Gaskútar geta valdið slysahættu í frosti 28. desember 2011 06:00 Gaskútur Mikilvægt er að breiða yfir gaskúta sem geymdir eru utandyra í frostinu. Annars er hætta á að vatn smjúgi inn í þrýstiminnkarann í gaskútnum og frjósi, sem getur eyðilagt þrýstiminnkarann.Fréttablaðið/Pjetur „Ég skrúfa frá gasinu og þá skyndilega leggur eldsúlu upp úr gashellunni sem læsist í gluggatjöldin fyrir ofan. Ég heyri konuna mína strax æpa og skrúfa þá fyrir þar sem ég átta mig á því sem er að gerast. Þetta slapp því í rauninni mjög vel en ég rétt ímynda mér hvað hefði gerst ef ég hefði verið einn þarna og ekki áttað mig. Þá hefði þessi timburbústaður bara fuðrað upp," segir Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur, en það lá við stórslysi þegar gashella í sumarbústað fjölskyldu hans var nýverið næstum búin að kveikja í bústaðnum. Þá segist Hrafnkell hafa heyrt svipaðar sögur frá fólki í kringum sig í kjölfar slyssins. Gashellan í sumarbústaðnum er tengd lögn sem liggur út úr bústaðnum og í gaskút sem er geymdur fyrir utan. Svo virðist sem vatn hafi komist inn í þrýstiminnkarann á gaskútnum, frosið og skemmt þrýstiminnkarann með þeim afleiðingum að gasflæði úr kútnum var mun meira en öruggt getur talist. Kjartan S. Guðjónsson, starfsmaður Olís, þekkir vel til gaskúta- og grilla. Hann segir sjaldgæft að þrýstiminnkarar skemmist með þessum afleiðingum en brýnir þó fyrir fólki að verja gaskúta sem eru geymdir utandyra fyrir því að vatn komist inn í þrýstiminnkara. „Það sem er líklegast að hafi gerst þarna er að gaskúturinn hafi verið geymdur úti óvarinn, án yfirbreiðslu. Þá hefur rignt og snjóað á kútinn, vatn farið inn í þrýstiminnkarann og frosið inni í honum. Frostið hefur síðan valdið skemmdum," segir Kjartan og heldur áfram: „Það er hins vegar mjög sjaldgæft að þrýstiminnkarar bili á þennan hátt; yfirleitt bila þeir þannig að það kemur einfaldlega ekkert út úr gaskútnum." Kjartan segir að slysahætta sé þó meiri þegar gaskútar séu geymdir utandyra fyrir notkun í heimahúsi. Það sé mjög varasamt og ennþá varasamara en ef um grill utandyra væri að ræða. Þá bendir hann á að frostskemmdir valdi því að skipta þurfi um þrýstiminnkara. Skynsamlegra sé að verja einfaldlega gaskútana og þurfa þá ekki að skipta og eiga ekki á hætta að lenda í slysum. [email protected] Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Ég skrúfa frá gasinu og þá skyndilega leggur eldsúlu upp úr gashellunni sem læsist í gluggatjöldin fyrir ofan. Ég heyri konuna mína strax æpa og skrúfa þá fyrir þar sem ég átta mig á því sem er að gerast. Þetta slapp því í rauninni mjög vel en ég rétt ímynda mér hvað hefði gerst ef ég hefði verið einn þarna og ekki áttað mig. Þá hefði þessi timburbústaður bara fuðrað upp," segir Hrafnkell Á. Proppé skipulagsfræðingur, en það lá við stórslysi þegar gashella í sumarbústað fjölskyldu hans var nýverið næstum búin að kveikja í bústaðnum. Þá segist Hrafnkell hafa heyrt svipaðar sögur frá fólki í kringum sig í kjölfar slyssins. Gashellan í sumarbústaðnum er tengd lögn sem liggur út úr bústaðnum og í gaskút sem er geymdur fyrir utan. Svo virðist sem vatn hafi komist inn í þrýstiminnkarann á gaskútnum, frosið og skemmt þrýstiminnkarann með þeim afleiðingum að gasflæði úr kútnum var mun meira en öruggt getur talist. Kjartan S. Guðjónsson, starfsmaður Olís, þekkir vel til gaskúta- og grilla. Hann segir sjaldgæft að þrýstiminnkarar skemmist með þessum afleiðingum en brýnir þó fyrir fólki að verja gaskúta sem eru geymdir utandyra fyrir því að vatn komist inn í þrýstiminnkara. „Það sem er líklegast að hafi gerst þarna er að gaskúturinn hafi verið geymdur úti óvarinn, án yfirbreiðslu. Þá hefur rignt og snjóað á kútinn, vatn farið inn í þrýstiminnkarann og frosið inni í honum. Frostið hefur síðan valdið skemmdum," segir Kjartan og heldur áfram: „Það er hins vegar mjög sjaldgæft að þrýstiminnkarar bili á þennan hátt; yfirleitt bila þeir þannig að það kemur einfaldlega ekkert út úr gaskútnum." Kjartan segir að slysahætta sé þó meiri þegar gaskútar séu geymdir utandyra fyrir notkun í heimahúsi. Það sé mjög varasamt og ennþá varasamara en ef um grill utandyra væri að ræða. Þá bendir hann á að frostskemmdir valdi því að skipta þurfi um þrýstiminnkara. Skynsamlegra sé að verja einfaldlega gaskútana og þurfa þá ekki að skipta og eiga ekki á hætta að lenda í slysum. [email protected]
Fréttir Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira