Olían úr Goðafossi hefur náð landi 18. febrúar 2011 11:16 MYND/AFP Olían úr Goðafossi hefur náð landi við Akeröya í Noregi. Björgunarstörf eru í fullum gangi við að hreinsa olíuna sem lekið hefur úr skipinu frá því það strandaði í gærkvöldi. Öll áhersla er nú lögð á að koma í veg fyrir mengunarslys. Sænska strandgæslan leggur þeirri norsku lið við björgunarstarfið, en svæðið er friðaður þjóðgarður. Gat rifnaði á báða olíugeyma skipsins og hefur svartolía lekið úr því síðan. Hátt í 800 tonn voru af brennsluolíu um borð þegar skipið strandaði, en ekki er vitað hversu mikið hefur lekið út. Tvöföld flotgirðing er nú umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíunnar og er verið að setja þá þriðju til öryggis. Þá er olíu stöðugt dælt upp í þartilgerða báta, en ekki er ljóst hvort olía hefur náð til strandar. Ekkert amar að 14 manna íslenskri áhöfn skipsins, sem enn er um borð, en gott veður er á svæðinu og áhöfninni engin hætta búin. Hátt í 500 vörugámar eru í skipinu. Skipið, sem er 165 metra langt gámaskip og mælist 17 þúsund tonn að stærð, er í eigu Eimskips, en skráð í St Johns. Um leið og olíulekinn hefur verið stöðavður, verður ráðist í að hífa alla gámana yfir á annað skip, og síðan verður öflugum drátatrbátum beitt við að ná skipinu á flot, en það er nú fast skorðað á skerjunum og hallast sjö gráður á bakborða. Ekki er enn vitað um orsakir strandsins, en sjópróf verða síðdegis eða á morgun. Hafnsögumaður var nýfarinn frá borði þegar skipið strandaði. Fréttir Tengdar fréttir Goðafoss strandar: Reyna að hefta olíuflekkinn Olía lekur úr flutningaskipinu Goðafossi, sem strandaði við Fredrikstad í Noregi í gærkvöldi, og hefur norska strandgæslan komið upp flotgirðingu umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíuflekksins. 18. febrúar 2011 07:56 Um 450 gámar um borð í Goðafossi Um 450 gámar eru um borð í Goðafossi og segir Ólafur William Hand, markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip, að ekki sé vitað nákvæmlega hvað sé í gámunum en það sé mestmegnis nytjavara. 17. febrúar 2011 22:16 Goðafoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf. 18. febrúar 2011 08:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Olían úr Goðafossi hefur náð landi við Akeröya í Noregi. Björgunarstörf eru í fullum gangi við að hreinsa olíuna sem lekið hefur úr skipinu frá því það strandaði í gærkvöldi. Öll áhersla er nú lögð á að koma í veg fyrir mengunarslys. Sænska strandgæslan leggur þeirri norsku lið við björgunarstarfið, en svæðið er friðaður þjóðgarður. Gat rifnaði á báða olíugeyma skipsins og hefur svartolía lekið úr því síðan. Hátt í 800 tonn voru af brennsluolíu um borð þegar skipið strandaði, en ekki er vitað hversu mikið hefur lekið út. Tvöföld flotgirðing er nú umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíunnar og er verið að setja þá þriðju til öryggis. Þá er olíu stöðugt dælt upp í þartilgerða báta, en ekki er ljóst hvort olía hefur náð til strandar. Ekkert amar að 14 manna íslenskri áhöfn skipsins, sem enn er um borð, en gott veður er á svæðinu og áhöfninni engin hætta búin. Hátt í 500 vörugámar eru í skipinu. Skipið, sem er 165 metra langt gámaskip og mælist 17 þúsund tonn að stærð, er í eigu Eimskips, en skráð í St Johns. Um leið og olíulekinn hefur verið stöðavður, verður ráðist í að hífa alla gámana yfir á annað skip, og síðan verður öflugum drátatrbátum beitt við að ná skipinu á flot, en það er nú fast skorðað á skerjunum og hallast sjö gráður á bakborða. Ekki er enn vitað um orsakir strandsins, en sjópróf verða síðdegis eða á morgun. Hafnsögumaður var nýfarinn frá borði þegar skipið strandaði.
Fréttir Tengdar fréttir Goðafoss strandar: Reyna að hefta olíuflekkinn Olía lekur úr flutningaskipinu Goðafossi, sem strandaði við Fredrikstad í Noregi í gærkvöldi, og hefur norska strandgæslan komið upp flotgirðingu umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíuflekksins. 18. febrúar 2011 07:56 Um 450 gámar um borð í Goðafossi Um 450 gámar eru um borð í Goðafossi og segir Ólafur William Hand, markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip, að ekki sé vitað nákvæmlega hvað sé í gámunum en það sé mestmegnis nytjavara. 17. febrúar 2011 22:16 Goðafoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf. 18. febrúar 2011 08:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Goðafoss strandar: Reyna að hefta olíuflekkinn Olía lekur úr flutningaskipinu Goðafossi, sem strandaði við Fredrikstad í Noregi í gærkvöldi, og hefur norska strandgæslan komið upp flotgirðingu umhverfis skipið til að hefta útbreiðslu olíuflekksins. 18. febrúar 2011 07:56
Um 450 gámar um borð í Goðafossi Um 450 gámar eru um borð í Goðafossi og segir Ólafur William Hand, markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Eimskip, að ekki sé vitað nákvæmlega hvað sé í gámunum en það sé mestmegnis nytjavara. 17. febrúar 2011 22:16
Goðafoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði Yfir fjögurra kílómetra breiður olíuflekkur úr Goðafossi ógnar nú tilveru Ytre Hvaler þjóðgarðarins í Östfold skerjagarðinum. Um er að ræða eina sjávarþjóðgarð heimsins en þar er að finna einstakt sjávar- og stranddýralíf. 18. febrúar 2011 08:00