Rukka í göng uns kostnaði er öllum náð 15. mars 2011 06:30 Göngin undir Vaðlaheiði eiga að vera 7,5 kílómetrar og stytta leiðina úr Eyjafirði yfir í Fnjóskadal, og þar með hringveginn, um sextán kílómetra. Þau eiga að vera tilbúin í árslok 2014. „Ef ekki tekst að greiða göngin niður á þeim 25 árum sem lagt er upp með verður veggjaldið einfaldlega rukkað lengur," segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, sem hafnar efasemdum Félags íslenskra bifreiðaeigenda vegna fyrirhugaðra jarðganga undir Vaðlaheiði. FÍB telur að kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði að minnsta kosti fjórum milljörðum króna hærri en þeir 10,4 milljarðar sem gert er ráð fyrir. Reiknað sé með allt of lágum vöxtum. Umferð um göngin verði minni en spáð sé og dýrara veggjald þurfi en áætlað er. Mannvirkið muni ekki standa undir sér og kostnaðurinn lenda á skattgreiðendum, sem þannig verði af öðrum brýnni samgöngumannvirkjum. „Þeir hefðu vel getað leitað sér betri upplýsinga. Ég held að þeir hafi hvorki forsendur til að reikna kostnað né hvernig gangi að borga hann til baka. Jarðgöng sem hafa verið byggð síðustu tíu til tuttugu árin hafa verið á sérstakri fjárveitingu hjá ríkinu en ekki verið tekin af mörkuðum tekjum teljum til vegmála," segir ," segir Hreinn Haraldsson um útreikninga og athugasemdir FÍB.Hreinn Haraldsson.Þá telur vegamálastjóri ekki rétt hjá FÍB að veggjaldið þurfi að vera minnst 1.100 krónur en ekki um 800 krónur eins áætlanir segja til um. Það sama gildi um vextina af fjármagnskostnaðinum sem áætlaðir eru um 3 prósent en FÍB telur að verði mun hærri. „FÍB er að rugla þessu saman við einhverja áhættuvexti. Þetta eru ríkistryggð skuldabréf sem verða boðin út og eru án áhættu og með allra lægstu vöxtum," segir Hreinn. FÍB telur að vegna veggjaldsins muni margir velja að aka um Víkurskarð í stað þess að borga í göngin. Hreinn segir rétt að ef gjaldið verði verulega hærra en það sem menn spari þá velji þeir heiðina. Hins vegar sé um að ræða sextán kílómetra styttingu. FÍB sjálft reikni kostnað á hvern ekinn kílómetra sem 60 krónur og samkvæmt því spari menn 960 krónur á móti veggjaldinu. „Það er alveg sama hvað FÍB segir, veggjaldið verður lægra en þúsund krónur," segir Hreinn, sem kveður FÍB-menn á villigötum. „Ég heyri að félagsmenn þeirra út á landi eru almennt ekki mjög sáttir og finnst þeir ekki vera að spila réttan leik í þessu. Það er hægt að vera svartsýnn og bjartsýnn. Þeir sem unnið hafa að þessu hafa reynt að hafa fæturna á jörðinni og ekki verið með neinar bjartsýnisspár," segir vegamálastjóri. [email protected] Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Ef ekki tekst að greiða göngin niður á þeim 25 árum sem lagt er upp með verður veggjaldið einfaldlega rukkað lengur," segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, sem hafnar efasemdum Félags íslenskra bifreiðaeigenda vegna fyrirhugaðra jarðganga undir Vaðlaheiði. FÍB telur að kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði að minnsta kosti fjórum milljörðum króna hærri en þeir 10,4 milljarðar sem gert er ráð fyrir. Reiknað sé með allt of lágum vöxtum. Umferð um göngin verði minni en spáð sé og dýrara veggjald þurfi en áætlað er. Mannvirkið muni ekki standa undir sér og kostnaðurinn lenda á skattgreiðendum, sem þannig verði af öðrum brýnni samgöngumannvirkjum. „Þeir hefðu vel getað leitað sér betri upplýsinga. Ég held að þeir hafi hvorki forsendur til að reikna kostnað né hvernig gangi að borga hann til baka. Jarðgöng sem hafa verið byggð síðustu tíu til tuttugu árin hafa verið á sérstakri fjárveitingu hjá ríkinu en ekki verið tekin af mörkuðum tekjum teljum til vegmála," segir ," segir Hreinn Haraldsson um útreikninga og athugasemdir FÍB.Hreinn Haraldsson.Þá telur vegamálastjóri ekki rétt hjá FÍB að veggjaldið þurfi að vera minnst 1.100 krónur en ekki um 800 krónur eins áætlanir segja til um. Það sama gildi um vextina af fjármagnskostnaðinum sem áætlaðir eru um 3 prósent en FÍB telur að verði mun hærri. „FÍB er að rugla þessu saman við einhverja áhættuvexti. Þetta eru ríkistryggð skuldabréf sem verða boðin út og eru án áhættu og með allra lægstu vöxtum," segir Hreinn. FÍB telur að vegna veggjaldsins muni margir velja að aka um Víkurskarð í stað þess að borga í göngin. Hreinn segir rétt að ef gjaldið verði verulega hærra en það sem menn spari þá velji þeir heiðina. Hins vegar sé um að ræða sextán kílómetra styttingu. FÍB sjálft reikni kostnað á hvern ekinn kílómetra sem 60 krónur og samkvæmt því spari menn 960 krónur á móti veggjaldinu. „Það er alveg sama hvað FÍB segir, veggjaldið verður lægra en þúsund krónur," segir Hreinn, sem kveður FÍB-menn á villigötum. „Ég heyri að félagsmenn þeirra út á landi eru almennt ekki mjög sáttir og finnst þeir ekki vera að spila réttan leik í þessu. Það er hægt að vera svartsýnn og bjartsýnn. Þeir sem unnið hafa að þessu hafa reynt að hafa fæturna á jörðinni og ekki verið með neinar bjartsýnisspár," segir vegamálastjóri. [email protected]
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira