The Men Who Stare at Goats: þrjár stjörnur 30. mars 2010 00:01 George Clooney í hlutverki sínu í The Men Who Stare at Goats. Jedi-riddarar og geitur í ÍrakKvikmyndir *** The Men Who Stare at Goats Leikstjóri: Grant Heslov Aðalhlutverk: George Clooney, Ewan McGregor, Jeff Bridges, Kevin SpaceyHún lætur ekki mikið yfir sér þessi fáránlega vel mannaða og sniðuga gamanmynd þannig að einhvern veginn sér maður fyrir sér að hún muni ekki ná þeirri lýðhylli sem hún á svo sannarlega skilið. Þar fyrir utan er sýrður en mjög svo lýsandi titill hennar sjálfsagt líklegri til þess að fæla fólk frá myndinni heldur en hitt.Auðvitað segir það sig samt sjálft að mynd sem skartar George Clooney, Jeff Bridges, Kevin Spacey og Ewan McGregor getur varla klikkað. Clooney og Bridges eru í algeru toppformi, Spacey gefur þeim lítið eftir og McGregor smellpassar í hlutverk sakleysislegs blaðamanns sem reynir að finna lífi sínu og starfi tilgang eftir að kærastan hans fer frá honum til þess að hefja nýtt líf með einhenta ritstjóranum hans.Blaðamaðurinn bláeygi fer til Íraks þar sem hann ætlar að skrifa eitthvað alveg magnað um stríðið þar í landi. Á meðan hann bíður eftir því að komast inn í stríðshrjáð landið hittir hann hinn mjög svo kúnstuga Lyn Cassady sem Clooney leikur með látlausum tilþrifum en í persónunni mætast sú svala karlmennska, sem Clooney á svo auðvelt með að holdgera, og sú afbygging á þeirri sömu karlmennsku sem Clooney bauð upp á í Burn After Reading þeirra Coen-bræðra.Lyn þessi heldur því fram að hann sé í leynilegum erindagjörðum á vegum bandaríska hersins og upplýsir blaðamanninn um að hann sé meðlimur í sérsveit sem nefnist Jedi Warriors sem ætlað sé að boða frið og berjist ekki með vopnum heldur hugarorkunni. Blaðamaðurinn sér frétt í þessum undarlega hermanni og ákveður að slást í för með honum og með samtölum þeirra fáum við svo að kynnast Bill Django, heilanum á bak við friðsömu hermennina.Jeff Bridges fer á sínum alkunnu kostum í hlutverki Django sem verður fyrir áfalli í Víetnam og byrjar eftir það að leita leiða til þess að friðvæða herinn. Hann hangir árum saman með alls konar hippalýð og blómabörnum og dettur svo niður á Jedi-lausnina og kjaftar sig inn á herforingja sem leyfa honum að mynda hersveit hugarorkuriddara. Þar var Lyn fremstur meðal jafningja þar til deildin var leyst upp en hann hefur engu gleymt, eða kannski öllu, það er ekki gott að segja en þeir félagar þurfa að yfirstíga ýmsar hindranir á leið sinni að uppgjöri við fortíðina og yfirbót manns sem drap geit með því að horfa á hana.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Gríðarlega sterkur og góður leikarahópur fer á kostum í látlausri og ósköp gáfulegri gamanmynd um hippalega tilraun til að friðvæða Bandaríkjaher sem endar í uppgjöri í miðju Íraksstríðinu. Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Jedi-riddarar og geitur í ÍrakKvikmyndir *** The Men Who Stare at Goats Leikstjóri: Grant Heslov Aðalhlutverk: George Clooney, Ewan McGregor, Jeff Bridges, Kevin SpaceyHún lætur ekki mikið yfir sér þessi fáránlega vel mannaða og sniðuga gamanmynd þannig að einhvern veginn sér maður fyrir sér að hún muni ekki ná þeirri lýðhylli sem hún á svo sannarlega skilið. Þar fyrir utan er sýrður en mjög svo lýsandi titill hennar sjálfsagt líklegri til þess að fæla fólk frá myndinni heldur en hitt.Auðvitað segir það sig samt sjálft að mynd sem skartar George Clooney, Jeff Bridges, Kevin Spacey og Ewan McGregor getur varla klikkað. Clooney og Bridges eru í algeru toppformi, Spacey gefur þeim lítið eftir og McGregor smellpassar í hlutverk sakleysislegs blaðamanns sem reynir að finna lífi sínu og starfi tilgang eftir að kærastan hans fer frá honum til þess að hefja nýtt líf með einhenta ritstjóranum hans.Blaðamaðurinn bláeygi fer til Íraks þar sem hann ætlar að skrifa eitthvað alveg magnað um stríðið þar í landi. Á meðan hann bíður eftir því að komast inn í stríðshrjáð landið hittir hann hinn mjög svo kúnstuga Lyn Cassady sem Clooney leikur með látlausum tilþrifum en í persónunni mætast sú svala karlmennska, sem Clooney á svo auðvelt með að holdgera, og sú afbygging á þeirri sömu karlmennsku sem Clooney bauð upp á í Burn After Reading þeirra Coen-bræðra.Lyn þessi heldur því fram að hann sé í leynilegum erindagjörðum á vegum bandaríska hersins og upplýsir blaðamanninn um að hann sé meðlimur í sérsveit sem nefnist Jedi Warriors sem ætlað sé að boða frið og berjist ekki með vopnum heldur hugarorkunni. Blaðamaðurinn sér frétt í þessum undarlega hermanni og ákveður að slást í för með honum og með samtölum þeirra fáum við svo að kynnast Bill Django, heilanum á bak við friðsömu hermennina.Jeff Bridges fer á sínum alkunnu kostum í hlutverki Django sem verður fyrir áfalli í Víetnam og byrjar eftir það að leita leiða til þess að friðvæða herinn. Hann hangir árum saman með alls konar hippalýð og blómabörnum og dettur svo niður á Jedi-lausnina og kjaftar sig inn á herforingja sem leyfa honum að mynda hersveit hugarorkuriddara. Þar var Lyn fremstur meðal jafningja þar til deildin var leyst upp en hann hefur engu gleymt, eða kannski öllu, það er ekki gott að segja en þeir félagar þurfa að yfirstíga ýmsar hindranir á leið sinni að uppgjöri við fortíðina og yfirbót manns sem drap geit með því að horfa á hana.Þórarinn ÞórarinssonNiðurstaða: Gríðarlega sterkur og góður leikarahópur fer á kostum í látlausri og ósköp gáfulegri gamanmynd um hippalega tilraun til að friðvæða Bandaríkjaher sem endar í uppgjöri í miðju Íraksstríðinu.
Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira