Fangar með torfæruhjól á Kvíabryggju 30. nóvember 2010 06:00 Kvíabryggja Í ljós hefur komið að fangar á Kvíabryggju voru með sjö farartæki af ýmsum toga. Við skoðun sem fangelsismálayfirvöld gerðu á Kvíabryggju í lok síðustu viku kom í ljós að mótorhjól, bifreiðar og fjórhjól í eigu fanga hafa verið geymd í fangelsinu um eitthvert skeið. Hafa fangarnir haft tækin til umráða. Starfsmenn Ríkisendurskoðunar fóru að Kvíabryggju í gær, þar sem bókhald fangelsisins sætir nú rannsókn vegna gruns um fjárdrátt forstöðumannsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru tækin sem um ræðir þrjú mótorkrosshjól, eitt fjórhjól og þrír bílar. sem ekki er heimilt að hafa í fangelsinu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, staðfestir að þessi tæki hafi fundist við skoðun sem framkvæmd var í fangelsinu síðastliðinn fimmtudag og segir ekki heimilt að hafa þau í fangelsinu. „Tækin verða fjarlægð þegar í stað," segir hann. „Við leggjum þunga áherslu á að farið verði að einu og öllu eftir reglum er gilda í fangelsum landsins. Ég fundað með fangavörðum og föngum þar sem farið hefur verið yfir þessi mál." Forstöðumaður Kvíabryggju var í síðustu viku leystur frá störfum vegna gruns um að hann hefði misnotað aðstöðu sína með því að taka út varning í nafni fangelsisins til eigin nota. Grunur leikur á að meint misferli hafi átt sér stað um skeið, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, og að um umtalsverðar upphæðir gæti verið að ræða. Það var Fangelsismálastofnun sem vakti athygli dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins á aðfinnslum sem hún hefur gert við fjárreiður og bókhald fangelsisins að Kvíabryggju. Ráðuneytið ræddi málið við forstöðumann fangelsisins og óskaði hann í framhaldi af því að Ríkisendurskoðun yrði falið að fara yfir bókhaldið. „Við erum byrjaðir að skoða málið og erum að heimsækja fangelsið fyrir vestan," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Við viljum sjá hvaða gögn eru á staðnum, eins og gerist þegar menn eru að rannsaka mál af því tagi sem um er að ræða," segir Sveinn og bætir við að hafin sé athugun á bókhaldi fangelsisins. Spurður um framhaldið segir hann niðurstöðurnar verða sendar dómsmálaráðuneytinu og Fangelsismálastofnun. Síðan sé eðlilegast að Fangelsismálastofnun vísi málinu áfram til þar til bærra aðila, séu efni til þess. Birgir Guðmundsson, sem gegnt hefur starfi fangavarðar á Kvíabryggju, hefur verið settur forstöðumaður meðan á rannsókn stendur. [email protected] Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Við skoðun sem fangelsismálayfirvöld gerðu á Kvíabryggju í lok síðustu viku kom í ljós að mótorhjól, bifreiðar og fjórhjól í eigu fanga hafa verið geymd í fangelsinu um eitthvert skeið. Hafa fangarnir haft tækin til umráða. Starfsmenn Ríkisendurskoðunar fóru að Kvíabryggju í gær, þar sem bókhald fangelsisins sætir nú rannsókn vegna gruns um fjárdrátt forstöðumannsins. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru tækin sem um ræðir þrjú mótorkrosshjól, eitt fjórhjól og þrír bílar. sem ekki er heimilt að hafa í fangelsinu. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, staðfestir að þessi tæki hafi fundist við skoðun sem framkvæmd var í fangelsinu síðastliðinn fimmtudag og segir ekki heimilt að hafa þau í fangelsinu. „Tækin verða fjarlægð þegar í stað," segir hann. „Við leggjum þunga áherslu á að farið verði að einu og öllu eftir reglum er gilda í fangelsum landsins. Ég fundað með fangavörðum og föngum þar sem farið hefur verið yfir þessi mál." Forstöðumaður Kvíabryggju var í síðustu viku leystur frá störfum vegna gruns um að hann hefði misnotað aðstöðu sína með því að taka út varning í nafni fangelsisins til eigin nota. Grunur leikur á að meint misferli hafi átt sér stað um skeið, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst, og að um umtalsverðar upphæðir gæti verið að ræða. Það var Fangelsismálastofnun sem vakti athygli dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins á aðfinnslum sem hún hefur gert við fjárreiður og bókhald fangelsisins að Kvíabryggju. Ráðuneytið ræddi málið við forstöðumann fangelsisins og óskaði hann í framhaldi af því að Ríkisendurskoðun yrði falið að fara yfir bókhaldið. „Við erum byrjaðir að skoða málið og erum að heimsækja fangelsið fyrir vestan," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Við viljum sjá hvaða gögn eru á staðnum, eins og gerist þegar menn eru að rannsaka mál af því tagi sem um er að ræða," segir Sveinn og bætir við að hafin sé athugun á bókhaldi fangelsisins. Spurður um framhaldið segir hann niðurstöðurnar verða sendar dómsmálaráðuneytinu og Fangelsismálastofnun. Síðan sé eðlilegast að Fangelsismálastofnun vísi málinu áfram til þar til bærra aðila, séu efni til þess. Birgir Guðmundsson, sem gegnt hefur starfi fangavarðar á Kvíabryggju, hefur verið settur forstöðumaður meðan á rannsókn stendur. [email protected]
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira