Stjórnmálafræðingur: Besti flokkurinn tekur sig alvarlega 22. maí 2010 19:21 Flestir Reykvíkingar vilja að Jón Gnarr verði næsti borgarstjóri, samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Stjórnmálafræðingur segir nýja aðgerðaráætlun Besta flokksins vísbendingu um að flokkurinn taki sig alvarlega. Flestir þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta Flokksins, verði næsti borgarstjóri. Næst á eftir kemur Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og í þriðja sæti er Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Jón Gnarr segir að leiklistin verði í öðru sæti, ef hann tekur við sem borgarstjóri. „Ég set hana á ís og hver veit nema ég geti stundað hana eitthvað samhliða. Ég er mjög góður í að multitaska," segir Jón. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segir að kjósendur séu greinilega í miklum vafa um stjórnmálin almennt. Fylgi Besta flokksins sé án fordæmis. „Og náttúrulega algjörlega fordæmislaust þegar kemur að grín- eða ádeiluframboði." En telur Stefanía að fylgið haldi næstu helgi? „Ég held að þessar skoðanakannanir séu vísbendingar sem taka verði mark á. Ég held að Besti flokkurinn hljóti að koma þónokkuð mörgum inn nema það komi upp í vikunni álitamál sem varpi rýrð á framboðið," segir Stefanía. Flokkurinn verði þó að gera kjósendum grein fyrir því hvort um sé að ræða áframhaldandi brandara eða alvöru. Í aðgerðaráætlun Besta flokksins segir að flokkurinn vilji draga skýr mörk á milli stjórnsýslu og stjórnmála, stöðva pólitískar ráðningar, sýna ábyrgð og ráðdeild í fjármálastjórnun, loka miðbænum fyrir almenna bílaumferð, tryggja jafnan aðgang allra að dagvistun og persónulega grunnþjónustu fyrir aldraða. Þá vill flokkurinn finna úrræði fyrir útigangsfólk, bjóða atvinnulausum að taka þátt í uppbyggingarstarfi í borginni og skoða þann möguleika að nota Arnarholt á Kjalarnesi undir alþjóðlegt hvítflibbafangelsi, svo eitthvað sé nefnt. „Nú hefur verið lögð fram aðgerðaráætlun í einhverjum liðum. Það er vísbending fyrir kjósendur um það að flokkurinn taki sig á einhvern hátt alvarlega," segir Stefanía. Kosningar 2010 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Flestir Reykvíkingar vilja að Jón Gnarr verði næsti borgarstjóri, samkvæmt könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Stjórnmálafræðingur segir nýja aðgerðaráætlun Besta flokksins vísbendingu um að flokkurinn taki sig alvarlega. Flestir þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, vilja að Jón Gnarr, oddviti Besta Flokksins, verði næsti borgarstjóri. Næst á eftir kemur Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og í þriðja sæti er Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. Jón Gnarr segir að leiklistin verði í öðru sæti, ef hann tekur við sem borgarstjóri. „Ég set hana á ís og hver veit nema ég geti stundað hana eitthvað samhliða. Ég er mjög góður í að multitaska," segir Jón. Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, segir að kjósendur séu greinilega í miklum vafa um stjórnmálin almennt. Fylgi Besta flokksins sé án fordæmis. „Og náttúrulega algjörlega fordæmislaust þegar kemur að grín- eða ádeiluframboði." En telur Stefanía að fylgið haldi næstu helgi? „Ég held að þessar skoðanakannanir séu vísbendingar sem taka verði mark á. Ég held að Besti flokkurinn hljóti að koma þónokkuð mörgum inn nema það komi upp í vikunni álitamál sem varpi rýrð á framboðið," segir Stefanía. Flokkurinn verði þó að gera kjósendum grein fyrir því hvort um sé að ræða áframhaldandi brandara eða alvöru. Í aðgerðaráætlun Besta flokksins segir að flokkurinn vilji draga skýr mörk á milli stjórnsýslu og stjórnmála, stöðva pólitískar ráðningar, sýna ábyrgð og ráðdeild í fjármálastjórnun, loka miðbænum fyrir almenna bílaumferð, tryggja jafnan aðgang allra að dagvistun og persónulega grunnþjónustu fyrir aldraða. Þá vill flokkurinn finna úrræði fyrir útigangsfólk, bjóða atvinnulausum að taka þátt í uppbyggingarstarfi í borginni og skoða þann möguleika að nota Arnarholt á Kjalarnesi undir alþjóðlegt hvítflibbafangelsi, svo eitthvað sé nefnt. „Nú hefur verið lögð fram aðgerðaráætlun í einhverjum liðum. Það er vísbending fyrir kjósendur um það að flokkurinn taki sig á einhvern hátt alvarlega," segir Stefanía.
Kosningar 2010 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira