Samið um rekstur Sólheima út janúar 29. desember 2010 04:15 Sólheimar Deilt hefur verið um framtíð Sólheima í Grímsnesi eftir að ákveðið var að færa málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.Fréttablaðið/pjetur Rekstur Sólheima í Grímsnesi verður með óbreyttu sniði út janúar hið minnsta samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi sem stjórnendur Sólheima og bæjaryfirvöld í Árborg náðu í gær. Nota á janúarmánuð til að reyna til þrautar að semja um framhaldið. „Það er hægt að leysa þetta mál, og það er hægt að gera það þannig að allir geti borið höfuðið hátt eftir það. Við munum fara í þetta mál til að leysa það hratt og vel og af ábyrgð,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi. Árborg mun greiða um 23 milljónir króna til reksturs Sólheima í janúar samkvæmt því samkomulagi sem náðist í gær. Guðmundur segist vongóður um að samkomulag takist eftir fund með framkvæmdastjóra Árborgar fyrir hádegi í gær. Stjórnendur Sólheima munu eftir sem áður leggja höfuðáherslu á að íbúar fái þá þjónustu sem þeir eigi rétt á, og að sérstöðu Sólheima verði viðhaldið, segir hann. „Við fórum yfir þá þætti sem þarf sérstaklega að ræða í samningaviðræðunum, og vorum nokkuð sammála um hvaða þættir það væru,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar. Hún segir mánuð ekki langan tíma til að ná samkomulagi, en reynt verði að láta þann tíma duga. Aðspurð segir hún ekki hægt að útiloka að bráðabirgðasamkomulagið verði framlengt ef þurfa þyki. Stjórnendur Sólheima hafa gagnrýnt ríkið harkalega í tengslum við flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga nú um áramótin. „Það sem gerir þessa stöðu flóknari er að við erum með erfiða drauga í farteskinu sem löggjafinn hefði með réttu átt að leysa áður en þessar breytingar væru gerðar,“ segir Guðmundur. Þar segist hann eiga við þjónustumat fyrir íbúa sem liggur til grundvallar því hvaða þjónustu íbúar eiga rétt á. Það mat sem nú sé notast við sé átta ára gamalt en ætti að uppfæra árlega. „Við vildum að ríkið leysti þetta mál svo íbúar hér fengju þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það lánaðist ekki, og nú þurfum við að ganga á Árborg með að leysa vanda sem ríkið hefði átt að leysa,“ segir Guðmundur. [email protected] Guðmundur Ármann Pétursson Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Rekstur Sólheima í Grímsnesi verður með óbreyttu sniði út janúar hið minnsta samkvæmt bráðabirgðasamkomulagi sem stjórnendur Sólheima og bæjaryfirvöld í Árborg náðu í gær. Nota á janúarmánuð til að reyna til þrautar að semja um framhaldið. „Það er hægt að leysa þetta mál, og það er hægt að gera það þannig að allir geti borið höfuðið hátt eftir það. Við munum fara í þetta mál til að leysa það hratt og vel og af ábyrgð,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi. Árborg mun greiða um 23 milljónir króna til reksturs Sólheima í janúar samkvæmt því samkomulagi sem náðist í gær. Guðmundur segist vongóður um að samkomulag takist eftir fund með framkvæmdastjóra Árborgar fyrir hádegi í gær. Stjórnendur Sólheima munu eftir sem áður leggja höfuðáherslu á að íbúar fái þá þjónustu sem þeir eigi rétt á, og að sérstöðu Sólheima verði viðhaldið, segir hann. „Við fórum yfir þá þætti sem þarf sérstaklega að ræða í samningaviðræðunum, og vorum nokkuð sammála um hvaða þættir það væru,“ segir Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri sveitarfélagsins Árborgar. Hún segir mánuð ekki langan tíma til að ná samkomulagi, en reynt verði að láta þann tíma duga. Aðspurð segir hún ekki hægt að útiloka að bráðabirgðasamkomulagið verði framlengt ef þurfa þyki. Stjórnendur Sólheima hafa gagnrýnt ríkið harkalega í tengslum við flutning málefna fatlaðra frá ríkinu til sveitarfélaga nú um áramótin. „Það sem gerir þessa stöðu flóknari er að við erum með erfiða drauga í farteskinu sem löggjafinn hefði með réttu átt að leysa áður en þessar breytingar væru gerðar,“ segir Guðmundur. Þar segist hann eiga við þjónustumat fyrir íbúa sem liggur til grundvallar því hvaða þjónustu íbúar eiga rétt á. Það mat sem nú sé notast við sé átta ára gamalt en ætti að uppfæra árlega. „Við vildum að ríkið leysti þetta mál svo íbúar hér fengju þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Það lánaðist ekki, og nú þurfum við að ganga á Árborg með að leysa vanda sem ríkið hefði átt að leysa,“ segir Guðmundur. [email protected] Guðmundur Ármann Pétursson
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira