McIlroy blés á gagnrýni með sigri á PGA-meistaramótinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2012 09:15 Nordicphotos/Getty Norður-Írinn Rory McIlroy vann í gær sigur á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fór á Kiawah eyju í Suður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum. Yfirburðir McIlroy voru miklir en hann sigraði á þrettán höggum undir pari samanlagt eða átta höggum á undan Englendingnum David Lynn sem varð annar. McIlroy spilaði gallalaust golf í gær þar sem hann fékk sex fugla og tólf pör. Þetta er annar sigur McIlroy á risamóti í golfi en hann vann sigur á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Síðan þá hefur hann átt nokkuð erfitt uppdráttar þar sem hann komst meðal annars ekki í gegnum niðurskurðinn í titilvörn sinni á opna bandaríska og hafnaði í 60. sæti á opna breska í síðasta mánuði. „Ég hef verið nokkuð pirraður með frammistöðu mína á golfvellinum framan á ári en nokkrir fjölmiðlamenn voru þó að hringja viðvörunarbjöllunum að ástæðulausu," sagði McIlroy um gagnrýnina. McIlroy byrjaði í ástarsambandi með dönsku tennisstjörnunni Caroline Wozniacki fyrir um ári síðan og ýmsir talið hann í kjölfarið ekki nógu duglegan á æfingasvæðinu. „Ég held að það hafi ekki verið til betri leið til þess að svara þessari gagnrýni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá kom hún mér í gírinn," sagði McIlroy. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy vann í gær sigur á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fór á Kiawah eyju í Suður-Karólínu fylki í Bandaríkjunum. Yfirburðir McIlroy voru miklir en hann sigraði á þrettán höggum undir pari samanlagt eða átta höggum á undan Englendingnum David Lynn sem varð annar. McIlroy spilaði gallalaust golf í gær þar sem hann fékk sex fugla og tólf pör. Þetta er annar sigur McIlroy á risamóti í golfi en hann vann sigur á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Síðan þá hefur hann átt nokkuð erfitt uppdráttar þar sem hann komst meðal annars ekki í gegnum niðurskurðinn í titilvörn sinni á opna bandaríska og hafnaði í 60. sæti á opna breska í síðasta mánuði. „Ég hef verið nokkuð pirraður með frammistöðu mína á golfvellinum framan á ári en nokkrir fjölmiðlamenn voru þó að hringja viðvörunarbjöllunum að ástæðulausu," sagði McIlroy um gagnrýnina. McIlroy byrjaði í ástarsambandi með dönsku tennisstjörnunni Caroline Wozniacki fyrir um ári síðan og ýmsir talið hann í kjölfarið ekki nógu duglegan á æfingasvæðinu. „Ég held að það hafi ekki verið til betri leið til þess að svara þessari gagnrýni. Ef ég á að vera hreinskilinn þá kom hún mér í gírinn," sagði McIlroy.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira