Einhliða upptaka myntar allt of hættuleg 1. desember 2011 06:30 Seðlabankastjóri Már Guðmundsson telur hættulegt að taka einhliða upp mynt annars lands án þess að vera í samstarfi við viðkomandi land um málið.fréttablaðið/anton FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Allt of hættulegt er að taka einhliða upp mynt annars lands án þess að vera í samstarfi við landið að mati Más Guðmundssonar, bankastjóra Seðlabanka Íslands. Hann segir nauðsynlegt að hafa bakhjarl í seðlabanka viðkomandi lands. Þetta kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Fulltrúar Seðlabankans svöruðu þar spurningum nefndarmanna um ýmislegt er lýtur að peningastefnumálum. Már sagði einboðið að raungengi íslensku krónunnar mundi hækka, enda væri það í sögulegu lágmarki. Hann sagði flókið í fjárhagslegu samhengi að reka sjálfstæða peningastefnu með fullkomlega frjálsu fjármagnsflæði og lítinn gjaldmiðil. Lausnin á því vandamáli gæti verið að vera áfram með einhvers konar gjaldeyrishöft eða að stilla hagkerfið betur af og mismunandi þætti í efnahagskerfinu. Alla kosti þyrfti að skoða vel og sérfræðingar Seðlabankans væru í þeirri vinnu nú um mundir. Á fyrri hluta næsta árs er von á skýrslu bankans um málið. Már sagði hættu fólgna í því að bankakerfið væri í erlendri mynt án þess að möguleiki væri á því að veita bönkunum nokkra fyrirgreiðslu gegn veðum. Í því fælist mikil áhætta.- kóp Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Allt of hættulegt er að taka einhliða upp mynt annars lands án þess að vera í samstarfi við landið að mati Más Guðmundssonar, bankastjóra Seðlabanka Íslands. Hann segir nauðsynlegt að hafa bakhjarl í seðlabanka viðkomandi lands. Þetta kom fram á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Fulltrúar Seðlabankans svöruðu þar spurningum nefndarmanna um ýmislegt er lýtur að peningastefnumálum. Már sagði einboðið að raungengi íslensku krónunnar mundi hækka, enda væri það í sögulegu lágmarki. Hann sagði flókið í fjárhagslegu samhengi að reka sjálfstæða peningastefnu með fullkomlega frjálsu fjármagnsflæði og lítinn gjaldmiðil. Lausnin á því vandamáli gæti verið að vera áfram með einhvers konar gjaldeyrishöft eða að stilla hagkerfið betur af og mismunandi þætti í efnahagskerfinu. Alla kosti þyrfti að skoða vel og sérfræðingar Seðlabankans væru í þeirri vinnu nú um mundir. Á fyrri hluta næsta árs er von á skýrslu bankans um málið. Már sagði hættu fólgna í því að bankakerfið væri í erlendri mynt án þess að möguleiki væri á því að veita bönkunum nokkra fyrirgreiðslu gegn veðum. Í því fælist mikil áhætta.- kóp
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira