Fulham datt út á marki í uppbótartíma - úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2011 12:54 Mynd/Nordic Photos/Getty Enska liðið Fulham féll út úr Evrópudeildinni á dramatískan hátt í kvöld en liðið var á leiðinni í 32 liða úrslitin þar til að Baye Djiby Fall tryggði OB jafntefli á þriðju mínútu í uppbótartíma. Red Bull Salzburg, Besiktas, Lazio og Steaua Búkarest komust einnig í 32 liða úrslitin í kvöld. Fulham var ekki eina þekkta félagið sem datt út í kvöld því það dugði ekki franska liðinu Paris Saint Germain ekki að vinna Athletic Bilbao. Fulham komst í 2-0 á móti danska liðinu OD frá Óðinsvéum og var á leiðinni í 32 liða úrslitin með sigri. Danska liðið minnkaði muninn á 64. mínútu og nýtti sér síðan kraftleysi Fulham-manna í lokin og tryggði sér jafntefli með marki í uppbótartíma. Fulham sat því eftir með sárt ennið og pólska liðið Wisla Krakow komst áfram eftir sigur á toppliði Twente sem var búið að vinna K-riðilinn. Paris Saint Germain sat eftir í F-riðlinum þrátt fyrir 4-2 sigur á toppliði Athletic Bilbao. RB Salzburg vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava og sá sigur skilaði liðinu öðru sætinu í riðlinum. Sigurmark Austurríkismannanna var sjálfsmark Tékkanna. Stoke telfdi fram hálfgerðu varaliði enda komið áfram í 32 liða úrslitin. Ricardo Fuller kom liðinu yfir í 1-0 en Besiktas-liðið skoraði þrjú mörk á síðasta hálftímanum eftir að Matthew Upson var rekinn útaf. Besiktas tryggði sér þar með bæði sæti 32 liða úrslitunum og sigur í E-riðlinum. Ítalska liðið Lazio tryggði sér sæti í 32 liða úrsltinum með 2-0 sigri á Sporting en portúgalska liðið var búið að tryggja sér sigur í D-riðlinum fyrir lokaumferðina.Úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins:D-riðill: (Sporting Lisbonog Laziofóru áfram)18:00 FC Zurich - FC Vaslui 2-0 1-0 Xavier Margairaz (69.), 2-0 Oliver Buff (90.)18:00 Lazio - Sporting Lisbon 2-0 1-0 Libor Kozák (42.), 2-0 Giuseppe Sculli (55.)K-riðill: (Twente og Wisla Krakow fóru áfram)20.05: Wisla Krakow - Twente 2-1 1-0 Lukasz Gargula (12.), 1-1 Luuk De Jong (39.), 2-1 Tzvetan Genkov (46.)20.05: Fulham - OB 2-2 1-0 Clint Dempsey (27.), 2-0 Kerim Frei (31.), 2-1 Hans Henrik Andreasen (64.), 2-2 Baye Djiby Fall (90.+3)E-riðill: (Besiktas og Stokefóru áfram)18.00: Dynamo Kiev - Maccabi Tel Aviv 3-3 1-0 Leandro Almeida (12.), 2-0 Oleg Gusev (17.), 2-1 Omer Vered (49.), 2-2 Eliran Atar (62.), 2-3 Muanes Dabur (75.), 3-3 Oleg Gusev (80.).18.00: Besiktas - Stoke City 3-1 0-1 Ricardo Fuller (29.), 1-1 Manuel Fernandes (59.), 2-1 Mustafa Pektemek (74.), 3-1 Edu (83.).J-riðill: (Schalke 04 og Steaua Búkarest fóru áfram)20.05: Maccabi Haifa - Schalke 0-3 0-1 Sjálfsmark (7.), 0-2 Ciprian Marica (84.), 0-3 Andreas Wiegel (90.)20.05: Staua Búkarest - AEK Larnaca 3-1 1-0 Raul Rusescu (55.), 1-1 Gorka Pintado (61.), 2-1 Stefan Nikolic (70.), 3-1 Stefan Nikolic (85.)F-riðill: (Athletic Bilbao ogSalzburg fóru áfram)18.00: Slovan Bratislava - Salzburg 2-3 1-0 Milos Lacny (3.), 2-0 Milos Lacny (6.), 2-1 Jakob Jantscher (19.), 2-2 Leonardo (24.), 2-3 Sjálfsmark (52.).18.00: PSG - Athletic Bilbao 4-2 0-1 Jon Aurtenetxe (3.), 1-1 Javier Pastore (21.), 2-1 Mathieu Bodmer (41.), 2-2 David López (56.), 3-2 Sjálfmark (85.), 4-2 Guillaume Hoarau (90.)L-riðill: (Anderlecht og Lokomotiv Moskva fóru áfram)20.05: Sturm Graz - AEK Aþena 1-3 0-1 Konstantinos Manolas (10.), 0-2 Nathan Burns (43.), 1-2 Florian Kainz (59.), 1-3 Viktor Klonaridis (77.)20.05: Anderlecht - Lokomotiw Moskva 5-3 0-1 Vladislav Ignatjev (21.), 1-1 Sacha Kljestan (33), 2-1 Fernando Canesin Matos (39.), 3-1 Marcin Wasilewski (57.), 4-1 Matías Suarez (61.), 4-2 Dmitri Sychev (69.), 5-2 Guillaume Gillet (78.), 5-3 Dmitri Sychev (89.). Evrópudeild UEFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
