Kafarar kanna skemmdir á Goðafossi 18. febrúar 2011 15:39 MYND/AFP Undirbúningur er hafinn að því að dæla olíunni sem eftir er í Goðafossi úr skipinu. Eins og komið hefur fram hafa sérfræðingar náð að stöðva olíulekann úr skipinu sem strandaði nokkrar sjómílur út af Fredriksstad í Noregi. Kafarar eru þessa stundina að kanna skemmdir á skipinu en það situr fast á skeri um 100-200 metra frá landi. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips segir að fyrirtækið vinni að rannsókn málsins og björgun á slysstað í nánu samstarfi við norsk stjórnvöld, strandgæslu og yfirstjórn umhverfismála samkvæmt þeim upplýsingum sem tiltækar frá strandsstað. „Um 800 tonn af olíu eru um borð í Goðafossi. Tvær flotgirðingar hafa verið settar upp í kringum strandstaðinn og er sænska strandgæslan á leiðinni á staðinn með þriðju girðinguna til að hindra enn frekar dreifingu olíu," segir ennfremur. Norska strandgæslan hefur yfirumsjón með aðgerðum sem snúa að verndun náttúrunnar á staðnum. Um 430 gámar eru um borð í Goðafossi og verið er að meta hvort og hvernær gámarnir verða fluttir frá borði. Fréttir Tengdar fréttir Goðafoss strandar: Reyna að hefta olíuflekkinn Olía lekur úr flutningaskipinu Goðafossi, sem strandaði við Fredrikstad í Noregi í gærkvöldi, og hefur norska strandgæslan komið upp flotgirðingu umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíuflekksins. 18. febrúar 2011 07:56 Lekinn úr Goðafossi hefur stöðvast Svo virðist vera sem olíulekinn í Goðafossi hafi stöðvast. Þetta kom fram í máli stjórnanda björgunaraðgerðanna í dag en Goðafoss strandaði í Oslófirði í gærkvöldi. Olían sem lak úr skipinu hefur nú náð landi á tveimur stöðum, á Akeroya og á Vikertangen á Asmalöy. Norsku strandgæslunni hefur verið hrósað fyrir góðan viðbragðstíma, en olíugirðingar voru komnar umhverfis skipið sex tímum eftir strandið. 18. febrúar 2011 14:28 Goðafoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf. 18. febrúar 2011 08:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Undirbúningur er hafinn að því að dæla olíunni sem eftir er í Goðafossi úr skipinu. Eins og komið hefur fram hafa sérfræðingar náð að stöðva olíulekann úr skipinu sem strandaði nokkrar sjómílur út af Fredriksstad í Noregi. Kafarar eru þessa stundina að kanna skemmdir á skipinu en það situr fast á skeri um 100-200 metra frá landi. Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips segir að fyrirtækið vinni að rannsókn málsins og björgun á slysstað í nánu samstarfi við norsk stjórnvöld, strandgæslu og yfirstjórn umhverfismála samkvæmt þeim upplýsingum sem tiltækar frá strandsstað. „Um 800 tonn af olíu eru um borð í Goðafossi. Tvær flotgirðingar hafa verið settar upp í kringum strandstaðinn og er sænska strandgæslan á leiðinni á staðinn með þriðju girðinguna til að hindra enn frekar dreifingu olíu," segir ennfremur. Norska strandgæslan hefur yfirumsjón með aðgerðum sem snúa að verndun náttúrunnar á staðnum. Um 430 gámar eru um borð í Goðafossi og verið er að meta hvort og hvernær gámarnir verða fluttir frá borði.
Fréttir Tengdar fréttir Goðafoss strandar: Reyna að hefta olíuflekkinn Olía lekur úr flutningaskipinu Goðafossi, sem strandaði við Fredrikstad í Noregi í gærkvöldi, og hefur norska strandgæslan komið upp flotgirðingu umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíuflekksins. 18. febrúar 2011 07:56 Lekinn úr Goðafossi hefur stöðvast Svo virðist vera sem olíulekinn í Goðafossi hafi stöðvast. Þetta kom fram í máli stjórnanda björgunaraðgerðanna í dag en Goðafoss strandaði í Oslófirði í gærkvöldi. Olían sem lak úr skipinu hefur nú náð landi á tveimur stöðum, á Akeroya og á Vikertangen á Asmalöy. Norsku strandgæslunni hefur verið hrósað fyrir góðan viðbragðstíma, en olíugirðingar voru komnar umhverfis skipið sex tímum eftir strandið. 18. febrúar 2011 14:28 Goðafoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf. 18. febrúar 2011 08:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Goðafoss strandar: Reyna að hefta olíuflekkinn Olía lekur úr flutningaskipinu Goðafossi, sem strandaði við Fredrikstad í Noregi í gærkvöldi, og hefur norska strandgæslan komið upp flotgirðingu umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíuflekksins. 18. febrúar 2011 07:56
Lekinn úr Goðafossi hefur stöðvast Svo virðist vera sem olíulekinn í Goðafossi hafi stöðvast. Þetta kom fram í máli stjórnanda björgunaraðgerðanna í dag en Goðafoss strandaði í Oslófirði í gærkvöldi. Olían sem lak úr skipinu hefur nú náð landi á tveimur stöðum, á Akeroya og á Vikertangen á Asmalöy. Norsku strandgæslunni hefur verið hrósað fyrir góðan viðbragðstíma, en olíugirðingar voru komnar umhverfis skipið sex tímum eftir strandið. 18. febrúar 2011 14:28
Goðafoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf. 18. febrúar 2011 08:00