Golf landsliðið lék vel í Tyrklandi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 7. október 2012 13:56 Rúnar lék vel á lokahringnum Rúnar Arnórsson Mynd/Seth Íslenska karlalandsliðið í golfi stóð sig vel á heimsmeistaramótinu sem lauk i dag í Tyrklandi. Liðið hafnaði í 28. til 32. sæti á tveimur höggum yfir pari en alls tóku 72 þjóðir þátt í mótinu. Vegna veðurs varð að stytta mótið úr 72 holum í 54 holur. Á lokahringnum var það Rúnar Arnórsson sem lék best íslensku kylfinganna en hann lék á 70 höggum, einu höggi undir pari. Axel Bóasson lék á 71 höggi eða á pari vallarins og Haraldur Franklín Magnús lék á þremur höggum yfir pari. Það voru Bandaríkjamenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar en þeir léku hringina þrjá á 24 höggum undir pari. Í öðru sæti varð lið Mexíkó á 19 höggum undir pari og þriðja til fimmta sæti urðu Suður-Kórea, Þýskaland og Frakkland á 15 höggum undir pari. Í einstaklingskeppninni var það Sebastian Vazquez frá Mexíkó sem sigraði. Hann lék hringina þrjá á 15 höggum undir pari eða 199 höggum. Axel Bóasson hafnaði í 39. til 47. sæti, á 214 höggum eða á pari. Haraldur Franklín Magnús varð í 81. til 89. sæti. Hann lék á 220 höggum eða á 6 yfir pari og Rúnar Arnórsson hafnaði í 99. til 102. sæti. Hann lék á 222 höggum eða 8 yfir pari. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í golfi stóð sig vel á heimsmeistaramótinu sem lauk i dag í Tyrklandi. Liðið hafnaði í 28. til 32. sæti á tveimur höggum yfir pari en alls tóku 72 þjóðir þátt í mótinu. Vegna veðurs varð að stytta mótið úr 72 holum í 54 holur. Á lokahringnum var það Rúnar Arnórsson sem lék best íslensku kylfinganna en hann lék á 70 höggum, einu höggi undir pari. Axel Bóasson lék á 71 höggi eða á pari vallarins og Haraldur Franklín Magnús lék á þremur höggum yfir pari. Það voru Bandaríkjamenn sem stóðu uppi sem sigurvegarar en þeir léku hringina þrjá á 24 höggum undir pari. Í öðru sæti varð lið Mexíkó á 19 höggum undir pari og þriðja til fimmta sæti urðu Suður-Kórea, Þýskaland og Frakkland á 15 höggum undir pari. Í einstaklingskeppninni var það Sebastian Vazquez frá Mexíkó sem sigraði. Hann lék hringina þrjá á 15 höggum undir pari eða 199 höggum. Axel Bóasson hafnaði í 39. til 47. sæti, á 214 höggum eða á pari. Haraldur Franklín Magnús varð í 81. til 89. sæti. Hann lék á 220 höggum eða á 6 yfir pari og Rúnar Arnórsson hafnaði í 99. til 102. sæti. Hann lék á 222 höggum eða 8 yfir pari.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira