Mikið hass fannst í skattsvikarannsókn 17. september 2010 05:45 Á tólfta kíló af hassi fannst í einni þeirra húsleita sem gerðar voru í vikunni vegna umfangsmikils skattsvikamáls sem lögreglan í höfuðborginni hefur nú til rannsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla rannsaki hvort ágóðinn af svikunum hafi runnið til fíkniefnakaupa. Sex manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa svikið út rúmlega 270 milljónir króna endurgreiðslur á virðisaukaskatti. Einn þeirra sem eru í haldi er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunur er um að gögn sem skilað var til skattsins hafi verið fölsuð og að vitorðsmaðurinn hjá skattinum hafi komið þeim í gegnum kerfið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa í það minnsta sumir hinna handteknu hlotið dóma, og þá fyrir annars konar brot en efnahagsbrot. „Þetta mál er stórt og flókið og umfangsmikið," segir Jón H.B. Snorrason, sem hefur umsjón með rannsókninni. „Þarna er grunur um að sviknar hafi verið út úr ríkissjóði 270 milljónir með því að leggja fyrir skattstofu röng, fölsuð og tilefnis- og tilhæfulaus gögn um starfsemi og greiðslu virðisaukaskatts sem síðan hefur falið í sér endurgreiðslu á skattinum." Upphaflega voru níu manns handteknir vegna rannsóknar lögreglu í aðgerðum hennar á þriðjudag og í fyrradag. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum þar sem ekki þótti ástæða til að halda þeim lengur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu yfir hinum sex. Fólkið er allt íslenskt, fjórir karlmenn og tvær konur. Sexmenningarnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi mánudags, þeir sem styst voru úrskurðaðir, en hinir í allt að tvær vikur. Lögreglan, ásamt starfsmönnum frá skattrannsóknarstjóra, framkvæmdi húsleitir í tengslum við allar handtökurnar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er fólkið talið hafa sett á fót sýndarfyrirtæki sem hafði enga raunverulega starfsemi en sýndi fram á með fölsuðum gögnum að það hefði varið stórfé til endurbóta á húsnæði. Fyrirtæki sem eru með húsnæði í uppbyggingu, sem síðan munu verða í virðisaukaskattskyldri starfsemi, geta fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti meðan á uppbyggingunni stendur sem í þessu tilviki var veitt af vitorðsmanninum hjá skattinum. Jón segir að rannsóknin hafi hafist í síðustu viku, eftir að fjármálastofnun sendi ábendingu um ætlað peningaþvætti til lögreglu. Meint brot hafi staðið lengi, jafnvel árum saman. Ágóðinn af brotunum hafi ekki verið endurheimtur og einn þáttur rannsóknarinnar snúi einmitt að því að komast að því hvað hafi orðið um féð.- jss, sh Fréttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Á tólfta kíló af hassi fannst í einni þeirra húsleita sem gerðar voru í vikunni vegna umfangsmikils skattsvikamáls sem lögreglan í höfuðborginni hefur nú til rannsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla rannsaki hvort ágóðinn af svikunum hafi runnið til fíkniefnakaupa. Sex manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa svikið út rúmlega 270 milljónir króna endurgreiðslur á virðisaukaskatti. Einn þeirra sem eru í haldi er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunur er um að gögn sem skilað var til skattsins hafi verið fölsuð og að vitorðsmaðurinn hjá skattinum hafi komið þeim í gegnum kerfið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa í það minnsta sumir hinna handteknu hlotið dóma, og þá fyrir annars konar brot en efnahagsbrot. „Þetta mál er stórt og flókið og umfangsmikið," segir Jón H.B. Snorrason, sem hefur umsjón með rannsókninni. „Þarna er grunur um að sviknar hafi verið út úr ríkissjóði 270 milljónir með því að leggja fyrir skattstofu röng, fölsuð og tilefnis- og tilhæfulaus gögn um starfsemi og greiðslu virðisaukaskatts sem síðan hefur falið í sér endurgreiðslu á skattinum." Upphaflega voru níu manns handteknir vegna rannsóknar lögreglu í aðgerðum hennar á þriðjudag og í fyrradag. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum þar sem ekki þótti ástæða til að halda þeim lengur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu yfir hinum sex. Fólkið er allt íslenskt, fjórir karlmenn og tvær konur. Sexmenningarnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi mánudags, þeir sem styst voru úrskurðaðir, en hinir í allt að tvær vikur. Lögreglan, ásamt starfsmönnum frá skattrannsóknarstjóra, framkvæmdi húsleitir í tengslum við allar handtökurnar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er fólkið talið hafa sett á fót sýndarfyrirtæki sem hafði enga raunverulega starfsemi en sýndi fram á með fölsuðum gögnum að það hefði varið stórfé til endurbóta á húsnæði. Fyrirtæki sem eru með húsnæði í uppbyggingu, sem síðan munu verða í virðisaukaskattskyldri starfsemi, geta fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti meðan á uppbyggingunni stendur sem í þessu tilviki var veitt af vitorðsmanninum hjá skattinum. Jón segir að rannsóknin hafi hafist í síðustu viku, eftir að fjármálastofnun sendi ábendingu um ætlað peningaþvætti til lögreglu. Meint brot hafi staðið lengi, jafnvel árum saman. Ágóðinn af brotunum hafi ekki verið endurheimtur og einn þáttur rannsóknarinnar snúi einmitt að því að komast að því hvað hafi orðið um féð.- jss, sh
Fréttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira