Þóra Björg: Það furðulegasta sem ég hef lent í á ferlinum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2012 19:45 Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir og samherjar hennar hjá LdB Malmö sáu á eftir sænska meistaratitlinum til Tyresö en liðin mættust í hreinum úrslitaleik um titilinn í Malmö í gær. „Við erum að reyna að jafna okkur á þessu," segir Þóra Björg í samtali við Vísi en Malmö tapaði leiknum 1-0 eins og fjallað var um á Vísi í gær. Auk Þóru leikur Sara Björk Gunnarsdóttir með sænska liðinu. „Þetta var hörkuspennandi leikur og færi á báða bóga," segir Þóra en Malmö klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik auk þess að eiga skot í slána í þeim síðari. Umrædd atvik má sjá hér. „Þær settu fínt mark á okkur á 81. mínútu og svo skoruðum við beint á eftir. Þá átti sér stað furðulegasta atvik sem ég hef upplifað á ferlinum," segir Þóra.Atvikið umrædda má sjá með því að smella hér. Leikmaður Malmö sendir fyrir markið frá hægri og markvörður Tyresö missir boltann úr höndum sér þar sem hún stendur á línunni. Hún nær þó að grípa boltann aftur þar sem hann virtist kominn inn í markið. Aðstoðardómarinn gefur til kynna að mark hafi verið skorað, heimakonur fagna en gestirnir mótmæla. „Dómarinn flautar og fer til línuvarðarins. Dómarinn ákveður að hún hafi verið í betri aðstöðu til að sjá atvikið þó svo að hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu. Dómarinn dæmir ekki mark," segir Þóra en afar erfitt er að fullyrða af sjónvarpsmyndunum, sem vísað er til hér að ofan, hvort allur boltinn hafi verið inni eða ekki. „Ég var auðvitað ótrúlega langt frá þessu en maður veltir fyrir sér hvað sé rétt í þessu fyrst línuvörðurinn hljóp tilbaka," segir Þóra en á henni er að heyra að flestir telji að markið hafi ranglega verið dæmt af Malmö. „Það eru til myndir af þessu þar sem boltinn sést inni. Myndirnar eru misgóðar og boltinn mismikið inni en það segja allir að boltinn hafi verið inni," segir Þóra. Svekkelsi Malmö er ekki minna fyrir þær sakir að liðið hafði fimm stiga forskot á toppnum þegar tvær umferðir voru eftir. Liðið mætti Umeå um síðustu helgi á útivelli og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli. Sigur hefði tryggt liðinu titilinn en jafnteflið gerði leikinn gegn Tyresö að hreinum úrslitaleik. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi gegn Umeå. Þá fengum við samskonar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skildi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningamerki við það," segir Þóra. Liðsmenn Malmö halda í fyrramálið til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona á miðvikudag í Meistaradeild Evrópu. Malmö vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Þóra Björg Helgadóttir og samherjar hennar hjá LdB Malmö sáu á eftir sænska meistaratitlinum til Tyresö en liðin mættust í hreinum úrslitaleik um titilinn í Malmö í gær. „Við erum að reyna að jafna okkur á þessu," segir Þóra Björg í samtali við Vísi en Malmö tapaði leiknum 1-0 eins og fjallað var um á Vísi í gær. Auk Þóru leikur Sara Björk Gunnarsdóttir með sænska liðinu. „Þetta var hörkuspennandi leikur og færi á báða bóga," segir Þóra en Malmö klúðraði vítaspyrnu í fyrri hálfleik auk þess að eiga skot í slána í þeim síðari. Umrædd atvik má sjá hér. „Þær settu fínt mark á okkur á 81. mínútu og svo skoruðum við beint á eftir. Þá átti sér stað furðulegasta atvik sem ég hef upplifað á ferlinum," segir Þóra.Atvikið umrædda má sjá með því að smella hér. Leikmaður Malmö sendir fyrir markið frá hægri og markvörður Tyresö missir boltann úr höndum sér þar sem hún stendur á línunni. Hún nær þó að grípa boltann aftur þar sem hann virtist kominn inn í markið. Aðstoðardómarinn gefur til kynna að mark hafi verið skorað, heimakonur fagna en gestirnir mótmæla. „Dómarinn flautar og fer til línuvarðarins. Dómarinn ákveður að hún hafi verið í betri aðstöðu til að sjá atvikið þó svo að hún hafi í raun ekki verið í neinni aðstöðu. Dómarinn dæmir ekki mark," segir Þóra en afar erfitt er að fullyrða af sjónvarpsmyndunum, sem vísað er til hér að ofan, hvort allur boltinn hafi verið inni eða ekki. „Ég var auðvitað ótrúlega langt frá þessu en maður veltir fyrir sér hvað sé rétt í þessu fyrst línuvörðurinn hljóp tilbaka," segir Þóra en á henni er að heyra að flestir telji að markið hafi ranglega verið dæmt af Malmö. „Það eru til myndir af þessu þar sem boltinn sést inni. Myndirnar eru misgóðar og boltinn mismikið inni en það segja allir að boltinn hafi verið inni," segir Þóra. Svekkelsi Malmö er ekki minna fyrir þær sakir að liðið hafði fimm stiga forskot á toppnum þegar tvær umferðir voru eftir. Liðið mætti Umeå um síðustu helgi á útivelli og mátti sætta sig við 1-1 jafntefli. Sigur hefði tryggt liðinu titilinn en jafnteflið gerði leikinn gegn Tyresö að hreinum úrslitaleik. „Við áttum auðvitað að klára þetta um síðustu helgi gegn Umeå. Þá fengum við samskonar mark á okkur og það sem ekki stóð gegn Tyresö. Það var mjög vafasamt hvort boltinn hefði farið yfir línuna. Dómarinn ákvað að markið skildi standa og maður tekur því. En þegar dómararnir eru ekki sammála og aðaldómari, sem er í engri aðstöðu, breytir ákvörðun línuvarðarins verður maður að setja spurningamerki við það," segir Þóra. Liðsmenn Malmö halda í fyrramálið til Ítalíu þar sem liðið mætir Verona á miðvikudag í Meistaradeild Evrópu. Malmö vann 1-0 sigur í fyrri leiknum í Svíþjóð.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira