Messi tryggði Barcelona sigur gegn tíu mönnum Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2011 18:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á erkifjendum sínum í Real Madrid á Santiago Bernabéu í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Real-liðið lék manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Pepe fékk beint rautt spjald og í kjölfarið var Jose Mourinho, þjálfari liðsins, rekinn upp í stúku. Lionel Messi sýndi enn á ný snilli sína með því að skora tvö mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins en í seinna markinu labbaði hann í gegn vörn Real Madrid. Það stefnir því allt í að Barcelona og Manchester United mætist í úrslitaleiknum á Wembley en bæði lið fara heim með 2-0 forskot eftir flotta útisigra. Seinni leikirnir fara fram strax í næstu viku. Það var ljóst frá upphafi leiksins að Real Madrid liðið ætlaði að leyfa Barcelona að vera með boltann en reyna síðan að sækja hratt við hvert tækifæri. Barcelona-liðið tók hinsvegar enga áhættu heldur og voru alveg tilbúnir að dóla með boltann. Fyrir vikið var fyrri hálfleikurinn afar bragðdaufur. Barcelona-maðurinn David Villa fékk fyrsta færi leiksins á 11. mínútu þegar hann átti gott skot sem fór rétt framhjá marki Real Madrid. Xavi fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp í gegn á 25. mínútu eftir laglegan samleik við Lionel Messi en Iker Casillas varði frá honum. Cristinano Ronaldo komst næst því að skora hjá Real Madrid í hálfleiknum þegar Victor Valdes varði frá honum þrumuskot af löngu færi í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var oft við það að sjóða upp úr í fyrri hálfleiknum og það þurfti líka að ganga á milli liðanna á leið sinni til búningsklefa í hálfleik. Það var þó einkennandi fyrir þessi "uppþot" leikmanna að það var verið að gera mikið úr litlu sem engu. José Manuel Pinto, varamarkvörður Bracelona, nældi sé hinsvegar í rautt spjald í látunum í hálfleiknum og Barcelona var því varamarkvarðarlaust í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo komst í ágæta stöðu í teignum á 51. mínútu en Carles Puyol gerði vel í að loka á hann og komast að lokum fyrir skotið. Real Madrid varð fyrir miklu áfalli á 61. mínútu þegar Pepe fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Daniel Alves. Þetta var mjög harður dómur og Jose Mourinho var allt annað en sáttur. Portúgalski þjálfarinn var að lokum rekinn upp í stúku. Barcelona náði síðan að skora á 76. mínútu þegar Lionel Messi skoraði af stuttu færi eftir undirbúning frá varamanninum Ibrahim Afellay. Messi hóf sóknina en stakk sér síðan inn á teiginn og kom boltanum framhjá Iker Casillas. Lionel Messi innsiglaði sigurinn á 87. mínútu þegar hann labbaði í gegnum vörn Real og skoraði sitt 52. mark á tímabilinu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Sjá meira
Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á erkifjendum sínum í Real Madrid á Santiago Bernabéu í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Real-liðið lék manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Pepe fékk beint rautt spjald og í kjölfarið var Jose Mourinho, þjálfari liðsins, rekinn upp í stúku. Lionel Messi sýndi enn á ný snilli sína með því að skora tvö mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins en í seinna markinu labbaði hann í gegn vörn Real Madrid. Það stefnir því allt í að Barcelona og Manchester United mætist í úrslitaleiknum á Wembley en bæði lið fara heim með 2-0 forskot eftir flotta útisigra. Seinni leikirnir fara fram strax í næstu viku. Það var ljóst frá upphafi leiksins að Real Madrid liðið ætlaði að leyfa Barcelona að vera með boltann en reyna síðan að sækja hratt við hvert tækifæri. Barcelona-liðið tók hinsvegar enga áhættu heldur og voru alveg tilbúnir að dóla með boltann. Fyrir vikið var fyrri hálfleikurinn afar bragðdaufur. Barcelona-maðurinn David Villa fékk fyrsta færi leiksins á 11. mínútu þegar hann átti gott skot sem fór rétt framhjá marki Real Madrid. Xavi fékk besta færi fyrri hálfleiksins þegar hann slapp í gegn á 25. mínútu eftir laglegan samleik við Lionel Messi en Iker Casillas varði frá honum. Cristinano Ronaldo komst næst því að skora hjá Real Madrid í hálfleiknum þegar Victor Valdes varði frá honum þrumuskot af löngu færi í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var oft við það að sjóða upp úr í fyrri hálfleiknum og það þurfti líka að ganga á milli liðanna á leið sinni til búningsklefa í hálfleik. Það var þó einkennandi fyrir þessi "uppþot" leikmanna að það var verið að gera mikið úr litlu sem engu. José Manuel Pinto, varamarkvörður Bracelona, nældi sé hinsvegar í rautt spjald í látunum í hálfleiknum og Barcelona var því varamarkvarðarlaust í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo komst í ágæta stöðu í teignum á 51. mínútu en Carles Puyol gerði vel í að loka á hann og komast að lokum fyrir skotið. Real Madrid varð fyrir miklu áfalli á 61. mínútu þegar Pepe fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Daniel Alves. Þetta var mjög harður dómur og Jose Mourinho var allt annað en sáttur. Portúgalski þjálfarinn var að lokum rekinn upp í stúku. Barcelona náði síðan að skora á 76. mínútu þegar Lionel Messi skoraði af stuttu færi eftir undirbúning frá varamanninum Ibrahim Afellay. Messi hóf sóknina en stakk sér síðan inn á teiginn og kom boltanum framhjá Iker Casillas. Lionel Messi innsiglaði sigurinn á 87. mínútu þegar hann labbaði í gegnum vörn Real og skoraði sitt 52. mark á tímabilinu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Fleiri fréttir Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Sjá meira