Geir ritaði dómsmálaráðherra bréf Jón Hákon Halldórsson skrifar 26. nóvember 2010 11:48 Geir Haarde er afar gagnrýninn á málsmeðferðina í landsdómsmálinu. Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að dómsmálaráðuneytið veiti sér nánari upplýsingar um aðkomu saksóknara Alþingis að samningu frumvarps um breytingar á lögum um landsdóm. Í bréfi sem hann sendi ráðuneytinu í dag óskar hann eftir því að dómsmála- og mannréttindaráðuneytið afhendi sér án tafar afrit allra fyrirliggjandi gagna um samskipti saksóknara Alþingis og ráðuneytisins við frumvarpsgerðina. „Jafnframt er þess óskað að ég fái upplýsingar um og afrit af öllum samskiptum ráðuneytisins við forseta landsdóms af sama tilefni," segir Geir í bréfi til ráðuneytisins. Þá hefur Geir jafnframt sent forseta landsdóms bréf þar sem hann mótmælir því harðlega að saksóknari Alþingis sé gerður að umsagnaraðila um kröfu sína um skipun verjanda. „Fyrir slíku er engin lagastoð og í lögum hvergi gert ráð fyrir atbeina saksóknara að þeirri skipun. Vegna þessa er það enn dregið á langinn að ástæðulausu að skipa mér verjanda lögum samkvæmt," segir Geir í bréfi sínu til forseta landsdóms. Í bréfinu til forseta landsdóms gagnrýnir hann líka aðkomu forseta dómsins af breytingum á lögum um landsdóms eftir að mál gegn sér var höfðað. „Að lágmarki hefði átt að upplýsa mig eða eftir atvikum skipaðan verjanda minn um fyrirætlanir forseta í þessu efni," segir Geir i bréfi til Ingibjargar Benediktsdóttur forseta landsdóms. Þá sendi Geir einnig bréf á saksóknara Alþingis þar sem hann fer fram á að saksóknarinn upplýsi sig um aðkomu saksóknara að samningu frumvarpsins um breytingar á lögum um landsdóm. Landsdómur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, vill að dómsmálaráðuneytið veiti sér nánari upplýsingar um aðkomu saksóknara Alþingis að samningu frumvarps um breytingar á lögum um landsdóm. Í bréfi sem hann sendi ráðuneytinu í dag óskar hann eftir því að dómsmála- og mannréttindaráðuneytið afhendi sér án tafar afrit allra fyrirliggjandi gagna um samskipti saksóknara Alþingis og ráðuneytisins við frumvarpsgerðina. „Jafnframt er þess óskað að ég fái upplýsingar um og afrit af öllum samskiptum ráðuneytisins við forseta landsdóms af sama tilefni," segir Geir í bréfi til ráðuneytisins. Þá hefur Geir jafnframt sent forseta landsdóms bréf þar sem hann mótmælir því harðlega að saksóknari Alþingis sé gerður að umsagnaraðila um kröfu sína um skipun verjanda. „Fyrir slíku er engin lagastoð og í lögum hvergi gert ráð fyrir atbeina saksóknara að þeirri skipun. Vegna þessa er það enn dregið á langinn að ástæðulausu að skipa mér verjanda lögum samkvæmt," segir Geir í bréfi sínu til forseta landsdóms. Í bréfinu til forseta landsdóms gagnrýnir hann líka aðkomu forseta dómsins af breytingum á lögum um landsdóms eftir að mál gegn sér var höfðað. „Að lágmarki hefði átt að upplýsa mig eða eftir atvikum skipaðan verjanda minn um fyrirætlanir forseta í þessu efni," segir Geir i bréfi til Ingibjargar Benediktsdóttur forseta landsdóms. Þá sendi Geir einnig bréf á saksóknara Alþingis þar sem hann fer fram á að saksóknarinn upplýsi sig um aðkomu saksóknara að samningu frumvarpsins um breytingar á lögum um landsdóm.
Landsdómur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira