Eldar loguðu um alla borg 20. maí 2010 02:00 Bangkok brennur Forsætisráðherra Taílands sagðist sannfærður um að íkveikjurnar verði hægt að stöðva.nordicphotos/AFP Miklar óeirðir brutust út í Bangkok í gær eftir að herinn hafði knúið leiðtoga mótmælenda til uppgjafar. Eldar loguðu víða í borginni og átökin kostuðu að minnsta kosti sex manns lífið, þar á meðal ítalska ljósmyndarann Fabio Polenghi. Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra lýsti yfir útgöngubanni í allri borginni, sem átti að gilda frá átta í gærkvöld til klukkan sex í morgun að staðartíma. Fimmtán ár eru síðan útgöngubanni var síðast lýst yfir í Bangkok. Kveikt var í nærri sautján byggingum, þar á meðal kauphöll borgarinnar, nokkrum bönkum, höfuðstöðvum rafveitunnar og verslunarmiðstöðinni Central World, sem var ein sú stærsta í Suðaustur-Asíu. Einnig brann kvikmyndahús til grunna og eitthvað var um gripdeildir í verslunum. Uppþotin hófust eftir að herinn hafði lagt til atlögu gegn þúsundum rauðklæddra mótmælenda, sem höfðu lagt undir sig nokkrar götur í miðborginni og hafst þar við í nærri tvo mánuði. Herinn réðst til atlögu snemma í gærmorgun og beitti mótmælendur fullri hörku, sem varð til þess að tveir helstu leiðtogar þeirra lýstu yfir uppgjöf síðdegis og gáfu sig á vald lögreglunni. Þeir sögðust með þessu vilja koma í veg fyrir meira mannfall, en átökin undanfarnar vikur hafa kostað um fjörutíu manns lífið. Abhisit forsætisráðherra reyndi að bera sig vel í sjónvarpsávarpi og fullyrti að stjórnin muni ná tökum á ástandinu. Mótmælendurnir krefjast þess að stjórnin segi af sér og boðað verði til þingkosninga sem allra fyrst. Mótmælendur segja stjórnina sitja í skjóli valdaráns hersins haustið 2006 og sé því ekki lögmæt. Rauðklæddu mótmælendurnir eru margir hverjir stuðningsmenn Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, sem hrakinn var frá völdum í valdaráninu. Aðrir eru fyrst og fremst að krefjast þess að lýðræði verði haft í heiðri. Óeirðir breiddust einnig út til norður- og norðausturhluta landsins, þar sem andstaðan við stjórn Abhisits er sterk. Stjórnin er sökuð um að hygla auðugu valdaklíkunni sem hefur stjórnað landinu meira og minna áratugum saman. [email protected] Erlent Fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Miklar óeirðir brutust út í Bangkok í gær eftir að herinn hafði knúið leiðtoga mótmælenda til uppgjafar. Eldar loguðu víða í borginni og átökin kostuðu að minnsta kosti sex manns lífið, þar á meðal ítalska ljósmyndarann Fabio Polenghi. Abhisit Vejjajiva forsætisráðherra lýsti yfir útgöngubanni í allri borginni, sem átti að gilda frá átta í gærkvöld til klukkan sex í morgun að staðartíma. Fimmtán ár eru síðan útgöngubanni var síðast lýst yfir í Bangkok. Kveikt var í nærri sautján byggingum, þar á meðal kauphöll borgarinnar, nokkrum bönkum, höfuðstöðvum rafveitunnar og verslunarmiðstöðinni Central World, sem var ein sú stærsta í Suðaustur-Asíu. Einnig brann kvikmyndahús til grunna og eitthvað var um gripdeildir í verslunum. Uppþotin hófust eftir að herinn hafði lagt til atlögu gegn þúsundum rauðklæddra mótmælenda, sem höfðu lagt undir sig nokkrar götur í miðborginni og hafst þar við í nærri tvo mánuði. Herinn réðst til atlögu snemma í gærmorgun og beitti mótmælendur fullri hörku, sem varð til þess að tveir helstu leiðtogar þeirra lýstu yfir uppgjöf síðdegis og gáfu sig á vald lögreglunni. Þeir sögðust með þessu vilja koma í veg fyrir meira mannfall, en átökin undanfarnar vikur hafa kostað um fjörutíu manns lífið. Abhisit forsætisráðherra reyndi að bera sig vel í sjónvarpsávarpi og fullyrti að stjórnin muni ná tökum á ástandinu. Mótmælendurnir krefjast þess að stjórnin segi af sér og boðað verði til þingkosninga sem allra fyrst. Mótmælendur segja stjórnina sitja í skjóli valdaráns hersins haustið 2006 og sé því ekki lögmæt. Rauðklæddu mótmælendurnir eru margir hverjir stuðningsmenn Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra, sem hrakinn var frá völdum í valdaráninu. Aðrir eru fyrst og fremst að krefjast þess að lýðræði verði haft í heiðri. Óeirðir breiddust einnig út til norður- og norðausturhluta landsins, þar sem andstaðan við stjórn Abhisits er sterk. Stjórnin er sökuð um að hygla auðugu valdaklíkunni sem hefur stjórnað landinu meira og minna áratugum saman. [email protected]
Erlent Fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira