Réttur almennings aukinn 20. apríl 2011 05:00 Ólína Þorvarðardóttir Lagt hefur verið fram lagafrumvarp á Alþingi um aukinn rétt almennings til þess að fá upplýsingar í umhverfismálum. Tilefnið eru viðbrögð stjórnsýslunnar og vandkvæði sem urðu innan hennar þegar upp kom díoxínmengun í nokkrum sorpbrennslustöðvum á Íslandi. Þá varð ljóst að styrkja þyrfti rétt almennings til upplýsinga og herða á frumkvæðisskyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar og vernda almenning. Flutningsmenn frumvarpsins eru Ólína Þorvarðardóttir, Mörður Árnason, Birgitta Jónsdóttir, Skúli Helgason og Ólafur Þór Gunnarsson. Í kjölfar frétta um mikla díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa ákvað umhverfisnefnd Alþingis að skoða nánar þá löggjöf um umhverfismál og upplýsingaskyldu stjórnvalda er snýr að mengunarmálum. Niðurstaðan varð sú að kveða þurfi skýrar á um frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnsýslustofnana í íslenskri löggjöf og um rétt almennings til þess að vernda lífsgæði sín. Þeir lagabálkar sem komu sérstaklega til skoðunar voru lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, lög um mengunarvarnir, og lög um upplýsingarétt um umhverfismál. Flutningsmenn vonast til þess að með lagabreytingunum verði staða almennings gagnvart stjórnvöldum og skylda stjórnvalda tryggð, sem og að tryggður verði réttur fólks til að búa við heilsusamleg skilyrði og varðveita lífsgæði sín. - shá Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Lagt hefur verið fram lagafrumvarp á Alþingi um aukinn rétt almennings til þess að fá upplýsingar í umhverfismálum. Tilefnið eru viðbrögð stjórnsýslunnar og vandkvæði sem urðu innan hennar þegar upp kom díoxínmengun í nokkrum sorpbrennslustöðvum á Íslandi. Þá varð ljóst að styrkja þyrfti rétt almennings til upplýsinga og herða á frumkvæðisskyldu stjórnvalda til þess að veita upplýsingar og vernda almenning. Flutningsmenn frumvarpsins eru Ólína Þorvarðardóttir, Mörður Árnason, Birgitta Jónsdóttir, Skúli Helgason og Ólafur Þór Gunnarsson. Í kjölfar frétta um mikla díoxínmengun frá sorpbrennslustöðinni Funa ákvað umhverfisnefnd Alþingis að skoða nánar þá löggjöf um umhverfismál og upplýsingaskyldu stjórnvalda er snýr að mengunarmálum. Niðurstaðan varð sú að kveða þurfi skýrar á um frumkvæðis- og viðbragðsskyldu stjórnsýslustofnana í íslenskri löggjöf og um rétt almennings til þess að vernda lífsgæði sín. Þeir lagabálkar sem komu sérstaklega til skoðunar voru lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, lög um mengunarvarnir, og lög um upplýsingarétt um umhverfismál. Flutningsmenn vonast til þess að með lagabreytingunum verði staða almennings gagnvart stjórnvöldum og skylda stjórnvalda tryggð, sem og að tryggður verði réttur fólks til að búa við heilsusamleg skilyrði og varðveita lífsgæði sín. - shá
Fréttir Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira