Leitar að goðsagnakenndu spendýri með hljóðvísindum 7. maí 2012 11:30 Etienne de France er frá Frakklandi en er búsettur í Reykjavík. "Fólk hefur þóst sjá þessi dýr í gegnum tíðina, og það er eiginlega orðið goðsagnakennt," segir franski listamaðurinn Etienne de France, sem er búsettur hér á landi en hann gerði heimildarmynd um heldur sérlundaða vísindamenn, sem leita að hinni dularfullu Steller-sækú. Myndin heitir Tales of a Sea Cow og segir frá rannsóknarteymi sem vinnur að því að afhjúpa samskipti dýra með hjálp hljóðvísinda. Teymið segist hafa tekist að þýða söng risavöxnu Steller-sækýrinnar, sem talið var að hafi dáið út árið 1768. Ástæðan fyrir því að kýrin dó út á sínum tíma var í raun óttaleysið. Dýrið hræddist ekki veiðimenn sem nálguðust það, sem gerði það að verkum að það var mun auðveldara að veiða hvalinn, sem að lokum á að hafa orðið til þess að kýrin dó út. Eða svo er talið. Myndin, sem er hluti af Reykjavik Shorts & Docs kvikmyndahátíðinni, er bæði tekin upp á Íslandi og á Grænlandi, en þar eltist Etienne við tvo vísindamenn sem eru sannfærðir um að dýrið sé enn á lífi. Í myndinni velta vísindamenn fyrir sér hvort skyndilegt hvarf sækýrinnar kunni að skýrast með mikilli hljóðmengun af mannavöldum. Spurður um þetta svarar Etienne: "Það er þekkt að hvalir og önnur sjávarspendýr eiga erfitt vegna hljóðmengunar frá skipum og kafbátum. Ég hef rætt við vísindamenn um þetta og þarna er um raunverulegt vandamál að ræða." Etienne bætir við að hann sé mjög heppinn að hafa fengið að vinna með þeim vísindamönnum sem bæði má finna í myndinni og svo þeim sem hann fékk ráðleggingar frá. Etienne lýsir myndinni sem ljóðrænni vegferð þar sem óþrjótandi sannleiksást vísindamanna er í forgrunni. En fundu þeir dýrið? Etienne hvetur fólk til þess að koma á frumsýningu myndarinnar í Hafnarhúsinu klukkan fimm á morgun, þriðjudaginn 8. maí. Hann mun svara spurningum gesta eftir að frumsýningu myndarinnar lýkur. Það verður því athyglisvert að sjá hvort vísindamennirnir muni finna dýrin, sem Etienne ýjar reyndar að. Það er Listasafn Reykjavíkur í samvinnu við Reykjavik Shorts & Docs kvikmyndahátíðarinnar og Franska sendiráðið á Íslandi sem standa að baki frumsýningunni. Etienne de France (fæddur 1984 í París) er myndlistarmaður sem býr og starfar á Íslandi og í París, Frakklandi. Hann útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2008 og áður úr B.A námi í listasögu í París árið 2005. Etienne de France vinnur með ýmsa miðla í verkum sínum sem vísa gjarnan í náttúru og vísindi sem hann miðlar með ólíkum sagnaaðferðum. Raunveruleiki og skáldskapur blandast gjarnan í útfærslu verka hans sem skilja efablandinn áhorfandann eftir í rúmi forvitni og undrunar og hvetja hann til virkrar gagnrýnnar hugsunnar. Tales of a Sea Cow er fyrsta kvikmynd Etienne de France í fullri lengd. Hér má svo sjá stiklu úr myndinni. Svo má fræðast um dýrið hér. Menning Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
"Fólk hefur þóst sjá þessi dýr í gegnum tíðina, og það er eiginlega orðið goðsagnakennt," segir franski listamaðurinn Etienne de France, sem er búsettur hér á landi en hann gerði heimildarmynd um heldur sérlundaða vísindamenn, sem leita að hinni dularfullu Steller-sækú. Myndin heitir Tales of a Sea Cow og segir frá rannsóknarteymi sem vinnur að því að afhjúpa samskipti dýra með hjálp hljóðvísinda. Teymið segist hafa tekist að þýða söng risavöxnu Steller-sækýrinnar, sem talið var að hafi dáið út árið 1768. Ástæðan fyrir því að kýrin dó út á sínum tíma var í raun óttaleysið. Dýrið hræddist ekki veiðimenn sem nálguðust það, sem gerði það að verkum að það var mun auðveldara að veiða hvalinn, sem að lokum á að hafa orðið til þess að kýrin dó út. Eða svo er talið. Myndin, sem er hluti af Reykjavik Shorts & Docs kvikmyndahátíðinni, er bæði tekin upp á Íslandi og á Grænlandi, en þar eltist Etienne við tvo vísindamenn sem eru sannfærðir um að dýrið sé enn á lífi. Í myndinni velta vísindamenn fyrir sér hvort skyndilegt hvarf sækýrinnar kunni að skýrast með mikilli hljóðmengun af mannavöldum. Spurður um þetta svarar Etienne: "Það er þekkt að hvalir og önnur sjávarspendýr eiga erfitt vegna hljóðmengunar frá skipum og kafbátum. Ég hef rætt við vísindamenn um þetta og þarna er um raunverulegt vandamál að ræða." Etienne bætir við að hann sé mjög heppinn að hafa fengið að vinna með þeim vísindamönnum sem bæði má finna í myndinni og svo þeim sem hann fékk ráðleggingar frá. Etienne lýsir myndinni sem ljóðrænni vegferð þar sem óþrjótandi sannleiksást vísindamanna er í forgrunni. En fundu þeir dýrið? Etienne hvetur fólk til þess að koma á frumsýningu myndarinnar í Hafnarhúsinu klukkan fimm á morgun, þriðjudaginn 8. maí. Hann mun svara spurningum gesta eftir að frumsýningu myndarinnar lýkur. Það verður því athyglisvert að sjá hvort vísindamennirnir muni finna dýrin, sem Etienne ýjar reyndar að. Það er Listasafn Reykjavíkur í samvinnu við Reykjavik Shorts & Docs kvikmyndahátíðarinnar og Franska sendiráðið á Íslandi sem standa að baki frumsýningunni. Etienne de France (fæddur 1984 í París) er myndlistarmaður sem býr og starfar á Íslandi og í París, Frakklandi. Hann útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands árið 2008 og áður úr B.A námi í listasögu í París árið 2005. Etienne de France vinnur með ýmsa miðla í verkum sínum sem vísa gjarnan í náttúru og vísindi sem hann miðlar með ólíkum sagnaaðferðum. Raunveruleiki og skáldskapur blandast gjarnan í útfærslu verka hans sem skilja efablandinn áhorfandann eftir í rúmi forvitni og undrunar og hvetja hann til virkrar gagnrýnnar hugsunnar. Tales of a Sea Cow er fyrsta kvikmynd Etienne de France í fullri lengd. Hér má svo sjá stiklu úr myndinni. Svo má fræðast um dýrið hér.
Menning Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira