Tekjur ríkisins voru 40 milljörðum yfir áætlun 2. júlí 2010 04:45 Tekjur ríkissjóðs hærri en búist var við. Heildartekjur ríkissjóðs árið 2009 eru mun hærri en búist var við í áætlunum. Gert var ráð fyrir um 398 milljörðum í tekjur, en endanleg niðurstaða er tæpir 440 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ríkisreikningi sem lagður verður fram á næstu vikum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tekjuskattur hafi skilað mun meira en búist var við. Það þýðir að ekki varð sami samdráttur í launaþróun og reiknað hafði verið með. Þá er atvinnuleysi minna en búist hafði verið við og tengist það líklega því að samdráttur á landsframleiðslu var ekki eins slæmur og gert var ráð fyrir. Þjóðhagsspá gerði ráð fyrir 9 prósenta atvinnuleysi árið 2009 og 9,6 prósent árið 2010. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að það hafi verið 8 prósent á síðasta ári. „Við erum að vonast til að það verði ekki hærra á þessu ári. Við gerðum ráð fyrir 8,5 prósentum í upphafi árs, en okkur finnst að slegið hafi á það núna." Þrátt fyrir hærri tekjur verða þær svipað hlutfall af vergri landsframleiðslu og búist hafði verið við, eða um 28 prósent. Útlit er hins vegar fyrir að þær nái ekki áætlun sem hlutfall af landsframleiðslunni árið 2010, þótt reksturinn gangi vel. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir þetta mjög góðan árangur og merki þess að hagkerfið hafi dregist minna saman en ráð var gert fyrir. Hann áréttar þó að inni í þessari tölu sé flýting á innheimtu fjármagnstekjuskatts þannig að hún sé ekki alveg sambærileg við tölur fyrri ára. „Á sinn hátt er enn ánægjulegra hve vel aðhaldsaðgerðirnar tókust og útgjaldamarkmiðin halda og vel það," segir Steingrímur. Hann segir ríkisstofnanir hafa staðið sig vel í aðhaldi og mun færri þeirra hafi farið yfir 4 prósenta viðmið um framúrkeyrslu. „Í þessu hefur náðst mikilvægur árangur og það eru fyrst og fremst forstöðumenn og starfsmenn ráðuneyta og stofnana sem hafa unnið gott starf." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í vinnu við fjárlög næsta árs sé litið til þess að hærri tekjur á síðasta ári þýði að skera þurfi minna niður í fjárlögum ársins 2010.- kóp Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira
Heildartekjur ríkissjóðs árið 2009 eru mun hærri en búist var við í áætlunum. Gert var ráð fyrir um 398 milljörðum í tekjur, en endanleg niðurstaða er tæpir 440 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ríkisreikningi sem lagður verður fram á næstu vikum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tekjuskattur hafi skilað mun meira en búist var við. Það þýðir að ekki varð sami samdráttur í launaþróun og reiknað hafði verið með. Þá er atvinnuleysi minna en búist hafði verið við og tengist það líklega því að samdráttur á landsframleiðslu var ekki eins slæmur og gert var ráð fyrir. Þjóðhagsspá gerði ráð fyrir 9 prósenta atvinnuleysi árið 2009 og 9,6 prósent árið 2010. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að það hafi verið 8 prósent á síðasta ári. „Við erum að vonast til að það verði ekki hærra á þessu ári. Við gerðum ráð fyrir 8,5 prósentum í upphafi árs, en okkur finnst að slegið hafi á það núna." Þrátt fyrir hærri tekjur verða þær svipað hlutfall af vergri landsframleiðslu og búist hafði verið við, eða um 28 prósent. Útlit er hins vegar fyrir að þær nái ekki áætlun sem hlutfall af landsframleiðslunni árið 2010, þótt reksturinn gangi vel. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir þetta mjög góðan árangur og merki þess að hagkerfið hafi dregist minna saman en ráð var gert fyrir. Hann áréttar þó að inni í þessari tölu sé flýting á innheimtu fjármagnstekjuskatts þannig að hún sé ekki alveg sambærileg við tölur fyrri ára. „Á sinn hátt er enn ánægjulegra hve vel aðhaldsaðgerðirnar tókust og útgjaldamarkmiðin halda og vel það," segir Steingrímur. Hann segir ríkisstofnanir hafa staðið sig vel í aðhaldi og mun færri þeirra hafi farið yfir 4 prósenta viðmið um framúrkeyrslu. „Í þessu hefur náðst mikilvægur árangur og það eru fyrst og fremst forstöðumenn og starfsmenn ráðuneyta og stofnana sem hafa unnið gott starf." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í vinnu við fjárlög næsta árs sé litið til þess að hærri tekjur á síðasta ári þýði að skera þurfi minna niður í fjárlögum ársins 2010.- kóp
Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni Sjá meira