Tinna með eitt högg í forskot eftir fyrsta hringinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2012 12:43 Tinna Jóhannsdóttir. Mynd/Ernir Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er með eitt högg í forkost eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Stelpurnar eru því á leiðinni út aftur á eftir. Tinna lék fyrstu 18 holurnar á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í öðru sæti á sex höggum yfir pari og þriðja Keiliskonan, Signý Arnórsdóttir, er síðan í 3. sæti á átta höggum yfir pari. Tinna fékk einn fugl og fjóra skolla á hringnum en hún paraði sjö síðustu holurnar. Guðrún Brá var á parinu eftir fyrri níu en tapaði sex höggum á seinni níu holunum. Guðrún Brá fékk aftur á móti tvo fugla á fyrstu sjö holum dagsins. Hin fimmtán ára Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR hefur verið að spila vel í dag og var um tíma í öðru sæti. Hún endaði hringinn með því að fá fugl á 18. holunni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í efsta sæti með 6002,50 stig en hún verður ekki með í lokamótinu þar sem hún hefur haldið til Bandaríkjanna í nám. Signý er önnur með 5892,50 stig en Guðrún Brá í þriðja sæti með 5241,25 stig. Fari Signý með sigur af hólmi í Grafarholti verður hún einnig stigameistari.Staðan eftir 18 holur hjá konunum: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK +5 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +6 3. Signý Arnórsdóttir, GK +8 4. Guðrún Pétursdóttir, GR +9 4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +9 6. Karen Guðnadóttir, GS +11 6. Hansína Þorkelsdóttir, GKG +11 6. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK +11 9. Heiða Guðnadóttir, GKJ +13 10. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK +14 Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tinna Jóhannsdóttir úr Keili er með eitt högg í forkost eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Stelpurnar eru því á leiðinni út aftur á eftir. Tinna lék fyrstu 18 holurnar á 76 höggum eða fimm höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er í öðru sæti á sex höggum yfir pari og þriðja Keiliskonan, Signý Arnórsdóttir, er síðan í 3. sæti á átta höggum yfir pari. Tinna fékk einn fugl og fjóra skolla á hringnum en hún paraði sjö síðustu holurnar. Guðrún Brá var á parinu eftir fyrri níu en tapaði sex höggum á seinni níu holunum. Guðrún Brá fékk aftur á móti tvo fugla á fyrstu sjö holum dagsins. Hin fimmtán ára Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR hefur verið að spila vel í dag og var um tíma í öðru sæti. Hún endaði hringinn með því að fá fugl á 18. holunni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er í efsta sæti með 6002,50 stig en hún verður ekki með í lokamótinu þar sem hún hefur haldið til Bandaríkjanna í nám. Signý er önnur með 5892,50 stig en Guðrún Brá í þriðja sæti með 5241,25 stig. Fari Signý með sigur af hólmi í Grafarholti verður hún einnig stigameistari.Staðan eftir 18 holur hjá konunum: 1. Tinna Jóhannsdóttir, GK +5 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK +6 3. Signý Arnórsdóttir, GK +8 4. Guðrún Pétursdóttir, GR +9 4. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +9 6. Karen Guðnadóttir, GS +11 6. Hansína Þorkelsdóttir, GKG +11 6. Sara Margrét Hinriksdóttir, GK +11 9. Heiða Guðnadóttir, GKJ +13 10. Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK +14
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira