðeins tvö atkvæði þrátt fyrir að hafa staðið sig frábærlega með Djurgården á sínu fyrsta ári í sænsku deildinni.„Guðbjörg á að standa í markinu, hún er á toppi síns ferils að spila gríðarlega vel í einni af þrem sterkustu deildum heims. Hungrið og viljinn fyrir því að spila knattspyrnu í háum gæðaflokki um ókomna tíð er til staðar. Hún er því sá markvörður sem ver mark liðsins næstu árin og á að fá þessa reynslu á EM í ár," sagði annar þjálfarinn og hinn segir að þær séu jafngóðar en að það sé meiri framtíð í Guðbjörgu.Allir ættu að fá góða vísbendingu um hvor þeirra verður í markinu þegar Ísland mætir Serbíu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Margrét Lára og Katrín mikilvægastarFimm leikmenn íslenska liðsins fengu atkvæði sem mikilvægasti leikmaður liðsins. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir fékk flest atkvæði eða fimm en fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir fékk fjögur atkvæði, þar af tvö sem hluti af mikilvægu miðvarðarpari með Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur. Einhverjir þjálfarar áttu erfitt með að gera upp á milli.„Þetta er gríðarlega erfið spurning, ég met þetta þannig að miðvarðarparið og Margrét Lára séu mikilvægustu leikmenn Íslands eins og stendur og ég get ekki gert upp á milli þeirra," sagði einn þjálfarinn.Skarð Margrétar Láru verður ekki fyllt að mati margra þjálfaranna.„Liðið þarfnast leikmanns sem hefur sannað sig sem markaskorari á stóra sviðinu á móti frábærum vörnum og vel skipulögðum liðum," sagði einn og annar átti erfitt með að gera upp á milli Katrínar og Margrétar en komst samt að niðurstöðu.„Það er eiginlega engin sem getur fyllt skarð Margrétar, eigum því miður ekki annan senter eins og Margréti þannig að ég held að hún fái mitt atkvæði." Katrín fær mikið hrós frá þjálfurunum.„Hún er svakalegur leiðtogi, skorar mikilvæg mörk og á eftir að drífa liðið áfram," sagði einn um fyrirliða íslenska liðsins og annar var á svipuðum nótum.„Katrín er mikill leiðtogi í þessu liði bæði innan vallar og utan og stelpurnar bera mikla virðingu fyrir henni." Katrín og Sara Björk koma á óvartÁtta leikmenn íslenska liðsins fengu tilnefningu til þess að koma mest á óvart en þær Katrín Ómarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir fengu báðar tvö atkvæði. Einn þjálfarinn talaði þó um að það kæmi ekkert á óvart í þessu liði.Flestir þjálfaranna eru bjartsýnir á gengi íslenska liðsins á mótinu og sjö af tíu þjálfurum spá því að íslenska liðið komist upp úr riðlinum.„Ég hef trú á því að ef við náum góðum úrslitum úr þeim leik og verðum ekki fyrir meiðslum, þá nái liðið frábærum árangri," sagði einn og annar er á svipuðum nótum.„Ég hef mikla trú á þessum stelpum sem eru búnar að leggja mikið á sig til þess að toppa núna á EM."Þrír þjálfaranna telja að liðið komist ekki áfram. „Þær munu standa í öllum liðum en fara ekki upp úr riðlinum. Til þess er riðillinn of sterkur og við erum enn með of marga farþega í hópnum sem hafa engu að bæta við þetta lið," sagði einn þjálfarinn, sem trúir ekki á að liðið fari í átta liða úrslitin.Fréttablaðið þakkar góð viðbrögð þjálfaranna tíu í Pepsi-deild kvenna við þessari könnun. Nú er bara að bíða og sjá hvernig stelpurnar okkar standa sig þegar á hólminn er komið í Finnlandi. Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira
Það styttist óðum í Evrópumótið í Finnlandi og íslenska kvennalandsliðið er nú komið saman fyrir lokaundirbúning sinn. Ein stærsta ákvörðunin sem bíður Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar er að velja á milli tveggja frábærra markvarða liðsins en Þóra Björk Helgadóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir hafa aldrei verið í betra formi og hafa báðar farið á kostum með liðum sínum í Noregi og Svíþjóð. Þjálfarar Pepsi-deildar kvenna eru þó nánast á einu máli um hvor eigi að vera í markinu því átta af tíu segja að Þóra eigi að vera markmaður númer eitt. Fréttablaðið kannaði skoðanir tíu þjálfara Pepsi-deildar kvenna á nokkrum hlutum varðandi landsliðið og EM. Þjálfararnir voru, auk þess að velja markmann liðsins, spurðir hver væri mikilvægasti leikmaður liðsins, hver kæmi mest á óvart á EM og hvernig liðinu myndi ganga. Þóra hefur meiri reynsluÞóra Björg Helgadóttir fær atkvæði átta af tíu þjálfurum. „Þóra á að klára sinn landsliðsferil þarna," sagði einn þjálfarinn og flestir tala um að hún hafi meiri reynslu en Guðbjörg og það ráði úrslitum.„Þóra fær mitt atkvæði, mér finnst hún betri markmaður og hún er best undir mikilli pressu og álagi. Hún stýrir vörninni vel og gefur henni sjálfstraust með miklu öryggi í sínum leik. Einnig hef ég séð hana á æfingum núna og hún er í hörkuformi," sagði annar þjálfari úr Pepsi-deildinni.Guðbjörg fær aðeins tvö atkvæði þrátt fyrir að hafa staðið sig frábærlega með Djurgården á sínu fyrsta ári í sænsku deildinni.„Guðbjörg á að standa í markinu, hún er á toppi síns ferils að spila gríðarlega vel í einni af þrem sterkustu deildum heims. Hungrið og viljinn fyrir því að spila knattspyrnu í háum gæðaflokki um ókomna tíð er til staðar. Hún er því sá markvörður sem ver mark liðsins næstu árin og á að fá þessa reynslu á EM í ár," sagði annar þjálfarinn og hinn segir að þær séu jafngóðar en að það sé meiri framtíð í Guðbjörgu.Allir ættu að fá góða vísbendingu um hvor þeirra verður í markinu þegar Ísland mætir Serbíu á Laugardalsvellinum á laugardaginn. Margrét Lára og Katrín mikilvægastarFimm leikmenn íslenska liðsins fengu atkvæði sem mikilvægasti leikmaður liðsins. Markadrottningin Margrét Lára Viðarsdóttir fékk flest atkvæði eða fimm en fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir fékk fjögur atkvæði, þar af tvö sem hluti af mikilvægu miðvarðarpari með Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur. Einhverjir þjálfarar áttu erfitt með að gera upp á milli.„Þetta er gríðarlega erfið spurning, ég met þetta þannig að miðvarðarparið og Margrét Lára séu mikilvægustu leikmenn Íslands eins og stendur og ég get ekki gert upp á milli þeirra," sagði einn þjálfarinn.Skarð Margrétar Láru verður ekki fyllt að mati margra þjálfaranna.„Liðið þarfnast leikmanns sem hefur sannað sig sem markaskorari á stóra sviðinu á móti frábærum vörnum og vel skipulögðum liðum," sagði einn og annar átti erfitt með að gera upp á milli Katrínar og Margrétar en komst samt að niðurstöðu.„Það er eiginlega engin sem getur fyllt skarð Margrétar, eigum því miður ekki annan senter eins og Margréti þannig að ég held að hún fái mitt atkvæði." Katrín fær mikið hrós frá þjálfurunum.„Hún er svakalegur leiðtogi, skorar mikilvæg mörk og á eftir að drífa liðið áfram," sagði einn um fyrirliða íslenska liðsins og annar var á svipuðum nótum.„Katrín er mikill leiðtogi í þessu liði bæði innan vallar og utan og stelpurnar bera mikla virðingu fyrir henni." Katrín og Sara Björk koma á óvartÁtta leikmenn íslenska liðsins fengu tilnefningu til þess að koma mest á óvart en þær Katrín Ómarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir fengu báðar tvö atkvæði. Einn þjálfarinn talaði þó um að það kæmi ekkert á óvart í þessu liði.Flestir þjálfaranna eru bjartsýnir á gengi íslenska liðsins á mótinu og sjö af tíu þjálfurum spá því að íslenska liðið komist upp úr riðlinum.„Ég hef trú á því að ef við náum góðum úrslitum úr þeim leik og verðum ekki fyrir meiðslum, þá nái liðið frábærum árangri," sagði einn og annar er á svipuðum nótum.„Ég hef mikla trú á þessum stelpum sem eru búnar að leggja mikið á sig til þess að toppa núna á EM."Þrír þjálfaranna telja að liðið komist ekki áfram. „Þær munu standa í öllum liðum en fara ekki upp úr riðlinum. Til þess er riðillinn of sterkur og við erum enn með of marga farþega í hópnum sem hafa engu að bæta við þetta lið," sagði einn þjálfarinn, sem trúir ekki á að liðið fari í átta liða úrslitin.Fréttablaðið þakkar góð viðbrögð þjálfaranna tíu í Pepsi-deild kvenna við þessari könnun. Nú er bara að bíða og sjá hvernig stelpurnar okkar standa sig þegar á hólminn er komið í Finnlandi.
Íslenski boltinn Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Sjá meira