Enduruppspretta Ayn Rand 30. október 2012 10:43 Sló í gegn með Uppsprettunni árið 1943 en stórvirki hennar, Undirstaðan, kom út 1956. Rand var umdeildur höfundur en frjálshyggjumenn tóku skáldskap hennar og hugmyndafræði opnum örmum. Nordicphotos/getty Undirstaðan, eða Atlas Shrugged eins og hún heitir á frummálinu, eftir rússnesk-bandaríska rithöfundinn Ayn Rand kom út á vegum Almenna bókafélagsins fyrir helgi. Undirstaðan, sem kom út árið 1956, er jafnan álitið helsta stórvirki Rand enda bókin engin smásmíði 1.146 blaðsíður í þýðingu Elínar Guðmundsdóttur. Undirstaðan er hugmyndafræðilegt framhald Uppsprettunnar (e. The Fountainhead) sem Ayn Rand sló í gegn með árið 1943 (og kom út í íslenskri þýðingu Þorsteins Siglaugssonar í fyrra). Fyrsta skáldsaga Rand, We the Living, kom út 1934 en birtist sem framhaldssaga í Morgunblaðinu undir heitinu Kíra Argúnova árið 1949. Hún kemur út á vegum Almenna bókafélagsins á næsta ári og hefur Frosti Logason útvarpsmaður búið hana til prentunar, en hann skrifað BA-ritgerð sína í stjórnmálafræði um Rand og stjórnmálaheimspeki hennar. Frosti komst fyrst í kynni við verk Rand í stjórnmálafræðinámi sínu. "Það var af persónulegum áhuga sem ég fór að grufla í verkum hennar," segir hann. "Ég er trúleysingi og fékk áhuga á þeim þætti í fræðum hennar og heillaðist af áherslunni sem hún leggur á frelsi og ekki síður ábyrgð einstaklingsins; að hann geti ekki sett örlög sín í hendur einhvers almættis eða yfirvalda heldur verður að axla ábyrgð á þeim sjálfur. Í framhaldinu fór ég að kynna mér verk hennar betur og það var afar fátt sem mér hugnaðist ekki, hún talaði mjög sterkt til mín." Hugmyndafræði og heimspekikenningar Rand hafa verið mikið gagnrýndar í gegnum tíðina og sumir vilja meina að með hruni fjármálakerfisins 2008 hafi hugmyndir hennar og frjálshyggjunnar hreinlega gengið sér til húðar. Því er Frosti ósammála og telur hann boðskap Rand eiga brýnt erindi nú. "Ef hér hefði ríkt frjálshyggja í anda Ayn Rand hefðu bankar þurft að bera ábyrgð á aðgerðum sínum og þar af leiðandi ekki farið jafn óvarlega og þeir gerðu. Að skattgreiðendur og seðlabankar hafi þurft að axla tjónið á tapi einkabanka er í hrópandi ósamræmi við hugmyndafræði Rand og hún hefði aldrei fallist á það. Að þessu leyti held ég að boðskapur hennar eigi brýnt erindi." Ayn Rand fæddist í Rússlandi 1905 en fluttist til Bandaríkjanna 1926 og gerðist farsæll handritahöfundur í Hollywood, þar til hún sló í gegn með skáldsögunni Uppsprettunni árið 1943. Hornsteinninn í verkum Rand er heimspekikerfi hennar, hluthyggjan, sem gengur út á að einstaklingurinn sé mikilvægasta grunneining samfélagsins og æðsta skylda hans sé að vinna að rökréttum hagsmunum sínum. Leiðin að þessum markmiðum væri í gegnum frjálsan markaðsbúskap með lágmarksríkisafskiptum. Rand var stækur andstæðingur heildarhyggju, þar sem áhersla var lögð á ábyrgð einstaklingsins gagnvart samfélaginu, og taldi það ávísun á sníkjulífi. Hugmyndafræði Rand og verk hennar voru umdeild en hún hefur átt upp á pallborðið hjá frjálshyggjumönnum sem hafa tekið skáldskap hennar opnum örmum og bækur hennar hafa selst í milljónum eintaka. Mest lesið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Undirstaðan, eða Atlas Shrugged eins og hún heitir á frummálinu, eftir rússnesk-bandaríska rithöfundinn Ayn Rand kom út á vegum Almenna bókafélagsins fyrir helgi. Undirstaðan, sem kom út árið 1956, er jafnan álitið helsta stórvirki Rand enda bókin engin smásmíði 1.146 blaðsíður í þýðingu Elínar Guðmundsdóttur. Undirstaðan er hugmyndafræðilegt framhald Uppsprettunnar (e. The Fountainhead) sem Ayn Rand sló í gegn með árið 1943 (og kom út í íslenskri þýðingu Þorsteins Siglaugssonar í fyrra). Fyrsta skáldsaga Rand, We the Living, kom út 1934 en birtist sem framhaldssaga í Morgunblaðinu undir heitinu Kíra Argúnova árið 1949. Hún kemur út á vegum Almenna bókafélagsins á næsta ári og hefur Frosti Logason útvarpsmaður búið hana til prentunar, en hann skrifað BA-ritgerð sína í stjórnmálafræði um Rand og stjórnmálaheimspeki hennar. Frosti komst fyrst í kynni við verk Rand í stjórnmálafræðinámi sínu. "Það var af persónulegum áhuga sem ég fór að grufla í verkum hennar," segir hann. "Ég er trúleysingi og fékk áhuga á þeim þætti í fræðum hennar og heillaðist af áherslunni sem hún leggur á frelsi og ekki síður ábyrgð einstaklingsins; að hann geti ekki sett örlög sín í hendur einhvers almættis eða yfirvalda heldur verður að axla ábyrgð á þeim sjálfur. Í framhaldinu fór ég að kynna mér verk hennar betur og það var afar fátt sem mér hugnaðist ekki, hún talaði mjög sterkt til mín." Hugmyndafræði og heimspekikenningar Rand hafa verið mikið gagnrýndar í gegnum tíðina og sumir vilja meina að með hruni fjármálakerfisins 2008 hafi hugmyndir hennar og frjálshyggjunnar hreinlega gengið sér til húðar. Því er Frosti ósammála og telur hann boðskap Rand eiga brýnt erindi nú. "Ef hér hefði ríkt frjálshyggja í anda Ayn Rand hefðu bankar þurft að bera ábyrgð á aðgerðum sínum og þar af leiðandi ekki farið jafn óvarlega og þeir gerðu. Að skattgreiðendur og seðlabankar hafi þurft að axla tjónið á tapi einkabanka er í hrópandi ósamræmi við hugmyndafræði Rand og hún hefði aldrei fallist á það. Að þessu leyti held ég að boðskapur hennar eigi brýnt erindi." Ayn Rand fæddist í Rússlandi 1905 en fluttist til Bandaríkjanna 1926 og gerðist farsæll handritahöfundur í Hollywood, þar til hún sló í gegn með skáldsögunni Uppsprettunni árið 1943. Hornsteinninn í verkum Rand er heimspekikerfi hennar, hluthyggjan, sem gengur út á að einstaklingurinn sé mikilvægasta grunneining samfélagsins og æðsta skylda hans sé að vinna að rökréttum hagsmunum sínum. Leiðin að þessum markmiðum væri í gegnum frjálsan markaðsbúskap með lágmarksríkisafskiptum. Rand var stækur andstæðingur heildarhyggju, þar sem áhersla var lögð á ábyrgð einstaklingsins gagnvart samfélaginu, og taldi það ávísun á sníkjulífi. Hugmyndafræði Rand og verk hennar voru umdeild en hún hefur átt upp á pallborðið hjá frjálshyggjumönnum sem hafa tekið skáldskap hennar opnum örmum og bækur hennar hafa selst í milljónum eintaka.
Mest lesið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Aðeins eitt rétt svar í spurningakeppni um raunir ungs fólks Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira