The Wire og Ray Ban geta leitt til meirihlutasamstarfs Hafsteinn Hauksson skrifar 29. maí 2010 12:18 Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. Nýjustu kannanir á fylgi flokkanna í Reykjavík benda til þess að enginn þeirra nái hreinum meirihluta í borgarstjórn. Ef sú verður raunin stendur upp á formenn flokkanna að mynda meirihlutasamstarf tveggja eða fleiri flokka. Núverandi borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir úr Sjálfstæðisflokki, segist ekki eiga sér neinn óskameirihluta og treystir sér til að vinna með öllum mótframbjóðendunum. Þeir eru hins vegar ekki allir tilbúnir að vinna með henni, en Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa frí. Sóley Tómasdóttir, Vinstri grænum, segir stefnu Sjálfstæðisflokks og síns flokks illsamræmanlega. Einar Skúlason, Framsókn, segist ekki útiloka neinn og er tilbúinn að vinna með öðrum með svipaðar áherslur. Sömu svör gefur Haraldur Baldursson úr Frjálslyndum. Baldvin Jónsson úr Reykjavíkurframboðinu segir að sér þætti mjög heillandi að starfa með Besta flokknum að því að koma á nýrri pólitík í Reykjavík. Það er þá eins gott að hann horfi á sjónvarpsþáttinn The Wire og eigi Ray Ban sólgleraugu, því það eru einu ófrávíkjanlegu skilyrði Jóns Gnarrs úr Besta flokknum fyrir samstarfi. Eini maðurinn sem segist nákvæmlega sama hvort hann verði með í meirihluta eða starfi áfram í minnihluta er Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans, sem segist einfaldlega standa fyrir sín málefni. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ekki er útlit fyrir annað en að tveir eða fleiri flokkar myndi meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur að kosningum loknum. Nýjustu kannanir á fylgi flokkanna í Reykjavík benda til þess að enginn þeirra nái hreinum meirihluta í borgarstjórn. Ef sú verður raunin stendur upp á formenn flokkanna að mynda meirihlutasamstarf tveggja eða fleiri flokka. Núverandi borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir úr Sjálfstæðisflokki, segist ekki eiga sér neinn óskameirihluta og treystir sér til að vinna með öllum mótframbjóðendunum. Þeir eru hins vegar ekki allir tilbúnir að vinna með henni, en Dagur B. Eggertsson, Samfylkingu segir Sjálfstæðisflokkinn þurfa frí. Sóley Tómasdóttir, Vinstri grænum, segir stefnu Sjálfstæðisflokks og síns flokks illsamræmanlega. Einar Skúlason, Framsókn, segist ekki útiloka neinn og er tilbúinn að vinna með öðrum með svipaðar áherslur. Sömu svör gefur Haraldur Baldursson úr Frjálslyndum. Baldvin Jónsson úr Reykjavíkurframboðinu segir að sér þætti mjög heillandi að starfa með Besta flokknum að því að koma á nýrri pólitík í Reykjavík. Það er þá eins gott að hann horfi á sjónvarpsþáttinn The Wire og eigi Ray Ban sólgleraugu, því það eru einu ófrávíkjanlegu skilyrði Jóns Gnarrs úr Besta flokknum fyrir samstarfi. Eini maðurinn sem segist nákvæmlega sama hvort hann verði með í meirihluta eða starfi áfram í minnihluta er Ólafur F. Magnússon, oddviti H-listans, sem segist einfaldlega standa fyrir sín málefni.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira