Hvað segja keppinautar Vettels um stöðuna? 13. nóvember 2010 22:39 Fernando Alonso á ferð við sólsetur í Abu Dhabi en kappaksturinn verður flóðlýstur að hluta á sunnudag. Mynd: Getty Images Þrír keppinautar Sebastian Vettels um meistaratitilinn eru fyrir aftan hann á ráslínu í kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag og Lewis Hamilton stefnir ótrauður á sigur úr öðru sæti á ráslínu og segist ekki hafa neinu að tapa. Fernando Alonso er fremstur í stigamótinu og er þriðji á ráslínu á eftir Vettel og Hamilton. "Við vitum stöðuna og hverjir eru að keppa um titilinn. Það getur allt gerst í mótinu og við verðum að ljúka 55 hringjum án vandamála. Þetta verður löng og erfið keppni, en við erum í sterkri stöðu", sagði Alonso eftir tímatökuna. Honum nægir fjórða sætið ef Vettel vinnur mótið í Abu Dhabi og það verður ákaflega mikilvægt fyrir Webber að komast framúr Alonso í upphafi mótsins. Hann ræsir af stað fyrir aftan Alonso og Jenson Button. "Það er ómögulegt að skrifa handrit af þessu. Við skulum skoða þetta þegar allir eru komnir á leiðarenda. Ég átti ekki von á þvi að verða fimmti og ég er ekkert glaður með stöðuna. Við náðum þessu ekki heima og saman", sagði Webber um tímatökuna í dag. "En ég hefði ekki orðið heimsmeistari þó ég hefði orðið fremstur á ráslínu. Kappaksturinn er það sem skiptir máli og ég verð að nýta þau færi sem gefast. Ég er svekktur, en það er mannlegt, en ég hef ekki gleymt því hvernig á að keyra", sagði Webber. Hamilton ræsir af stað við hlið Vettels og ætlar sér sigur. "Ég hef engu að tapa og ætla að vinna kappakstursmótið. Ég mun gefa allt mitt í þetta og hinir þurfa að hafa áhyggjur. Ekki ég. Ekkert stress, bara keyra og keppa", sagði Hamilton. "Ég vona að við Jenson náum fyrsta og öðru sæti og tryggum McLaren annað sætið í keppni bílasmiða. Ég mun ekki hugsa hver er í kringum mig. Þeir þurf að passa upp á sig. Ég mig. Ég stefni á sigur og ef ég lýk ekk keppni, þá það. Ef ég vinn. Þá vinn ég. Hinir eru í allt annarri stöðu", sagði Hamilton. Kappakstursmótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12. 30 í opinni dagskrá og strax á eftir er þátturinn Endamarkið, þar sem farið verður yfir allt það helsta sem gerðist í spáð í spilin fyrir 2011. Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þrír keppinautar Sebastian Vettels um meistaratitilinn eru fyrir aftan hann á ráslínu í kappakstrinum í Abu Dhabi á sunnudag og Lewis Hamilton stefnir ótrauður á sigur úr öðru sæti á ráslínu og segist ekki hafa neinu að tapa. Fernando Alonso er fremstur í stigamótinu og er þriðji á ráslínu á eftir Vettel og Hamilton. "Við vitum stöðuna og hverjir eru að keppa um titilinn. Það getur allt gerst í mótinu og við verðum að ljúka 55 hringjum án vandamála. Þetta verður löng og erfið keppni, en við erum í sterkri stöðu", sagði Alonso eftir tímatökuna. Honum nægir fjórða sætið ef Vettel vinnur mótið í Abu Dhabi og það verður ákaflega mikilvægt fyrir Webber að komast framúr Alonso í upphafi mótsins. Hann ræsir af stað fyrir aftan Alonso og Jenson Button. "Það er ómögulegt að skrifa handrit af þessu. Við skulum skoða þetta þegar allir eru komnir á leiðarenda. Ég átti ekki von á þvi að verða fimmti og ég er ekkert glaður með stöðuna. Við náðum þessu ekki heima og saman", sagði Webber um tímatökuna í dag. "En ég hefði ekki orðið heimsmeistari þó ég hefði orðið fremstur á ráslínu. Kappaksturinn er það sem skiptir máli og ég verð að nýta þau færi sem gefast. Ég er svekktur, en það er mannlegt, en ég hef ekki gleymt því hvernig á að keyra", sagði Webber. Hamilton ræsir af stað við hlið Vettels og ætlar sér sigur. "Ég hef engu að tapa og ætla að vinna kappakstursmótið. Ég mun gefa allt mitt í þetta og hinir þurfa að hafa áhyggjur. Ekki ég. Ekkert stress, bara keyra og keppa", sagði Hamilton. "Ég vona að við Jenson náum fyrsta og öðru sæti og tryggum McLaren annað sætið í keppni bílasmiða. Ég mun ekki hugsa hver er í kringum mig. Þeir þurf að passa upp á sig. Ég mig. Ég stefni á sigur og ef ég lýk ekk keppni, þá það. Ef ég vinn. Þá vinn ég. Hinir eru í allt annarri stöðu", sagði Hamilton. Kappakstursmótið í Abu Dhabi er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 12. 30 í opinni dagskrá og strax á eftir er þátturinn Endamarkið, þar sem farið verður yfir allt það helsta sem gerðist í spáð í spilin fyrir 2011.
Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira