Tiger "á bekknum“ í fyrsta sinn á ferlinum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. september 2012 08:52 Davis Love þriðji, fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins í golfi, tók þá ákvörðun að hvíla Tiger Woods í fyrri keppni dagsins. Það er í fyrsta sinn á ferli Tigers að hann er settur „á bekkinn" í þessari keppni. Keppt verður í fjórmenningi á fyrri hluta dagsins og munu þeir Tiger og Steve Stricker þurfa að fylgjast með félögum sínum úr fjarska. Þeir töpuðu báðum sínum viðureignum í gær, fyrst gegn Ian Poulter og Justin Rose í fjórmenningi og svo fyrir þeim Nicolas Colsaerts og Lee Westwood í fjórleik - þrátt fyrir að Tiger hafði náð sjö fuglum á sínum bolta. „Ég held að Tiger þurfi hvíld og það sama á við um Steve," sagði Love við fjölmiðlamenn eftir að hann tilkynnti keppnisliðin. „Við þurfum á þeim að halda síðar í dag og á morgun." „Við vildum ekki að neinn kylfingur myndi þurfa að spila fimm viðureignir á þessum velli. Þetta er langur völlur og það yrði erfitt fyrir hvern sem er." Tiger er nú að keppa í sinni sjöundu Ryder-bikarkeppni en hefur þrátt fyrir sinn glæsilega feril tapað fleiri viðureignum en hann hefur unnið (þrettán sigrar, sextán töp, tvö jafntefli). Staðan eftir fyrsta keppnisdaginn er 5-3, Bandaríkjunum í vil. Hér eru viðureignir dagsins í fjórmenningi: Bubba Watson / Webb Simpson (USA) - Justin Rose / Ian Poulter (EVR) Phil Mickelson / Keegan Bradley (USA) - Lee Westwood / Luke Donald (EVR) Jason Dufner / Zach Johnson (USA) - Nicolas Colsaerts / Sergio Garcia (EVR) Jim Furyk / Brandt Snedeker (USA) - Rory McIlroy / Graeme McDowell (EVR) Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Davis Love þriðji, fyrirliði bandaríska Ryder-liðsins í golfi, tók þá ákvörðun að hvíla Tiger Woods í fyrri keppni dagsins. Það er í fyrsta sinn á ferli Tigers að hann er settur „á bekkinn" í þessari keppni. Keppt verður í fjórmenningi á fyrri hluta dagsins og munu þeir Tiger og Steve Stricker þurfa að fylgjast með félögum sínum úr fjarska. Þeir töpuðu báðum sínum viðureignum í gær, fyrst gegn Ian Poulter og Justin Rose í fjórmenningi og svo fyrir þeim Nicolas Colsaerts og Lee Westwood í fjórleik - þrátt fyrir að Tiger hafði náð sjö fuglum á sínum bolta. „Ég held að Tiger þurfi hvíld og það sama á við um Steve," sagði Love við fjölmiðlamenn eftir að hann tilkynnti keppnisliðin. „Við þurfum á þeim að halda síðar í dag og á morgun." „Við vildum ekki að neinn kylfingur myndi þurfa að spila fimm viðureignir á þessum velli. Þetta er langur völlur og það yrði erfitt fyrir hvern sem er." Tiger er nú að keppa í sinni sjöundu Ryder-bikarkeppni en hefur þrátt fyrir sinn glæsilega feril tapað fleiri viðureignum en hann hefur unnið (þrettán sigrar, sextán töp, tvö jafntefli). Staðan eftir fyrsta keppnisdaginn er 5-3, Bandaríkjunum í vil. Hér eru viðureignir dagsins í fjórmenningi: Bubba Watson / Webb Simpson (USA) - Justin Rose / Ian Poulter (EVR) Phil Mickelson / Keegan Bradley (USA) - Lee Westwood / Luke Donald (EVR) Jason Dufner / Zach Johnson (USA) - Nicolas Colsaerts / Sergio Garcia (EVR) Jim Furyk / Brandt Snedeker (USA) - Rory McIlroy / Graeme McDowell (EVR)
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira