Icesave snýr stjórnlagaþingi 23. febrúar 2011 07:00 Flest bendir til að nefnd um framhald stjórnarskrárbreytinga leggi til að þeir 25 sem kjörnir voru til setu á stjórnlagaþing verði skipaðir í stjórnlagaráð. Það verði Alþingi ráðgefandi um breytingar á stjórnarskránni. Ákvörðun forsetans um að vísa Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hleypti upp áformum nefndarinnar. Á föstudag var meirihluti nefndarinnar eindregið þeirrar skoðunar að legga bæri til að fram færi uppkosning – að kosið yrði á ný á milli þeirra sem buðu sig fram í kosningunni í nóvember – þótt fulltrúi Vinstri grænna hefði haft fyrirvara á vegna kostnaðar. Ákvörðun forseta á sunnudag varð til þess að meirihluti nefndarinnar lítur ekki lengur á uppkosningu sem vænlegan kost. Ómögulegt sé að reka tvenns konar kosningabaráttu samtímis, það er að fjalla um kosti og galla Icesave-laganna og framboð til stjórnlagaþings. Meðal þess fyrsta sem forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu eftir að ákvörðun forseta lá fyrir var að hugsanlega bæri að kjósa til stjórnlagaþings samhliða Icesave. Sú yfirlýsing kom stjórnlagaþingsnefndinni á óvart og þykja, samkvæmt samtölum Fréttablaðsins við nefndarmenn, óheppileg inngrip í störf hennar. En hvað sem þeim líður virðist meirihluti nefndarinnar þeirrar skoðunar að í ljósi aðstæðna beri að leggja til við þing og ríkisstjórn að skipað verði stjórnlagaráð til að fjalla um breytingar á stjórnarskrá. Reynt verður að ná sátt um málið á fundi stjórnlagaþingsnefndarinnar klukkan fimm í dag. Ef það tekst ekki verður málið afgreitt í ágreiningi á fimmtudag. Nefndin er einungis ráðgefandi og það er Alþingis að taka ákvörðun um afdrif málsins. Færi svo að Alþingi ákvæði að kosið skyldi að nýju til stjórnlagaþings stæði eftir að ákveða hvenær. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa sagt borðleggjandi að gera það samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að stjórnarliðar telji það nú hæpinn möguleika, ekki síst vegna harðrar andstöðu sjálfstæðismanna við þá hugmynd, sem kom meðal annars skýrt í ljós á Alþingi í gær. Til að kjósa á ný til stjórnlagaþings þyrfti að breyta lögum um stjórnlagaþing frá í fyrrasumar. Stjórnarliðar óttast að sjálfstæðismenn myndu tefja þá lagabreytingu nógu lengi til að hún tækist ekki í tíma.- bþs, sh Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Flest bendir til að nefnd um framhald stjórnarskrárbreytinga leggi til að þeir 25 sem kjörnir voru til setu á stjórnlagaþing verði skipaðir í stjórnlagaráð. Það verði Alþingi ráðgefandi um breytingar á stjórnarskránni. Ákvörðun forsetans um að vísa Icesave-málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu hleypti upp áformum nefndarinnar. Á föstudag var meirihluti nefndarinnar eindregið þeirrar skoðunar að legga bæri til að fram færi uppkosning – að kosið yrði á ný á milli þeirra sem buðu sig fram í kosningunni í nóvember – þótt fulltrúi Vinstri grænna hefði haft fyrirvara á vegna kostnaðar. Ákvörðun forseta á sunnudag varð til þess að meirihluti nefndarinnar lítur ekki lengur á uppkosningu sem vænlegan kost. Ómögulegt sé að reka tvenns konar kosningabaráttu samtímis, það er að fjalla um kosti og galla Icesave-laganna og framboð til stjórnlagaþings. Meðal þess fyrsta sem forystumenn ríkisstjórnarinnar sögðu eftir að ákvörðun forseta lá fyrir var að hugsanlega bæri að kjósa til stjórnlagaþings samhliða Icesave. Sú yfirlýsing kom stjórnlagaþingsnefndinni á óvart og þykja, samkvæmt samtölum Fréttablaðsins við nefndarmenn, óheppileg inngrip í störf hennar. En hvað sem þeim líður virðist meirihluti nefndarinnar þeirrar skoðunar að í ljósi aðstæðna beri að leggja til við þing og ríkisstjórn að skipað verði stjórnlagaráð til að fjalla um breytingar á stjórnarskrá. Reynt verður að ná sátt um málið á fundi stjórnlagaþingsnefndarinnar klukkan fimm í dag. Ef það tekst ekki verður málið afgreitt í ágreiningi á fimmtudag. Nefndin er einungis ráðgefandi og það er Alþingis að taka ákvörðun um afdrif málsins. Færi svo að Alþingi ákvæði að kosið skyldi að nýju til stjórnlagaþings stæði eftir að ákveða hvenær. Forystumenn stjórnarflokkanna hafa sagt borðleggjandi að gera það samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að stjórnarliðar telji það nú hæpinn möguleika, ekki síst vegna harðrar andstöðu sjálfstæðismanna við þá hugmynd, sem kom meðal annars skýrt í ljós á Alþingi í gær. Til að kjósa á ný til stjórnlagaþings þyrfti að breyta lögum um stjórnlagaþing frá í fyrrasumar. Stjórnarliðar óttast að sjálfstæðismenn myndu tefja þá lagabreytingu nógu lengi til að hún tækist ekki í tíma.- bþs, sh
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira