Ekki miklu breytt þrátt fyrir nýjar reglur 30. nóvember 2011 05:00 Helgileikur í Fossvogsskóla Flestir skólar sem Fréttablaðið ræddi við ætla að halda í gamlar jólahefðir, með smávægilegum breytingum þó. fréttablaðið/gva Grunnskólar í Reykjavík virðast ekki ætla að bregða mikið út af vananum á aðventunni varðandi jólahefðir og kirkjuferðir þetta árið. Fréttablaðið hafði samband við nokkra skóla til að grennslast fyrir um hvaða áhrif breytingar mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um samskipti skóla og trúfélaga í borginni hafa á jólahald. Flestir voru sammála um að ekki yrði miklu breytt; börnin færu áfram í kirkju, sálmar yrðu sungnir og helgileikir yrðu haldnir. Allt er þetta þó partur af jólahefðum og fellur því ekki undir reglur Reykjavíkurborgar um trúboð í skólum. Kirkjuferðir verða þó farnar í fræðsluskyni og börnin munu ekki fara með faðirvorið eða verða látin signa sig í kirkjunni. Þórður Óskarsson, aðstoðarskólastjóri Háteigsskóla, segir að farið verði í kirkju í fræðsluskyni en ekkert verði hróflað við hefðum innan skólans. „Við lítum svo á að við fáum lánað húsnæði og ekkert trúboð er í því fólgið. Við munum ekki fara með faðirvorið, engir sálmar verða sungnir og það verður ekkert jólaguðspjall. Ekkert Heims um ból. Við sníðum af þessu sem okkur ber að gera.“ Einnig var rætt við forsvarsmenn Breiðagerðisskóla, Vesturbæjarskóla, Álftamýrarskóla, Fellaskóla og Laugarnesskóla. Flestir ætluðu að leyfa sálmasöngva í kirkjum, en Vesturbæjarskóli hefur tekið alfarið fyrir kirkjuheimsóknir, eins og í fyrra. Álftamýrarskóli sendir bréf heim til foreldra til að fá samþykki áður en farið er í kirkju.- sv Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Grunnskólar í Reykjavík virðast ekki ætla að bregða mikið út af vananum á aðventunni varðandi jólahefðir og kirkjuferðir þetta árið. Fréttablaðið hafði samband við nokkra skóla til að grennslast fyrir um hvaða áhrif breytingar mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar um samskipti skóla og trúfélaga í borginni hafa á jólahald. Flestir voru sammála um að ekki yrði miklu breytt; börnin færu áfram í kirkju, sálmar yrðu sungnir og helgileikir yrðu haldnir. Allt er þetta þó partur af jólahefðum og fellur því ekki undir reglur Reykjavíkurborgar um trúboð í skólum. Kirkjuferðir verða þó farnar í fræðsluskyni og börnin munu ekki fara með faðirvorið eða verða látin signa sig í kirkjunni. Þórður Óskarsson, aðstoðarskólastjóri Háteigsskóla, segir að farið verði í kirkju í fræðsluskyni en ekkert verði hróflað við hefðum innan skólans. „Við lítum svo á að við fáum lánað húsnæði og ekkert trúboð er í því fólgið. Við munum ekki fara með faðirvorið, engir sálmar verða sungnir og það verður ekkert jólaguðspjall. Ekkert Heims um ból. Við sníðum af þessu sem okkur ber að gera.“ Einnig var rætt við forsvarsmenn Breiðagerðisskóla, Vesturbæjarskóla, Álftamýrarskóla, Fellaskóla og Laugarnesskóla. Flestir ætluðu að leyfa sálmasöngva í kirkjum, en Vesturbæjarskóli hefur tekið alfarið fyrir kirkjuheimsóknir, eins og í fyrra. Álftamýrarskóli sendir bréf heim til foreldra til að fá samþykki áður en farið er í kirkju.- sv
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira