D-listinn vinnur mann af Besta flokknum í borginni 28. maí 2010 06:30 Stuðningur við Sjálfstæðis-flokkinn í Reykjavík hefur aukist síðustu vikuna, á meðan dregur úr fylgi Samfylkingarinnar og Besta flokksins, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni frá sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, á kostnað Besta flokksins. Besti flokkurinn er enn langstærsti flokkurinn í borginni. Af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust 40,9 prósent myndu að kjósa Besta flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Það er þremur prósentustigum minna fylgi en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, þegar flokkurinn naut stuðnings 43,9 prósenta borgarbúa. Verði þetta niðurstöður kosninga fær Besti flokkurinn sjö borgarfulltrúa af fimmtán, einum frá hreinum meirihluta. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var fyrir viku náði flokkurinn áttunda manninum, og þar með meirihluta í borgarstjórn. Fleiri styðja SjálfstæðisflokkUmtalsvert fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn nú en í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 fyrir viku, en flokkurinn er samt langt frá kjörfylgi. Stuðningur við flokkinn mælist nú 26,7 prósent, 5,6 prósentustigum meiri en fyrir viku. Þetta er þó 15,4 prósentustigum undir 42,1 prósents fylgi flokksins í síðustu sveitastjórnarkosningum, árið 2006.Sjálfstæðisflokkurinn fengi miðað við þessa niðurstöðu fjóra borgarfulltrúa, en er með sjö í dag. Þetta er þó einum meira en í könnuninni fyrir viku, þegar könnun benti til þess að flokkurinn fengi þrjá borgarfulltrúa.Samfylkingin tapar fylgi milli kannana, og mælist nú með stuðning 18,3 prósenta borgarbúa. Það er 9,3 prósentustigum frá 27,6 prósenta kjörfylgi flokksins, og 2,8 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í könnun fyrir viku síðan. Verði þetta niðurstaða kosninganna á morgun fær Samfylkingin þrjá borgarfulltrúa, en er með fjóra í dag.Stuðningur við Vinstri græn er svipaður og í síðustu könnun, og enn talsvert minni en kjörfylgi flokksins. Í könnuninni sem gerð var í gærkvöldi sögðust 8,9 prósent myndu kjósa flokkinn. Stuðningurinn mældist 9,8 prósent fyrir viku, og var 14 prósent í síðustu kosningum. Vinstri græn fengju miðað við þetta einn borgarfulltrúa, en eru með tvo í dag. Framsókn nær ekki inn manniFramsóknarflokkurinn mælist með svipað fylgi og í síðustu viku, 2,6 prósent. Flokkurinn fékk 5,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum og einn borgarfulltrúa, en kæmi ekki að manni miðað við niðurstöður könnunarinnar.Önnur framboð í borginni fá minna fylgi, og eru langt frá því að ná manni inn í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga á morgun í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.H-listi óháðra mælist með stuðning 1,5 prósenta Reykvíkinga. Reykjavíkurframboðið og Frjálslyndi flokkurinn mælast með stuðning 0,6 prósenta borgarbúa hvor flokkur. Fjórðungur ekki gert upp hug sinnAf þeim 800 Reykvíkingum sem hringt var í sögðust 26,1 prósent enn óákveðin, tveimur dögum fyrir kosningar. Þá sögðust 12,8 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni ætla að skila auðu eða sleppa því að kjósa.Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 27. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri.Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitar-stjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. [email protected] Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Stuðningur við Sjálfstæðis-flokkinn í Reykjavík hefur aukist síðustu vikuna, á meðan dregur úr fylgi Samfylkingarinnar og Besta flokksins, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig manni frá sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, á kostnað Besta flokksins. Besti flokkurinn er enn langstærsti flokkurinn í borginni. Af þeim sem afstöðu tóku í könnuninni sögðust 40,9 prósent myndu að kjósa Besta flokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Það er þremur prósentustigum minna fylgi en í sambærilegri könnun sem gerð var fyrir viku, þegar flokkurinn naut stuðnings 43,9 prósenta borgarbúa. Verði þetta niðurstöður kosninga fær Besti flokkurinn sjö borgarfulltrúa af fimmtán, einum frá hreinum meirihluta. Í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var fyrir viku náði flokkurinn áttunda manninum, og þar með meirihluta í borgarstjórn. Fleiri styðja SjálfstæðisflokkUmtalsvert fleiri styðja Sjálfstæðisflokkinn nú en í könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 fyrir viku, en flokkurinn er samt langt frá kjörfylgi. Stuðningur við flokkinn mælist nú 26,7 prósent, 5,6 prósentustigum meiri en fyrir viku. Þetta er þó 15,4 prósentustigum undir 42,1 prósents fylgi flokksins í síðustu sveitastjórnarkosningum, árið 2006.Sjálfstæðisflokkurinn fengi miðað við þessa niðurstöðu fjóra borgarfulltrúa, en er með sjö í dag. Þetta er þó einum meira en í könnuninni fyrir viku, þegar könnun benti til þess að flokkurinn fengi þrjá borgarfulltrúa.Samfylkingin tapar fylgi milli kannana, og mælist nú með stuðning 18,3 prósenta borgarbúa. Það er 9,3 prósentustigum frá 27,6 prósenta kjörfylgi flokksins, og 2,8 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í könnun fyrir viku síðan. Verði þetta niðurstaða kosninganna á morgun fær Samfylkingin þrjá borgarfulltrúa, en er með fjóra í dag.Stuðningur við Vinstri græn er svipaður og í síðustu könnun, og enn talsvert minni en kjörfylgi flokksins. Í könnuninni sem gerð var í gærkvöldi sögðust 8,9 prósent myndu kjósa flokkinn. Stuðningurinn mældist 9,8 prósent fyrir viku, og var 14 prósent í síðustu kosningum. Vinstri græn fengju miðað við þetta einn borgarfulltrúa, en eru með tvo í dag. Framsókn nær ekki inn manniFramsóknarflokkurinn mælist með svipað fylgi og í síðustu viku, 2,6 prósent. Flokkurinn fékk 5,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum og einn borgarfulltrúa, en kæmi ekki að manni miðað við niðurstöður könnunarinnar.Önnur framboð í borginni fá minna fylgi, og eru langt frá því að ná manni inn í borgarstjórn verði niðurstöður kosninga á morgun í takt við skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2.H-listi óháðra mælist með stuðning 1,5 prósenta Reykvíkinga. Reykjavíkurframboðið og Frjálslyndi flokkurinn mælast með stuðning 0,6 prósenta borgarbúa hvor flokkur. Fjórðungur ekki gert upp hug sinnAf þeim 800 Reykvíkingum sem hringt var í sögðust 26,1 prósent enn óákveðin, tveimur dögum fyrir kosningar. Þá sögðust 12,8 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni ætla að skila auðu eða sleppa því að kjósa.Hringt var í 800 manns fimmtudaginn 27. maí. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir aldri.Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitar-stjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk? Alls tóku 66,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. [email protected]
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira