Kári: Ekki í handbolta til að meiða menn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2009 16:45 Kári Kristján Kristjánsson í leiknum í gær. Mynd/Stefán Kári Kristján Kristjánsson neitar því að hann hafi viljandi gefið Sigurði Eggertssyni olnbogaskot í leik Hauka og Vals í gær. Sigurður rifbeinsbrotnaði í leiknum og verður ekki meira með Val í úrslitakeppninni. Haukar unnu í gær fimm marka sigur á Val, 29-24, og tóku þar með 1-0 forystu í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla. „Ég gerði þetta ekki viljandi," sagði Kári Kristján í samtali við Vísi. „Ég hringdi í hann eftir leik og bað hann afsökunar á þessu en ég er ekki í handbolta til að meiða aðra leikmenn. Það græðir enginn á því." „Sigurður er gríðarlega snöggur leikmaður og mín fyrstu viðbrögð voru að lyfta hendinni í hann. Það er leiðinlegt að þetta hafi farið svona." „Ég var ekki að einsetja mér að meiða hann né nokkurn annan enda spila ég ekki þannig." „Þetta var gríðarlega harður leikur á báða bóga. Við höfum fengið þann stimpil á okkur undanfarnar vikur að við séum grófir en ég vil ekki taka undir það. Við spilum bara þétt og fast." „Mér fannst Valsararnir spila líka virkilega fast og þýðir ekkert að fela sig á bakvið annað. Hvað þá að benda á Haukana." Kári á þó von á því að vera í strangri gæslu þeirra dómara sem koma til með að dæma næsta leik. „Ég geri mér grein fyrir því að ég fæ eflaust eitt eða tvö blikk frá dómurunum." „En við ætlum ekki að hörfa frá vegna einhverra umræðana. Við stefnum á að vinna alla leiki og það kemur ekki til með að breytast á morgun." Næsti leikur liðanna í rimmunni verður í Vodafone-höllinni annað kvöld. Olís-deild karla Tengdar fréttir Sigurður: Viljandi hjá Kára Sigurður Eggertsson, leikmaður Vals, segir að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi viljandi gefið sér olnbogaskot sem varð til þess að hann rifbeinsbrotnaði í leik liðanna í gær. 28. apríl 2009 16:08 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson neitar því að hann hafi viljandi gefið Sigurði Eggertssyni olnbogaskot í leik Hauka og Vals í gær. Sigurður rifbeinsbrotnaði í leiknum og verður ekki meira með Val í úrslitakeppninni. Haukar unnu í gær fimm marka sigur á Val, 29-24, og tóku þar með 1-0 forystu í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla. „Ég gerði þetta ekki viljandi," sagði Kári Kristján í samtali við Vísi. „Ég hringdi í hann eftir leik og bað hann afsökunar á þessu en ég er ekki í handbolta til að meiða aðra leikmenn. Það græðir enginn á því." „Sigurður er gríðarlega snöggur leikmaður og mín fyrstu viðbrögð voru að lyfta hendinni í hann. Það er leiðinlegt að þetta hafi farið svona." „Ég var ekki að einsetja mér að meiða hann né nokkurn annan enda spila ég ekki þannig." „Þetta var gríðarlega harður leikur á báða bóga. Við höfum fengið þann stimpil á okkur undanfarnar vikur að við séum grófir en ég vil ekki taka undir það. Við spilum bara þétt og fast." „Mér fannst Valsararnir spila líka virkilega fast og þýðir ekkert að fela sig á bakvið annað. Hvað þá að benda á Haukana." Kári á þó von á því að vera í strangri gæslu þeirra dómara sem koma til með að dæma næsta leik. „Ég geri mér grein fyrir því að ég fæ eflaust eitt eða tvö blikk frá dómurunum." „En við ætlum ekki að hörfa frá vegna einhverra umræðana. Við stefnum á að vinna alla leiki og það kemur ekki til með að breytast á morgun." Næsti leikur liðanna í rimmunni verður í Vodafone-höllinni annað kvöld.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Sigurður: Viljandi hjá Kára Sigurður Eggertsson, leikmaður Vals, segir að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi viljandi gefið sér olnbogaskot sem varð til þess að hann rifbeinsbrotnaði í leik liðanna í gær. 28. apríl 2009 16:08 Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Sigurður: Viljandi hjá Kára Sigurður Eggertsson, leikmaður Vals, segir að Kári Kristján Kristjánsson Haukamaður hafi viljandi gefið sér olnbogaskot sem varð til þess að hann rifbeinsbrotnaði í leik liðanna í gær. 28. apríl 2009 16:08