Webber fullur eldmóðs fyrir 2011 15. desember 2010 13:34 Mark Webber á verðlaunaafhendingu FIA á föstudaginn. Mynd: Getty Images/Handout Mark Webber hjá Red Bull ætlar að takast á við Formúlu 1 meistarakeppnina 2011 af fullu kappi, en hann átti eins og fjórir aðrir ökumenn möguleika á meistaratitlinum í ár. "Það gerðist margt á þessu ári sem var nýjung fyrir liðið. Sebastian er heimsmeistari og ég þarf að koma mér í þá stöðu að geta unnið hann sem oftast á ný. Það sama á við um Button, Hamilton, Alonso, alla þá sem eiga möguleika", sagði Webber í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í ítarlegt viðtal á útvarpsstöðinni BBC Radio 5 sem má finna á vefnum. "Það er búið að núllstilla. Svo eru nýjar reglur sem þarf að aðlagast. Ég var í stöðu að gera eitthvað mjög sérstakt, en ævintýrið var ekki til staðar. En ég hef lært margt jákvætt sem ég tek með mér inn í nýtt tímabil, fullu orku til að reyna á ný. Ég er með gott lið í kringum mig og þetta er stefna okkar." Um tíma var umræða um það í fjölmiðlum að Webber væri ósáttur við Red Bull, en það var aldrei í hans huga að hætta með liðinu. Hann lét heyra í sér og var opinskár í málinu þegar hann taldi Vettel fá betri þjónustu í kringum breska kappaksturinn, en mikil keppni var á milli hans og Vettel, eins og annarra toppökumanna í titilslagnum á árinu. "Ég hugði aldrei að fara til annað. Ég vissi að ég þurfti að gera hreint fyrir mínum dyrum innan míns teymis. Ég hef sagt það nokkrum sinnum, ég og liðið lærðum margt á þessu ári um hvernig á að keppa á toppnum á reglubundinn hátt." "Ferrari og McLaren hafa upplifað tár með tveimur samkeppnisfærum ökumönnum og ég er ekki að tala um Lewis og Alonso fyrir nokkrum árum. Ferrari hefur verið í áratugi í bransanum og Red Bull í 5 mínútur, þannig að við höfum lært mikið. Ég vissi að það yrðu vaxtaverkir í ár." "Það kom mér því aldrei í hug að fara eitthvað annað. Og hvað liðið varðar? Þeirra viðbrögð voru harkaleg, þar sem liðið hafði gert vel í því að færa okkur báðum gott tækifæri til árangurs og þegar svona gerist, sem er sjaldgæft, þá eru viðbrögðin eins og þau voru", sagði Webber. Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull ætlar að takast á við Formúlu 1 meistarakeppnina 2011 af fullu kappi, en hann átti eins og fjórir aðrir ökumenn möguleika á meistaratitlinum í ár. "Það gerðist margt á þessu ári sem var nýjung fyrir liðið. Sebastian er heimsmeistari og ég þarf að koma mér í þá stöðu að geta unnið hann sem oftast á ný. Það sama á við um Button, Hamilton, Alonso, alla þá sem eiga möguleika", sagði Webber í frétt á autosport.com þar sem vitnað er í ítarlegt viðtal á útvarpsstöðinni BBC Radio 5 sem má finna á vefnum. "Það er búið að núllstilla. Svo eru nýjar reglur sem þarf að aðlagast. Ég var í stöðu að gera eitthvað mjög sérstakt, en ævintýrið var ekki til staðar. En ég hef lært margt jákvætt sem ég tek með mér inn í nýtt tímabil, fullu orku til að reyna á ný. Ég er með gott lið í kringum mig og þetta er stefna okkar." Um tíma var umræða um það í fjölmiðlum að Webber væri ósáttur við Red Bull, en það var aldrei í hans huga að hætta með liðinu. Hann lét heyra í sér og var opinskár í málinu þegar hann taldi Vettel fá betri þjónustu í kringum breska kappaksturinn, en mikil keppni var á milli hans og Vettel, eins og annarra toppökumanna í titilslagnum á árinu. "Ég hugði aldrei að fara til annað. Ég vissi að ég þurfti að gera hreint fyrir mínum dyrum innan míns teymis. Ég hef sagt það nokkrum sinnum, ég og liðið lærðum margt á þessu ári um hvernig á að keppa á toppnum á reglubundinn hátt." "Ferrari og McLaren hafa upplifað tár með tveimur samkeppnisfærum ökumönnum og ég er ekki að tala um Lewis og Alonso fyrir nokkrum árum. Ferrari hefur verið í áratugi í bransanum og Red Bull í 5 mínútur, þannig að við höfum lært mikið. Ég vissi að það yrðu vaxtaverkir í ár." "Það kom mér því aldrei í hug að fara eitthvað annað. Og hvað liðið varðar? Þeirra viðbrögð voru harkaleg, þar sem liðið hafði gert vel í því að færa okkur báðum gott tækifæri til árangurs og þegar svona gerist, sem er sjaldgæft, þá eru viðbrögðin eins og þau voru", sagði Webber.
Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira