Stjarnan rændi heilu handboltaliði frá okkur á einni nóttu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2011 15:57 Tite Kalandadze í leik með Stjörnunni. Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hefur kvennalið Stjörnunnar dregið sig úr keppni í efstu deild kvenna á komandi tímabili. Í yfirlýsingu frá Stjörnunni í gær kom meðal annars fram óánægja með ónafngreind íslensk félög í samskiptum við leikmenn Garðbæinga. „Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn," segir í yfirlýsingunni. Elísabet Gunnarsdóttir gekk nýverið til liðs við Fram auk þess sem Florentina Stancia á í viðræðum við ÍBV. Magnús Bragason, formaður handknattleiksráðs ÍBV segir félagið saklaust af því að brjóta lög og reglur HSÍ og ekki sé mögulegt að Stjarnan sé óánægt með Eyjamenn. „Nei, það getur ekki verið. Það er útilokað vegna þess að við höfum ekki rætt við samningsbundna leikmenn hjá þeim. Ekki fyrr en Stjarnan gaf út að félagið yrði ekki með. Við munum örugglega heyra í öðrum stelpum hvort þær vilji koma en engar aðrar samningaviðræður eru í gangi en við Florentinu," segir Magnús. Magnús segir vel geta verið að Reykjavíkurfélög hafi verið að trufla starf Garðbæinga en Eyjamenn séu saklausir. Florentina hafi sett sig í samband við ÍBV eftir að ljóst var í hvað stefndi í Garðabænum. „Mér finnst þetta óttalegur væll í þeim því ég man eftir því þegar þeir rændu heilu handboltaliði frá okkur í Vestmannaeyjum. Þeir gerðu það reyndar með löglegum hætti en ekki drengilegum. Þeir tóku Tite (Kalandadze), Roland Eradze og Florentinu öll eina nóttina," segir Magnús. Ásmundur Jónsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, neitaði að gefa upp hvaða félög Garðbæingar væru ósáttir við þegar Vísir hafði samband við hann í dag. Olís-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira
Formaður handknattleiksráðs ÍBV, Magnús Bragason, segir útilokað að óánægja Stjörnunnar í garð annarra íslenskra félaga eigi við um ÍBV. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hefur kvennalið Stjörnunnar dregið sig úr keppni í efstu deild kvenna á komandi tímabili. Í yfirlýsingu frá Stjörnunni í gær kom meðal annars fram óánægja með ónafngreind íslensk félög í samskiptum við leikmenn Garðbæinga. „Við fögnum því í sjálfu sér, að önnur félög horfi til leikmanna Stjörnunnar þegar nauðsyn er á styrkingu viðkomandi liða, en ítrekum óánægju okkar með að sum félög skuli ekki virða lög og reglur HSÍ um samningsbundna leikmenn," segir í yfirlýsingunni. Elísabet Gunnarsdóttir gekk nýverið til liðs við Fram auk þess sem Florentina Stancia á í viðræðum við ÍBV. Magnús Bragason, formaður handknattleiksráðs ÍBV segir félagið saklaust af því að brjóta lög og reglur HSÍ og ekki sé mögulegt að Stjarnan sé óánægt með Eyjamenn. „Nei, það getur ekki verið. Það er útilokað vegna þess að við höfum ekki rætt við samningsbundna leikmenn hjá þeim. Ekki fyrr en Stjarnan gaf út að félagið yrði ekki með. Við munum örugglega heyra í öðrum stelpum hvort þær vilji koma en engar aðrar samningaviðræður eru í gangi en við Florentinu," segir Magnús. Magnús segir vel geta verið að Reykjavíkurfélög hafi verið að trufla starf Garðbæinga en Eyjamenn séu saklausir. Florentina hafi sett sig í samband við ÍBV eftir að ljóst var í hvað stefndi í Garðabænum. „Mér finnst þetta óttalegur væll í þeim því ég man eftir því þegar þeir rændu heilu handboltaliði frá okkur í Vestmannaeyjum. Þeir gerðu það reyndar með löglegum hætti en ekki drengilegum. Þeir tóku Tite (Kalandadze), Roland Eradze og Florentinu öll eina nóttina," segir Magnús. Ásmundur Jónsson, formaður meistaraflokksráðs kvenna hjá Stjörnunni, neitaði að gefa upp hvaða félög Garðbæingar væru ósáttir við þegar Vísir hafði samband við hann í dag.
Olís-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Sjá meira