Enska liðið Fulham féll út úr Evrópudeildinni á dramatískan hátt í kvöld en liðið var á leiðinni í 32 liða úrslitin þar til að Baye Djiby Fall tryggði OB jafntefli á þriðju mínútu í uppbótartíma. Red Bull Salzburg, Besiktas, Lazio og Steaua Búkarest komust einnig í 32 liða úrslitin í kvöld. Fulham var ekki eina þekkta félagið sem datt út í kvöld því það dugði ekki franska liðinu Paris Saint Germain ekki að vinna Athletic Bilbao. Fulham komst í 2-0 á móti danska liðinu OD frá Óðinsvéum og var á leiðinni í 32 liða úrslitin með sigri. Danska liðið minnkaði muninn á 64. mínútu og nýtti sér síðan kraftleysi Fulham-manna í lokin og tryggði sér jafntefli með marki í uppbótartíma. Fulham sat því eftir með sárt ennið og pólska liðið Wisla Krakow komst áfram eftir sigur á toppliði Twente sem var búið að vinna K-riðilinn. Paris Saint Germain sat eftir í F-riðlinum þrátt fyrir 4-2 sigur á toppliði Athletic Bilbao. RB Salzburg vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava og sá sigur skilaði liðinu öðru sætinu í riðlinum. Sigurmark Austurríkismannanna var sjálfsmark Tékkanna. Stoke telfdi fram hálfgerðu varaliði enda komið áfram í 32 liða úrslitin. Ricardo Fuller kom liðinu yfir í 1-0 en Besiktas-liðið skoraði þrjú mörk á síðasta hálftímanum eftir að Matthew Upson var rekinn útaf. Besiktas tryggði sér þar með bæði sæti 32 liða úrslitunum og sigur í E-riðlinum. Ítalska liðið Lazio tryggði sér sæti í 32 liða úrsltinum með 2-0 sigri á Sporting en portúgalska liðið var búið að tryggja sér sigur í D-riðlinum fyrir lokaumferðina.Úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins:D-riðill: (Sporting Lisbonog Laziofóru áfram)18:00 FC Zurich - FC Vaslui 2-0 1-0 Xavier Margairaz (69.), 2-0 Oliver Buff (90.)18:00 Lazio - Sporting Lisbon 2-0 1-0 Libor Kozák (42.), 2-0 Giuseppe Sculli (55.)K-riðill: (Twente og Wisla Krakow fóru áfram)20.05: Wisla Krakow - Twente 2-1 1-0 Lukasz Gargula (12.), 1-1 Luuk De Jong (39.), 2-1 Tzvetan Genkov (46.)20.05: Fulham - OB 2-2 1-0 Clint Dempsey (27.), 2-0 Kerim Frei (31.), 2-1 Hans Henrik Andreasen (64.), 2-2 Baye Djiby Fall (90.+3)E-riðill: (Besiktas og Stokefóru áfram)18.00: Dynamo Kiev - Maccabi Tel Aviv 3-3 1-0 Leandro Almeida (12.), 2-0 Oleg Gusev (17.), 2-1 Omer Vered (49.), 2-2 Eliran Atar (62.), 2-3 Muanes Dabur (75.), 3-3 Oleg Gusev (80.).18.00: Besiktas - Stoke City 3-1 0-1 Ricardo Fuller (29.), 1-1 Manuel Fernandes (59.), 2-1 Mustafa Pektemek (74.), 3-1 Edu (83.).J-riðill: (Schalke 04 og Steaua Búkarest fóru áfram)20.05: Maccabi Haifa - Schalke 0-3 0-1 Sjálfsmark (7.), 0-2 Ciprian Marica (84.), 0-3 Andreas Wiegel (90.)20.05: Staua Búkarest - AEK Larnaca 3-1 1-0 Raul Rusescu (55.), 1-1 Gorka Pintado (61.), 2-1 Stefan Nikolic (70.), 3-1 Stefan Nikolic (85.)F-riðill: (Athletic Bilbao ogSalzburg fóru áfram)18.00: Slovan Bratislava - Salzburg 2-3 1-0 Milos Lacny (3.), 2-0 Milos Lacny (6.), 2-1 Jakob Jantscher (19.), 2-2 Leonardo (24.), 2-3 Sjálfsmark (52.).18.00: PSG - Athletic Bilbao 4-2 0-1 Jon Aurtenetxe (3.), 1-1 Javier Pastore (21.), 2-1 Mathieu Bodmer (41.), 2-2 David López (56.), 3-2 Sjálfmark (85.), 4-2 Guillaume Hoarau (90.)L-riðill: (Anderlecht og Lokomotiv Moskva fóru áfram)20.05: Sturm Graz - AEK Aþena 1-3 0-1 Konstantinos Manolas (10.), 0-2 Nathan Burns (43.), 1-2 Florian Kainz (59.), 1-3 Viktor Klonaridis (77.)20.05: Anderlecht - Lokomotiw Moskva 5-3 0-1 Vladislav Ignatjev (21.), 1-1 Sacha Kljestan (33), 2-1 Fernando Canesin Matos (39.), 3-1 Marcin Wasilewski (57.), 4-1 Matías Suarez (61.), 4-2 Dmitri Sychev (69.), 5-2 Guillaume Gillet (78.), 5-3 Dmitri Sychev (89.).
Evrópudeild UEFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira