Rory Mcllroy efstur á US PGA Kristinn Páll Teitsson skrifar 12. ágúst 2012 15:00 Rory Mcllroy Rory Mcllroy er efstur á US PGA mótinu eftir þrjá daga en leikmenn voru að ljúka síðustu holum þriðja hringsins rétt í þessu. Leik var frestað í gær vegna veðurs og í dag fóru fram síðustu holur þriðja dagsins. Rory byrjaði mótið vel, spilaði á fimm undir pari en dagur tvö var honum erfiðari þar sem hann lék á þremur höggum yfir pari. Hann svaraði því þá með öðrum hring fimm undir pari og er hann því sjö höggum undir pari fyrir loka hringinn. Carl Pettersson er þremur höggum eftir Rory og í öðru sæti en þriðja sætinu deila þrír leikmenn, Bo Van Pelt, Trevor Immelman og Adam Scott. Adam Scott er annað stórmótið í röð í toppbaráttunni en hann glutraði niður fjögurra högga forskoti á síðustu metrum Opna breska mótsins fyrir aðeins þremur vikum. Tiger Woods hafði verið að spila vel á mótinu fram að gærdeginum og var hann fjórum undir pari fyrir þriðja hringinn.Hann átti hinsvegar átti erfiðar fyrri 9 holur og áður en leik var hætt var hann fjórum höggum yfir pari á hringnum. Hann náði hinsvegar að lagfæra stöðu sína á seinni 9 holunum þar sem hann spilaði á tveimur undir pari og er hann því fimm höggum á eftir Rory fyrir lokahringinn. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rory Mcllroy er efstur á US PGA mótinu eftir þrjá daga en leikmenn voru að ljúka síðustu holum þriðja hringsins rétt í þessu. Leik var frestað í gær vegna veðurs og í dag fóru fram síðustu holur þriðja dagsins. Rory byrjaði mótið vel, spilaði á fimm undir pari en dagur tvö var honum erfiðari þar sem hann lék á þremur höggum yfir pari. Hann svaraði því þá með öðrum hring fimm undir pari og er hann því sjö höggum undir pari fyrir loka hringinn. Carl Pettersson er þremur höggum eftir Rory og í öðru sæti en þriðja sætinu deila þrír leikmenn, Bo Van Pelt, Trevor Immelman og Adam Scott. Adam Scott er annað stórmótið í röð í toppbaráttunni en hann glutraði niður fjögurra högga forskoti á síðustu metrum Opna breska mótsins fyrir aðeins þremur vikum. Tiger Woods hafði verið að spila vel á mótinu fram að gærdeginum og var hann fjórum undir pari fyrir þriðja hringinn.Hann átti hinsvegar átti erfiðar fyrri 9 holur og áður en leik var hætt var hann fjórum höggum yfir pari á hringnum. Hann náði hinsvegar að lagfæra stöðu sína á seinni 9 holunum þar sem hann spilaði á tveimur undir pari og er hann því fimm höggum á eftir Rory fyrir lokahringinn.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira