Vilja svör um hagkvæmni Vaðlaheiðarganga 17. mars 2011 06:30 Mörður Árnason Mikilvægt er að skattborgararnir borgi ekki allt saman eftir að áætlanir bíða skipbrot, segir Mörður Árnason um Vaðlaheiðargöng.Fréttablaðið/Auðunn Sigmundur Ernir Rúnarsson Formaður samgöngunefndar Alþingis, Björn Valur Gíslason úr Vinstri grænum, hefur fallist á beiðni Marðar Árnasonar úr Samfylkingunni um sérstakan fund um fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng. Vegagerðin og félag heimamanna norðan heiða, Greið leið, hafa stofnað nýtt hlutafélag um göngin. Þeir áætla að göngin kosti 10,4 milljarða króna, sem fáist inn með veggjöldum í framtíðinni. Félag íslenskra bifreiðaeigenda dregur útreikningana í efa og kveðst óttast að skattgreiðendur borgi hluta kostnaðarins og missi í staðinn af samgönguframkvæmdum sem félagið telur brýnni. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, ræddu í gær Vaðlaheiðargöngin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni. Sagði Runólfur Sigmund þar vera „kjördæmapotara“ vegna stuðnings við málið. Sigmundur sagði málflutning Runólfs fáránlegan. Boða á Runólf og Hrein Haraldsson, vegamálastjóra og fulltrúa frá Vaðlaheiðargöngum, á áðurnefndan fund samgöngunefndar, að því er Mörður Árnason upplýsir á bloggsíðu sinni. „Það verður fróðlegt að heyra í þessum mönnum svara spurningum um hagkvæmni og forgangsröð – og auðvitað mikilvægast að svo sé gengið frá að ekki verði farin hin klassíska íslenska leið og skattborgararnir látnir borga allt saman eftir að hver áætlunin af annarri hefur beðið skipbrot,“ skrifar Mörður, sem kveðst munu verða „jákvæður þangað til ástæða reynist til annars“.- garRunólfur Ólafsson Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Sigmundur Ernir Rúnarsson Formaður samgöngunefndar Alþingis, Björn Valur Gíslason úr Vinstri grænum, hefur fallist á beiðni Marðar Árnasonar úr Samfylkingunni um sérstakan fund um fyrirhuguð Vaðlaheiðargöng. Vegagerðin og félag heimamanna norðan heiða, Greið leið, hafa stofnað nýtt hlutafélag um göngin. Þeir áætla að göngin kosti 10,4 milljarða króna, sem fáist inn með veggjöldum í framtíðinni. Félag íslenskra bifreiðaeigenda dregur útreikningana í efa og kveðst óttast að skattgreiðendur borgi hluta kostnaðarins og missi í staðinn af samgönguframkvæmdum sem félagið telur brýnni. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, og Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, ræddu í gær Vaðlaheiðargöngin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni. Sagði Runólfur Sigmund þar vera „kjördæmapotara“ vegna stuðnings við málið. Sigmundur sagði málflutning Runólfs fáránlegan. Boða á Runólf og Hrein Haraldsson, vegamálastjóra og fulltrúa frá Vaðlaheiðargöngum, á áðurnefndan fund samgöngunefndar, að því er Mörður Árnason upplýsir á bloggsíðu sinni. „Það verður fróðlegt að heyra í þessum mönnum svara spurningum um hagkvæmni og forgangsröð – og auðvitað mikilvægast að svo sé gengið frá að ekki verði farin hin klassíska íslenska leið og skattborgararnir látnir borga allt saman eftir að hver áætlunin af annarri hefur beðið skipbrot,“ skrifar Mörður, sem kveðst munu verða „jákvæður þangað til ástæða reynist til annars“.- garRunólfur Ólafsson
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira