Umfjöllun: Þór - Mlada Boleslav 0-1 | Þórsarar klikkuðu á tveimur vítum Björn Ívar Björnsson á Þórsvelli skrifar 26. júlí 2012 18:45 Þór frá Akureyri er dottið úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir 0-1 tap fyrir FK Mladá Boleslav frá Tékklandi. Lukas Magera skoraði eina mark gestanna sem voru ívið sterkari. Þór klúðraði þó tveimur vítaspyrnum í leiknum og hefðu með smá heppni getað gert einvígið spennandi. Það var nokkuð hvasst á Akureyri í kvöld þegar Þór tók á móti FK Mladá Boleslav í annari umferð Evrópudeildarinnar. Leikurinn byrjaði rólega en gestirnir frá Tékklandi mun meira með boltann. Þórsarar beyttu skyndisóknum og Sveinn Elías Jónsson átti tvö fín færi eftir um tíu mínútna leik. Það var svo á 31. Mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Þar var að verki Lukas Magera sem skoraði af harðfylgi eftir hornspyrnu frá Jakob Mares sem var atkvæðamikill í liði gestanna. Aðeins tveimur mínútum seinna fengu Þórsarar vítaspyrnu þegar fyrirliði gestanna handlék knöttinn innan teigs. Ármann Pétur Ævarsson steig á punktinn en spyrnan var slök. Jan Seda í marki gestanna varði boltinn beint aftur til Ármanns sem var einn fyrir opnu marki en tókst á óskiljanlegan hátt að láta Seda í markinu verja aftur. Á lokamínútu hálfleiksins fékk framherji Tékkanna mjög gott færi eftir góðan undirbúning hjá fyrrnefndum Mares. Joshua Wicks sem stóð í marki Þórs í fyrsta sinn varði glæsilega. Seinni hálfleikur hófst líkt og sá fyrri. Fyrstu fimm mínúturnar voru gestirnir meira með boltann en næstu 10 mínútur voru algjörlega eign Þórs. Klárlega besti kafli þeirra í leiknum. Á 52. Mínútu fengu Þórsarar svo sína aðra vítaspyrnu í leiknum þegar Kristinn Þór Björnsson var felldur á markteig. Nú steig Jóhann Helgi upp en spyrnan var slök og töluvert framhjá. Ef það var ekki nóg til að drepa vonarneista heimamanna þá fékk Jóhann Helgi Hannesson sitt annað gula spjald á 68. Mínútu og þar með rautt. Fjórum mínútum seinna fengu gestirnir dauðafæri þegar þeir voru fjórir á móti einum varnarmanni Þórs. Boltinn barst til Vaclac Ondrejka en hann átti hörmulegt skot sem rétt náði að leka aftur fyrir endamörk. Eftir það fjaraði leikurinn út og 0-1 sigur gestanna staðreynd. Það verður að hrósa Þórsurum fyrir góða baráttu og fínan leik í kvöld. Þeir gáfu Tékkunum engan frið og með smá heppni hefði þetta getað orðið spennandi. Þar með lauk Evrópuævintýri Þórs þetta tímabilið. Evrópudeild UEFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira
Þór frá Akureyri er dottið úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir 0-1 tap fyrir FK Mladá Boleslav frá Tékklandi. Lukas Magera skoraði eina mark gestanna sem voru ívið sterkari. Þór klúðraði þó tveimur vítaspyrnum í leiknum og hefðu með smá heppni getað gert einvígið spennandi. Það var nokkuð hvasst á Akureyri í kvöld þegar Þór tók á móti FK Mladá Boleslav í annari umferð Evrópudeildarinnar. Leikurinn byrjaði rólega en gestirnir frá Tékklandi mun meira með boltann. Þórsarar beyttu skyndisóknum og Sveinn Elías Jónsson átti tvö fín færi eftir um tíu mínútna leik. Það var svo á 31. Mínútu sem fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós. Þar var að verki Lukas Magera sem skoraði af harðfylgi eftir hornspyrnu frá Jakob Mares sem var atkvæðamikill í liði gestanna. Aðeins tveimur mínútum seinna fengu Þórsarar vítaspyrnu þegar fyrirliði gestanna handlék knöttinn innan teigs. Ármann Pétur Ævarsson steig á punktinn en spyrnan var slök. Jan Seda í marki gestanna varði boltinn beint aftur til Ármanns sem var einn fyrir opnu marki en tókst á óskiljanlegan hátt að láta Seda í markinu verja aftur. Á lokamínútu hálfleiksins fékk framherji Tékkanna mjög gott færi eftir góðan undirbúning hjá fyrrnefndum Mares. Joshua Wicks sem stóð í marki Þórs í fyrsta sinn varði glæsilega. Seinni hálfleikur hófst líkt og sá fyrri. Fyrstu fimm mínúturnar voru gestirnir meira með boltann en næstu 10 mínútur voru algjörlega eign Þórs. Klárlega besti kafli þeirra í leiknum. Á 52. Mínútu fengu Þórsarar svo sína aðra vítaspyrnu í leiknum þegar Kristinn Þór Björnsson var felldur á markteig. Nú steig Jóhann Helgi upp en spyrnan var slök og töluvert framhjá. Ef það var ekki nóg til að drepa vonarneista heimamanna þá fékk Jóhann Helgi Hannesson sitt annað gula spjald á 68. Mínútu og þar með rautt. Fjórum mínútum seinna fengu gestirnir dauðafæri þegar þeir voru fjórir á móti einum varnarmanni Þórs. Boltinn barst til Vaclac Ondrejka en hann átti hörmulegt skot sem rétt náði að leka aftur fyrir endamörk. Eftir það fjaraði leikurinn út og 0-1 sigur gestanna staðreynd. Það verður að hrósa Þórsurum fyrir góða baráttu og fínan leik í kvöld. Þeir gáfu Tékkunum engan frið og með smá heppni hefði þetta getað orðið spennandi. Þar með lauk Evrópuævintýri Þórs þetta tímabilið.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Sjá meira