Smáfuglar vinna í Grundarfirði 4. mars 2009 06:00 kvikmyndir Stuttmynd Rúnars heldur áfram að sópa að sér verðlaunum. Um síðustu helgi fór fram í annað sinn kvikmynda- og menningarhátíðin Northern Wave í Grundarfirði. Um 200 manns sóttu hátíðina heim, bæði erlendir gestir sem og heimafólk og var öll gistiaðstaða í Grundarfirði fullbókuð um helgina en bærinn býr bæði að hóteli og farfuglaheimili. Hátíðin var opnuð með kokkteil í boði Grundarfjarðarbæjar. Sýningar hófust svo með erlendum stuttmyndum. Gjörningahópurinn The Weird girls tók upp myndband og heimildarmynd meðan á hátíðinni stóð og frumsýndu brot úr henni á laugardeginum en þá voru sýndar teiknimyndir og tónlistarmyndbönd. Á hátíðinni voru ekki aðeins sýndar stuttmyndir heldur voru einnig haldnir fernir tónleikar, með hljómsveitunum Dlx Atx, Sykur, Anonymous og ameríska harmonikkuleikaranum Matt Rock en á laugardagskvöld sáu Dj Kiki-OW og DJ MOKKI úr Weird girls um tónlistina. Á laugardeginum hélt franski leikstjórinn og gestadómari hátíðarinnar í ár, Bertrand Mandico, fyrirlestur fyrir fullu húsi og sýndi brot úr myndum sínum. Á sunnudeginum voru svo sýndir tveir klukkutímar af íslenskum stuttmyndum. Hátíðin var haldin í samkomuhúsi Grundarfjarðar en hápunktur hátíðarinnar var á sunnudaginn þegar verðlaunin voru kynnt. Fyrstu verðlaun að upphæð 100.000 krónur voru veitt stuttmyndinni Smáfuglum eftir Rúnar Rúnarsson. Önnur verðlaun að upphæð 70.000 krónur fékk pólska klippimyndin The Wedding eða Giftingin eftir Maciek Salomon sem var viðstaddur hátíðina ásamt vini sínum Maciek Szupica sem vann verðlaun á hátíðinni í fyrra fyrir besta tónlistarmyndbandið. Sérstaka viðurkenningu fékk svo myndin Harmsaga eftir Valdimar Jóhannsson. Fyrstu verðlaun í flokki tónlistarmyndbanda fékk myndbandið Hair eftir Milos Tomic frá Tékklandi. Verðlaunin voru styrkt af tveimur stærstu fyrirtækjum Grundarfjarðar, Guðmundi Runólfssyni hf. og Soffaníasi Cecilssyni hf. Hátíðin hefur nú fengið styrk frá Menningarsjóði Vesturlands fyrir næsta ár svo allt bendir nú til þess að Northern Wave festi sig í sessi árlega á þessum fyrstu vetrarmánuðum í Grundarfirði. - pbb Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Um síðustu helgi fór fram í annað sinn kvikmynda- og menningarhátíðin Northern Wave í Grundarfirði. Um 200 manns sóttu hátíðina heim, bæði erlendir gestir sem og heimafólk og var öll gistiaðstaða í Grundarfirði fullbókuð um helgina en bærinn býr bæði að hóteli og farfuglaheimili. Hátíðin var opnuð með kokkteil í boði Grundarfjarðarbæjar. Sýningar hófust svo með erlendum stuttmyndum. Gjörningahópurinn The Weird girls tók upp myndband og heimildarmynd meðan á hátíðinni stóð og frumsýndu brot úr henni á laugardeginum en þá voru sýndar teiknimyndir og tónlistarmyndbönd. Á hátíðinni voru ekki aðeins sýndar stuttmyndir heldur voru einnig haldnir fernir tónleikar, með hljómsveitunum Dlx Atx, Sykur, Anonymous og ameríska harmonikkuleikaranum Matt Rock en á laugardagskvöld sáu Dj Kiki-OW og DJ MOKKI úr Weird girls um tónlistina. Á laugardeginum hélt franski leikstjórinn og gestadómari hátíðarinnar í ár, Bertrand Mandico, fyrirlestur fyrir fullu húsi og sýndi brot úr myndum sínum. Á sunnudeginum voru svo sýndir tveir klukkutímar af íslenskum stuttmyndum. Hátíðin var haldin í samkomuhúsi Grundarfjarðar en hápunktur hátíðarinnar var á sunnudaginn þegar verðlaunin voru kynnt. Fyrstu verðlaun að upphæð 100.000 krónur voru veitt stuttmyndinni Smáfuglum eftir Rúnar Rúnarsson. Önnur verðlaun að upphæð 70.000 krónur fékk pólska klippimyndin The Wedding eða Giftingin eftir Maciek Salomon sem var viðstaddur hátíðina ásamt vini sínum Maciek Szupica sem vann verðlaun á hátíðinni í fyrra fyrir besta tónlistarmyndbandið. Sérstaka viðurkenningu fékk svo myndin Harmsaga eftir Valdimar Jóhannsson. Fyrstu verðlaun í flokki tónlistarmyndbanda fékk myndbandið Hair eftir Milos Tomic frá Tékklandi. Verðlaunin voru styrkt af tveimur stærstu fyrirtækjum Grundarfjarðar, Guðmundi Runólfssyni hf. og Soffaníasi Cecilssyni hf. Hátíðin hefur nú fengið styrk frá Menningarsjóði Vesturlands fyrir næsta ár svo allt bendir nú til þess að Northern Wave festi sig í sessi árlega á þessum fyrstu vetrarmánuðum í Grundarfirði. - pbb
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira