Skapar fordæmi til að sækja núverandi ráðherra til saka 2. október 2010 12:23 Bjarni Benediktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ákærurnar fyrir Landsdómi skapi fordæmi til að sækja núverandi ráðmenn til saka. Raunveruleg hætta hafi verið á að bankarnir hryndu aftur í sumar en stjórnvöld hafi ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Þetta kom fram á hádegisverðarfundi sem haldinn var í Valhöll í gær en þar ræddi Bjarni við flokksmenn um atburði vikunnar og stöðuna í stjórnmálunum í dag. Bjarni fór vítt og breitt yfir stöðu mála og lét fundarmenn sérstaklega standa upp og klappa fyrir forvera sínum, Geir H. Haarde, til þess að undirstrika stuðning flokksins við formanninn fyrrverandi. Í máli Bjarna kom fram að í sumar hefði verið verulega hætta á því að þrír stærstu bankar landsins hefðu fallið Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar varðandi gengislánamálin. Hann hefði til að mynda verið kallaður á fund vegna málsins og stjórnvöld hefðu greinilega verið meðvituð um hættuna. Ekkert hefði hinsvegar verið gert til þess að bregðast við, en sem betur hefðu bankarnir haldið. En vill Bjarni að Landsdómur verði kallaður saman vegna þessa máls? „Ef fylgja á því fordæmi, sem að meirihluti þingsins ákvað í þessari viku, um að ef hætta skapast fyrir fjármálakerfið, að það sé hætta á hruni og hún sé fyrirsjáanleg. Ríkisstjórn sem grípur þá ekki til aðgerða, ef að það á að leiða til þess að Landsdómur sé kallaður saman, að þá er alveg skýrt í mínum huga að dæmin frá því í sumar kalla á það að þetta fólk sendi núverandi ráðherra fyrir landsdóm." Alþingi var sett í gær undir drumbuslætti á Austurvelli. En hvernig líst formanni Sjálfstæðisflokksins á komandi þing? „Þetta eru erfiðir tímar í stjórnmálunum en við munum standa þá af okkur og hefja okkur yfir þetta svað sem hér hefur skapast og stjórnmálin hafa verið dregin inn í. Við ætlum ekki að taka þátt í því," segir Bjarni. Landsdómur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að ákærurnar fyrir Landsdómi skapi fordæmi til að sækja núverandi ráðmenn til saka. Raunveruleg hætta hafi verið á að bankarnir hryndu aftur í sumar en stjórnvöld hafi ekkert gert til að koma í veg fyrir það. Þetta kom fram á hádegisverðarfundi sem haldinn var í Valhöll í gær en þar ræddi Bjarni við flokksmenn um atburði vikunnar og stöðuna í stjórnmálunum í dag. Bjarni fór vítt og breitt yfir stöðu mála og lét fundarmenn sérstaklega standa upp og klappa fyrir forvera sínum, Geir H. Haarde, til þess að undirstrika stuðning flokksins við formanninn fyrrverandi. Í máli Bjarna kom fram að í sumar hefði verið verulega hætta á því að þrír stærstu bankar landsins hefðu fallið Í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar varðandi gengislánamálin. Hann hefði til að mynda verið kallaður á fund vegna málsins og stjórnvöld hefðu greinilega verið meðvituð um hættuna. Ekkert hefði hinsvegar verið gert til þess að bregðast við, en sem betur hefðu bankarnir haldið. En vill Bjarni að Landsdómur verði kallaður saman vegna þessa máls? „Ef fylgja á því fordæmi, sem að meirihluti þingsins ákvað í þessari viku, um að ef hætta skapast fyrir fjármálakerfið, að það sé hætta á hruni og hún sé fyrirsjáanleg. Ríkisstjórn sem grípur þá ekki til aðgerða, ef að það á að leiða til þess að Landsdómur sé kallaður saman, að þá er alveg skýrt í mínum huga að dæmin frá því í sumar kalla á það að þetta fólk sendi núverandi ráðherra fyrir landsdóm." Alþingi var sett í gær undir drumbuslætti á Austurvelli. En hvernig líst formanni Sjálfstæðisflokksins á komandi þing? „Þetta eru erfiðir tímar í stjórnmálunum en við munum standa þá af okkur og hefja okkur yfir þetta svað sem hér hefur skapast og stjórnmálin hafa verið dregin inn í. Við ætlum ekki að taka þátt í því," segir Bjarni.
Landsdómur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira