Færðu lán á milli banka með afslætti 7. október 2010 02:45 Bankarnir verða að bæta sig Almar Guðmundsson, hér Þorsteini Pálssyni á hægri hönd, segir bankana geta nýtt svigrúm við endurmat á lánasöfnun til að lækka skuldir einstaklinga og fyrirtækja. Fréttablaðið/Valli Lánasöfn gamla Kaupþings voru færð yfir til Arion banka með sextíu prósenta afslætti. Bæði Arion banki og Íslandsbanki hafa á síðustu átján mánuðum uppfært virði lánasafna, enda reikna þeir með betri heimtum en gert var ráð fyrir í kringum bankahrunið. „Þetta sýnir að bankarnir hafa verulegt svigrúm til að leiðrétta efnahagsreikninga lítilla og meðalstórra fyrirtækja,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann var með erindi á fundi félagsins gær í tilefni af því að tvö ár voru liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð að blessa Ísland. Almar gerði að umtalsefni að einungis 51 fyrirtæki hefði farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bönkunum. Á fundinum sýndi Almar endurskoðaða ársreikninga Arion banka og Íslandsbanka. Þar sást skýrt mat á virði lánasafna. Samkvæmt uppgjöri Arion banka var nafnvirði útlánsafns gamla bankans metið á 1.237 milljarða króna. Afslátturinn við yfirfærslu nam 738 milljörðum króna. Bókfært virði lánasafnsins var rétt rúmir 466 milljarðar í síðasta uppgjöri. „Þegar bankinn mat greiðslugetu viðskiptavina kom í ljós að þeir gátu greitt meira en reiknað hafði verið með. Bankinn þarf því að færa lánin upp,“ segir Almar og bendir á að við endurmatið myndist svigrúm, sem fram til þessa virðist aðeins hafa færst sem hagnaður í bókum bankanna. „Það mætti klárlega nýta betur en þegar hefur verið gert,“ segir Almar og vísar til þess að bankarnir hafi getað það í tengslum við gengistryggð bílalán einstaklinga. [email protected] Fréttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Lánasöfn gamla Kaupþings voru færð yfir til Arion banka með sextíu prósenta afslætti. Bæði Arion banki og Íslandsbanki hafa á síðustu átján mánuðum uppfært virði lánasafna, enda reikna þeir með betri heimtum en gert var ráð fyrir í kringum bankahrunið. „Þetta sýnir að bankarnir hafa verulegt svigrúm til að leiðrétta efnahagsreikninga lítilla og meðalstórra fyrirtækja,“ segir Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann var með erindi á fundi félagsins gær í tilefni af því að tvö ár voru liðin frá því að Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, bað Guð að blessa Ísland. Almar gerði að umtalsefni að einungis 51 fyrirtæki hefði farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu hjá bönkunum. Á fundinum sýndi Almar endurskoðaða ársreikninga Arion banka og Íslandsbanka. Þar sást skýrt mat á virði lánasafna. Samkvæmt uppgjöri Arion banka var nafnvirði útlánsafns gamla bankans metið á 1.237 milljarða króna. Afslátturinn við yfirfærslu nam 738 milljörðum króna. Bókfært virði lánasafnsins var rétt rúmir 466 milljarðar í síðasta uppgjöri. „Þegar bankinn mat greiðslugetu viðskiptavina kom í ljós að þeir gátu greitt meira en reiknað hafði verið með. Bankinn þarf því að færa lánin upp,“ segir Almar og bendir á að við endurmatið myndist svigrúm, sem fram til þessa virðist aðeins hafa færst sem hagnaður í bókum bankanna. „Það mætti klárlega nýta betur en þegar hefur verið gert,“ segir Almar og vísar til þess að bankarnir hafi getað það í tengslum við gengistryggð bílalán einstaklinga. [email protected]
Fréttir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira