Tímalausar teiknimyndasögur frá Siglufjarðarprentsmiðju Þorgils Jónsson skrifar 2. maí 2011 23:00 Jón Sæmundur Sigurjónsson. Fréttablaðið/Stefán Myndasögur og hasarblöð hafa fyrirfundist hér á landi allt frá því að bandarískir hermenn dvöldu hér á árunum um og eftir seinni heimsstyrjöld og hetjur myndasagnanna hafa verið stór hluti af menningarlegu uppeldi íslenskra barna. Sól þeirra fór hins vegar að rísa verulega þegar Siglufjarðarprentsmiðja hóf útgáfu á blöðum um Tarzan árið 1979, en í rúman áratug þar á eftir sá Sigurjón Sæmundsson prentsmiðjustjóri landanum fyrir íslenskuðum útgáfum af uppátækjum Tomma og Jenna og ævintýrum Tarzans auk helstu ofurhetja heims, svo sem og Superman og Spiderman. Blöðin nutu mikilla vinsælda og má segja að þetta framtak hafi verið einstakt, því Sigurjón og fjölskylda hans sáu um rekstur útgáfunnar. Þau dreifðu þúsundum eintaka um allt land og skemmtu yngstu kynslóðinni og kynntu fyrir þessum blöðum sem erfitt hefði verið að nálgast eftir öðrum leiðum. Myndasöguútgáfa Siglufjarðarprents leið undir lok árið 1992 þegar Sigurjón stóð á áttræðu, en hann hafði rekið Siglufjarðarprentsmiðju alt frá árinu 1935. Sigurjón lést árið 2005. Íslenskar þýðingar á teiknimyndablöðum mörkuðu tímamót og urðu til þess að kynna íslensk ungmenni fyrir ofurhetjum og myndasögumenningunni. Þó að nær 20 ár séu frá því að blöðin hættu að koma út er enn hægt að finna blöð á bókamörkuðum. Tarzan markaði upphafið Sonur Sigurjóns, Jón Sæmundur, vann lengi vel með föður sínum og aðstoðaði meðal annars við dreifingu. Hann segir í samtali við blaðamann að upphafið að myndasöguútgáfunni megi rekja til þess að ládeyða hafi verið í atvinnulífi á Siglufirði og faðir hans, sem var einnig bæjarstjóri um árabil, hafi verið að velta fyrir sér góðum viðskiptahugmyndum. „Við sáum að Andrésar Andar blöðin höfðu gengið vel og þar gætu verið tækifæri. Svo hafði Siglufjarðarprentsmiðja gefið út Tarzan-bækur allt frá því fyrir 1940 og við vorum í góðu sambandi við Edgar Rice Burroughs útgáfuna vestanhafs, þannig að það lá beinast við að athuga hvort einhver myndrit væru til um Tarzan og hans ævintýri. Svo reyndist vera, þannig að við byrjuðum á blöðunum um Tarzan og Kórak, son Tarzans." Jón Sæmundur segir að sögurnar um Tarzan hafi strax gengið vel og innan tíðar hafi útgáfa hafist á blöðum um Tomma og Jenna sem slógu strax í gegn. Í kjölfarið hafi fleiri titlar bæst við, til dæmis Superman, Batman, Spiderman og Gög&Gokke. Minnisstæðar þýðingar Sigurjón sá sjálfur um allar þýðingar á blöðunum og sat langtímum saman við tölvu þar sem hann prentaði textann á strimla sem hann límdi inn á síðurnar og sendi út til fjölprentunar í Finnlandi eða Ungverjalandi. Þýðingarnar vöktu stundum athygli þar sem frasar sem þar birtust þóttu oft sérkennilegir og tekur Jón Sæmundur undir það. „Það má sjá á blöðunum þegar faðir minn var orðinn þreyttur eftir að hafa setið lengi við tölvuna því að þá fóru þýðingarnar að verða æði skrautlegar. Þá var hann kominn á áttræðisaldur en hélt sig við þetta því að hann vildi ekki hætta starfsemi. Hann var hins vegar mjög ern alveg fram undir það allra síðasta. Þegar hann var óþreyttur komu síðan alls konar hugdettur og húmor sem engan hafði órað fyrir. Í einhverri sögunni kom til dæmis við sögu tannlæknir sem hét Wilson, eða eitthvað í þá áttina, en það fannst föður mínum ekki koma til greina því að tannlæknirinn okkar á Siglufirði hét Jóhann, kallaður Jonni, þannig að tannlæknirinn í sögunni var umsvifalaust skírður Jonni tannlæknir!" Siglufjarðarprentsmiðja gaf út fjölmörg myndasögublöð á árabilinu 1979 til 1992. Þær gengu mislengi, en vinsælastar voru sögurnar um Tarzan, konung apanna, og æringjana Tomma og Jenna. Þrekið þvarr Útgáfan gekk mjög vel og blöðin nutu lengi mikilla vinsælda, en upp úr 1990 fór að draga úr, og segir Jón Sæmundur að vinnuþrek föður hans hafi farið þverrandi. „Það sem skipti sköpum var að útgáfurétturinn að blöðunum um Tomma og Jenna færðist frá Bandaríkjunum til Svíþjóðar, þannig að okkar beina samband vestur um haf var rofið og við ákváðum þá að móðgast og hættum. Þeir sendu mann hingað til að ræða við okkur en þetta fór saman við það að pabbi var orðinn þreyttur og búinn að fá nóg, og þá var mamma, sem hafði séð um alla fasta áskrifendur, orðin lasin líka." Gömlu blöðin seljast enn Þrátt fyrir að nær tuttugu ár séu liðin frá því að blöðin hættu að koma út er enn til þó nokkuð af blöðum í geymslum og segir Jón Sæmundur að hann fái oft fyrirspurnir frá áhugafólki. „Upplagið var fyrst um fjögur þúsund eintök en þó að faðir minn hafi fengið það niður í þrjú þúsund eigum við mikið til og ég er að fara með þetta á bókamarkaði víða. Það er helst að eintök vanti in í suma árganga af Tomma og Jenna, en það er af því að þau blöð seldust alltaf vel." Jón Sæmundur segir að blöðin seljist enn nokkuð vel. „Kaupendurnir eru sumir harðir safnarar að leita að blöðum til að fylla eða endurnýja söfn sín, en það er líka nostalgía hjá fólki sem las blöðin í gamla daga og er kannski að kynna þau fyrir sínum börnum." Íslenska á tækniöld Fjallabyggð Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Myndasögur og hasarblöð hafa fyrirfundist hér á landi allt frá því að bandarískir hermenn dvöldu hér á árunum um og eftir seinni heimsstyrjöld og hetjur myndasagnanna hafa verið stór hluti af menningarlegu uppeldi íslenskra barna. Sól þeirra fór hins vegar að rísa verulega þegar Siglufjarðarprentsmiðja hóf útgáfu á blöðum um Tarzan árið 1979, en í rúman áratug þar á eftir sá Sigurjón Sæmundsson prentsmiðjustjóri landanum fyrir íslenskuðum útgáfum af uppátækjum Tomma og Jenna og ævintýrum Tarzans auk helstu ofurhetja heims, svo sem og Superman og Spiderman. Blöðin nutu mikilla vinsælda og má segja að þetta framtak hafi verið einstakt, því Sigurjón og fjölskylda hans sáu um rekstur útgáfunnar. Þau dreifðu þúsundum eintaka um allt land og skemmtu yngstu kynslóðinni og kynntu fyrir þessum blöðum sem erfitt hefði verið að nálgast eftir öðrum leiðum. Myndasöguútgáfa Siglufjarðarprents leið undir lok árið 1992 þegar Sigurjón stóð á áttræðu, en hann hafði rekið Siglufjarðarprentsmiðju alt frá árinu 1935. Sigurjón lést árið 2005. Íslenskar þýðingar á teiknimyndablöðum mörkuðu tímamót og urðu til þess að kynna íslensk ungmenni fyrir ofurhetjum og myndasögumenningunni. Þó að nær 20 ár séu frá því að blöðin hættu að koma út er enn hægt að finna blöð á bókamörkuðum. Tarzan markaði upphafið Sonur Sigurjóns, Jón Sæmundur, vann lengi vel með föður sínum og aðstoðaði meðal annars við dreifingu. Hann segir í samtali við blaðamann að upphafið að myndasöguútgáfunni megi rekja til þess að ládeyða hafi verið í atvinnulífi á Siglufirði og faðir hans, sem var einnig bæjarstjóri um árabil, hafi verið að velta fyrir sér góðum viðskiptahugmyndum. „Við sáum að Andrésar Andar blöðin höfðu gengið vel og þar gætu verið tækifæri. Svo hafði Siglufjarðarprentsmiðja gefið út Tarzan-bækur allt frá því fyrir 1940 og við vorum í góðu sambandi við Edgar Rice Burroughs útgáfuna vestanhafs, þannig að það lá beinast við að athuga hvort einhver myndrit væru til um Tarzan og hans ævintýri. Svo reyndist vera, þannig að við byrjuðum á blöðunum um Tarzan og Kórak, son Tarzans." Jón Sæmundur segir að sögurnar um Tarzan hafi strax gengið vel og innan tíðar hafi útgáfa hafist á blöðum um Tomma og Jenna sem slógu strax í gegn. Í kjölfarið hafi fleiri titlar bæst við, til dæmis Superman, Batman, Spiderman og Gög&Gokke. Minnisstæðar þýðingar Sigurjón sá sjálfur um allar þýðingar á blöðunum og sat langtímum saman við tölvu þar sem hann prentaði textann á strimla sem hann límdi inn á síðurnar og sendi út til fjölprentunar í Finnlandi eða Ungverjalandi. Þýðingarnar vöktu stundum athygli þar sem frasar sem þar birtust þóttu oft sérkennilegir og tekur Jón Sæmundur undir það. „Það má sjá á blöðunum þegar faðir minn var orðinn þreyttur eftir að hafa setið lengi við tölvuna því að þá fóru þýðingarnar að verða æði skrautlegar. Þá var hann kominn á áttræðisaldur en hélt sig við þetta því að hann vildi ekki hætta starfsemi. Hann var hins vegar mjög ern alveg fram undir það allra síðasta. Þegar hann var óþreyttur komu síðan alls konar hugdettur og húmor sem engan hafði órað fyrir. Í einhverri sögunni kom til dæmis við sögu tannlæknir sem hét Wilson, eða eitthvað í þá áttina, en það fannst föður mínum ekki koma til greina því að tannlæknirinn okkar á Siglufirði hét Jóhann, kallaður Jonni, þannig að tannlæknirinn í sögunni var umsvifalaust skírður Jonni tannlæknir!" Siglufjarðarprentsmiðja gaf út fjölmörg myndasögublöð á árabilinu 1979 til 1992. Þær gengu mislengi, en vinsælastar voru sögurnar um Tarzan, konung apanna, og æringjana Tomma og Jenna. Þrekið þvarr Útgáfan gekk mjög vel og blöðin nutu lengi mikilla vinsælda, en upp úr 1990 fór að draga úr, og segir Jón Sæmundur að vinnuþrek föður hans hafi farið þverrandi. „Það sem skipti sköpum var að útgáfurétturinn að blöðunum um Tomma og Jenna færðist frá Bandaríkjunum til Svíþjóðar, þannig að okkar beina samband vestur um haf var rofið og við ákváðum þá að móðgast og hættum. Þeir sendu mann hingað til að ræða við okkur en þetta fór saman við það að pabbi var orðinn þreyttur og búinn að fá nóg, og þá var mamma, sem hafði séð um alla fasta áskrifendur, orðin lasin líka." Gömlu blöðin seljast enn Þrátt fyrir að nær tuttugu ár séu liðin frá því að blöðin hættu að koma út er enn til þó nokkuð af blöðum í geymslum og segir Jón Sæmundur að hann fái oft fyrirspurnir frá áhugafólki. „Upplagið var fyrst um fjögur þúsund eintök en þó að faðir minn hafi fengið það niður í þrjú þúsund eigum við mikið til og ég er að fara með þetta á bókamarkaði víða. Það er helst að eintök vanti in í suma árganga af Tomma og Jenna, en það er af því að þau blöð seldust alltaf vel." Jón Sæmundur segir að blöðin seljist enn nokkuð vel. „Kaupendurnir eru sumir harðir safnarar að leita að blöðum til að fylla eða endurnýja söfn sín, en það er líka nostalgía hjá fólki sem las blöðin í gamla daga og er kannski að kynna þau fyrir sínum börnum."
Íslenska á tækniöld Fjallabyggð Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira