Þjóðverjar eru til fyrirmyndar Kjartan Guðmundsson skrifar 24. mars 2012 21:00 köttari Halldór Gylfason hefur um ævina meðal annars ætlað sér að verða íþróttamaður og tollvörður, en á að baki farsælan feril sem leikari og tónlistarmaður.fréttablaðið/haG Halldór Gylfason fer með hlutverk breska séntilmannsins Adrian Higgins í Hótel Volkswagen, nýju verki eftir Jón Gnarr sem frumsýnt er í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hann sagði Kjartani Guðmundssyni frá sjálfsblekkingu, skinkubréfum og sumarfrísplani. Fyrsta skiptið sem ég kom fram opinberlega sem skemmtikraftur var í MH. Sjálfur var ég í MS en Óli frændi minn var í skemmtinefnd MH og hafði heyrt mig spila nokkur frumsamin, einlæg og dálítið bjánaleg lög í fjölskylduboði. Hann vildi fá mig og Sigurjón bróður minn til að skemmta í busavígslu skólans og við samþykktum það, en þegar við komum á staðinn var ókyrrð og ólæti í salnum og hvorki staður né stund fyrir tónleika. Páll Óskar, sem var í kjól, kynnti okkur á svið sem frændur hans Óla. Það var verið að níðast á busunum, þetta var ömurlegt og enginn að hlusta, nema nokkrir á fremsta bekk sem púuðu á okkur. Þeirra á meðal var Benedikt Erlingsson," rifjar Halldór Gylfason upp sín fyrstu kynni af manninum sem leikstýrir honum þessa dagana í verkinu Hótel Volkswagen eftir Jón Gnarr, sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld. Halldór tekur þó fram að hann erfi þetta atvik ekki við Benedikt, þótt vissulega hafi honum sárnað á sínum tíma. Halldór, sem síðan hefur gert það gott sem meðlimur í hljómsveitinni Geirfuglunum, hefur raunar verið með annan fótinn í tónlist frá gagnfræðaskólaaldri og byrjaði snemma að semja lög. „Meðal þeirra fyrstu var lag sem ég samdi um Dallas-þættina þegar ég var nítján ára. Ég var svakalegur Dallas-nörd og er enn þeirrar skoðunar að ekkert sjónvarpsefni komist með tærnar þar sem Ewing-fjölskyldan hefur hælana. Ég hef séð alla þættina, frá upphafi til enda, og í þeim er hrein og tær persónusköpun, oft og tíðum afbragðsgóður leikur og ef rýnt er í þá er um að ræða djúpt og flott stöff í líkingu við gríska harmleiki eða Shakespeare. Ég ræddi þættina í þaula við vini mína og fjölskyldu á sínum tíma og samdi þetta lag þar sem segir meðal annars: „JR á skjáinn, ég á ekki lengur neitt hobbí. Ég hræðist ei manninn með ljáinn og hugur minn beinist að Bobby". Þegar eitthvað hefur svona djúpstæð áhrif á mann verður kveðskapurinn sannur," segir hann og bætir við að hann hafi verið beðinn um að taka Dallas-lagið í partíi fyrir nokkrum árum og það hafi staðist tímans tönn. Leikur aðalsborinn aumingjaHótel Volkswagen er afrakstur starfs Jóns Gnarr sem hússkálds Borgarleikhússins árið 2010, en verkið er að hluta byggt á samnefndu útvarpsleikriti sem frumflutt var í útvarpsþáttunum Heimsendi sem borgarstjórinn núverandi og Sigurjón Kjartansson sáu um á Rás 2 fyrir nærri tveimur áratugum. Hlustaðir þú á útvarpsleikritið á sínum tíma? „Já, ég man mjög vel eftir þáttunum þeirra Jóns og Sigurjóns á Rás 2 og fannst þeir rosalega skemmtilegir. Þá var ég í leiklistarskólanum og ég man að mér þótti grínið þeirra svo nýtt, ferskt og spennandi að mig dreymdi um að fá að spreyta mig á einhverju sem þeir félagarnir kæmu nálægt í framtíðinni. Ég leik Adrian Higgins, breskan séntilmann og aristókrat sem klæðist fínum fötum og borðar fínan mat, hreyfir sig lítið og vinnur ekkert. Í rauninni er hann aðalsborinn aumingi. Adrian er giftur Paul Jenkins, en hann er karlmaður sem þykist vera kona og allir samþykkja það og leiða hjá sér. Adrian og Paul eru sífellt að reyna að eignast barn, sem gengur illa. Það er hluti af sjálfsblekkingunni sem er allsráðandi á Hótel Volkswagen. Svenni, sá sem rekur hótelið, upplifir sig sem ægilegt gáfumenni og djúpþenkjandi gúrú en hefur alla sína grunnu þekkingu úr blaðafyrirsögnum. Þetta er bilað fólk sem reynir að viðhalda ríkjandi ástandi. Sá eini sem engu lýgur og er heill í sínu er nasistaforinginn." Er þetta súrrealískt verk? Ádeila jafnvel? „Það er undiralda í verkinu. Það fjallar um sjálfsblekkinguna sem er alls staðar og gegnir því hlutverki að halda öllum góðum. Ég veit ekki hvort það er súrrealískt en það er skrýtið og ótrúlega sniðugt og fyndið. Það er tæpt á geðveiki, samkynhneigð, subbuskap og ýmsu fleira skemmtilegu. Svo er líka smá nekt í verkinu og tveir þýskir fjárhundar, en hundurinn úr Galdrakarlinum í Oz fékk ekki hlutverk. Okkur hefði þótt það of skrýtið að nasistaforinginn væri með sama hund og Dóra." En hvar er Hótel Volkswagen? „Tja, hvar er Hálsaskógur? Hvar eru Kardemommubærinn og Hvergiland? Þetta er ævintýraland. Kannski vilja einhverjir meina að Hótel Volkswagen sé Ísland." Ætlaði að verða tollvörðurHalldór, sem er fæddur árið 1970, útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1997 og hefur verið fastráðinn leikari í Borgarleikhúsinu frá 1998, auk þess að koma fram í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda. Lengi framan af ævinni stefndi hann á frama í íþróttum, æfði meðal annars fótbolta, handbolta, hestaíþróttir og sund með ágætis árangri að eigin sögn, en hætti öllu slíku stússi um átján ára aldurinn. Hvernig breyttust áherslurnar? „Ég fékk bakteríuna og vildi komast á svið. Ég rétt komst inn í Leiklistarskólann í annarri tilraun vegna þess að einn strákur, Selfyssingur um þrítugt, hætti við. Í millitíðinni vann ég á geðdeildum og velti fyrir mér að fara til útlanda að læra leiklist, en það var dýrt og ég var lélegur í ensku. Á tímabili var ég að hugsa um að gerast tollvörður. Hugsaði með mér að það væri þægilegt djobb og gott að geta stungið á sig einni og einni bokku og skinkubréfi. En ef ég hefði gerst tollari hefði ég ekki verið svo heppinn að fá að takast á við öll þessi stórskemmtilegu verkefni sem ég hef unnið að." Árin í Borgarleikhúsinu eru orðin fjórtán talsins. Þú kannt vel við þig þar? „Já, alveg frábærlega. Ég hef verið mjög heppinn með verkefni, því þau hafa verið virkilega fjölbreytt. Ég er mikill liðsheildar-leikari. Mitt markmið er ávallt að búa til góða sýningu með góðum hópi, frekar en að moka undir einhvern einn sem er aðal, gerir allt og fær allt hrósið. Ég er meira fyrir hópvinnuna og gildir þá einu hvaða hlutverki ég gegni í þeim hópi. Þetta er bara eins og með þýska landsliðið í knattspyrnu. Þeir eru svo agaðir og massífir og þar er alvöru liðsheild á ferðinni. Þeir eiga kannski fáar stjörnur en eru samt ótrúlega góðir vegna þess að liðsheildin virkar. Það er uppskriftin að góðum árangri. Berum Þjóðverjana svo saman við Englendinga, þar sem allt snýst um eina eða tvær stjörnur og svo geta þeir aldrei neitt." Gerirðu þá ráð fyrir að fylgjast vel með EM í knattspyrnu í sumar? „Já, að sjálfsögðu og ég styð Þjóðverja til góðra verka. Annars er ég einmitt að byrja að huga að sumrinu þessa dagana og geri ráð fyrir að veiða dálítið og fara með Höllu Skúladóttur konunni minni og börnunum Gylfa og Lovísu til útlanda. Til Spánar, jafnvel." Köttarar komnir með bumburTalandi um fótbolta. Þú ert uppalinn í Þróttarahverfinu og harður stuðningsmaður liðsins. Fyrir um tíu til fimmtán árum vöktu Köttarar, stuðningsmannahópur félagsins, mikla athygli fyrir skemmtilega og fjöruga umgjörð um leiki liðsins þar sem þú varst áberandi. Minna hefur borið á slíku hin síðari ár. Hvað veldur? „Þetta var rosalega skemmtilegt þarna í kringum 1997, en Köttararnir sem stóðu mest í þessu þá eru hreinlega orðnir gamlir og komnir með fjölskyldur og bumbur. Þá er erfiðara að rífa upp stemningu á fótboltavelli og manni finnst eiginlega að slíkt eigi að vera í höndum yngri manna. Það hefur ekki tekist nægilega vel að færa keflið niður á við, þótt stemningin í Þrótti hafi á köflum verið góð síðustu ár. Verkefnið var alltaf að Þróttarar væru ekki endilega bestir en að við værum flottastir og skemmtilegastir, og við þurfum að endurnýja þessa hugsun innan félagsins. Sjálfur mæti ég enn þá á alla leiki sem ég get." Hverjar eru væntingarnar fyrir sumarið í 1. deildinni? „Við erum með ungt og sprækt lið núna og ég held að félagið sé að fara skynsama leið með að reyna að halda í stráka sem eru uppaldir í liðinu. Framtíðin ætti því að bera björt, en það veltur mikið á því hvort hægt sé að gera þessum ungu og efnilegu strákum grein fyrir því að árangur liðsins sé í þeirra höndum, að þeir hafi möguleika á að búa sjálfir til eitthvað nýtt og stórt með því að halda hópnum saman í stað þess að tveir eða þrír hverfi alltaf á braut til annarra liða þar sem brautin hefur verið rudd fyrir þá. Það er hrikalegt að sjá átján eða nítján ára efnilega stráka fara til stærri liða til þess eins að sitja á bekknum. Að sjá svona frægðarfangara fara til þessara siðblindu hákarla, KR, FH og Vals, sem nenna ekki sjálfir að ala upp góða yngri flokka heldur leggja alla áherslu á að borga einhverjum útbrunnum leikmönnum svimandi upphæðir og sækja svo unga og efnilega stráka í önnur lið. Þessi félög láta aðra vinna skítverkin fyrir sig. Ég fyrirlít KR, FH og Val!" Lífið Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Halldór Gylfason fer með hlutverk breska séntilmannsins Adrian Higgins í Hótel Volkswagen, nýju verki eftir Jón Gnarr sem frumsýnt er í Borgarleikhúsinu í kvöld. Hann sagði Kjartani Guðmundssyni frá sjálfsblekkingu, skinkubréfum og sumarfrísplani. Fyrsta skiptið sem ég kom fram opinberlega sem skemmtikraftur var í MH. Sjálfur var ég í MS en Óli frændi minn var í skemmtinefnd MH og hafði heyrt mig spila nokkur frumsamin, einlæg og dálítið bjánaleg lög í fjölskylduboði. Hann vildi fá mig og Sigurjón bróður minn til að skemmta í busavígslu skólans og við samþykktum það, en þegar við komum á staðinn var ókyrrð og ólæti í salnum og hvorki staður né stund fyrir tónleika. Páll Óskar, sem var í kjól, kynnti okkur á svið sem frændur hans Óla. Það var verið að níðast á busunum, þetta var ömurlegt og enginn að hlusta, nema nokkrir á fremsta bekk sem púuðu á okkur. Þeirra á meðal var Benedikt Erlingsson," rifjar Halldór Gylfason upp sín fyrstu kynni af manninum sem leikstýrir honum þessa dagana í verkinu Hótel Volkswagen eftir Jón Gnarr, sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld. Halldór tekur þó fram að hann erfi þetta atvik ekki við Benedikt, þótt vissulega hafi honum sárnað á sínum tíma. Halldór, sem síðan hefur gert það gott sem meðlimur í hljómsveitinni Geirfuglunum, hefur raunar verið með annan fótinn í tónlist frá gagnfræðaskólaaldri og byrjaði snemma að semja lög. „Meðal þeirra fyrstu var lag sem ég samdi um Dallas-þættina þegar ég var nítján ára. Ég var svakalegur Dallas-nörd og er enn þeirrar skoðunar að ekkert sjónvarpsefni komist með tærnar þar sem Ewing-fjölskyldan hefur hælana. Ég hef séð alla þættina, frá upphafi til enda, og í þeim er hrein og tær persónusköpun, oft og tíðum afbragðsgóður leikur og ef rýnt er í þá er um að ræða djúpt og flott stöff í líkingu við gríska harmleiki eða Shakespeare. Ég ræddi þættina í þaula við vini mína og fjölskyldu á sínum tíma og samdi þetta lag þar sem segir meðal annars: „JR á skjáinn, ég á ekki lengur neitt hobbí. Ég hræðist ei manninn með ljáinn og hugur minn beinist að Bobby". Þegar eitthvað hefur svona djúpstæð áhrif á mann verður kveðskapurinn sannur," segir hann og bætir við að hann hafi verið beðinn um að taka Dallas-lagið í partíi fyrir nokkrum árum og það hafi staðist tímans tönn. Leikur aðalsborinn aumingjaHótel Volkswagen er afrakstur starfs Jóns Gnarr sem hússkálds Borgarleikhússins árið 2010, en verkið er að hluta byggt á samnefndu útvarpsleikriti sem frumflutt var í útvarpsþáttunum Heimsendi sem borgarstjórinn núverandi og Sigurjón Kjartansson sáu um á Rás 2 fyrir nærri tveimur áratugum. Hlustaðir þú á útvarpsleikritið á sínum tíma? „Já, ég man mjög vel eftir þáttunum þeirra Jóns og Sigurjóns á Rás 2 og fannst þeir rosalega skemmtilegir. Þá var ég í leiklistarskólanum og ég man að mér þótti grínið þeirra svo nýtt, ferskt og spennandi að mig dreymdi um að fá að spreyta mig á einhverju sem þeir félagarnir kæmu nálægt í framtíðinni. Ég leik Adrian Higgins, breskan séntilmann og aristókrat sem klæðist fínum fötum og borðar fínan mat, hreyfir sig lítið og vinnur ekkert. Í rauninni er hann aðalsborinn aumingi. Adrian er giftur Paul Jenkins, en hann er karlmaður sem þykist vera kona og allir samþykkja það og leiða hjá sér. Adrian og Paul eru sífellt að reyna að eignast barn, sem gengur illa. Það er hluti af sjálfsblekkingunni sem er allsráðandi á Hótel Volkswagen. Svenni, sá sem rekur hótelið, upplifir sig sem ægilegt gáfumenni og djúpþenkjandi gúrú en hefur alla sína grunnu þekkingu úr blaðafyrirsögnum. Þetta er bilað fólk sem reynir að viðhalda ríkjandi ástandi. Sá eini sem engu lýgur og er heill í sínu er nasistaforinginn." Er þetta súrrealískt verk? Ádeila jafnvel? „Það er undiralda í verkinu. Það fjallar um sjálfsblekkinguna sem er alls staðar og gegnir því hlutverki að halda öllum góðum. Ég veit ekki hvort það er súrrealískt en það er skrýtið og ótrúlega sniðugt og fyndið. Það er tæpt á geðveiki, samkynhneigð, subbuskap og ýmsu fleira skemmtilegu. Svo er líka smá nekt í verkinu og tveir þýskir fjárhundar, en hundurinn úr Galdrakarlinum í Oz fékk ekki hlutverk. Okkur hefði þótt það of skrýtið að nasistaforinginn væri með sama hund og Dóra." En hvar er Hótel Volkswagen? „Tja, hvar er Hálsaskógur? Hvar eru Kardemommubærinn og Hvergiland? Þetta er ævintýraland. Kannski vilja einhverjir meina að Hótel Volkswagen sé Ísland." Ætlaði að verða tollvörðurHalldór, sem er fæddur árið 1970, útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1997 og hefur verið fastráðinn leikari í Borgarleikhúsinu frá 1998, auk þess að koma fram í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda. Lengi framan af ævinni stefndi hann á frama í íþróttum, æfði meðal annars fótbolta, handbolta, hestaíþróttir og sund með ágætis árangri að eigin sögn, en hætti öllu slíku stússi um átján ára aldurinn. Hvernig breyttust áherslurnar? „Ég fékk bakteríuna og vildi komast á svið. Ég rétt komst inn í Leiklistarskólann í annarri tilraun vegna þess að einn strákur, Selfyssingur um þrítugt, hætti við. Í millitíðinni vann ég á geðdeildum og velti fyrir mér að fara til útlanda að læra leiklist, en það var dýrt og ég var lélegur í ensku. Á tímabili var ég að hugsa um að gerast tollvörður. Hugsaði með mér að það væri þægilegt djobb og gott að geta stungið á sig einni og einni bokku og skinkubréfi. En ef ég hefði gerst tollari hefði ég ekki verið svo heppinn að fá að takast á við öll þessi stórskemmtilegu verkefni sem ég hef unnið að." Árin í Borgarleikhúsinu eru orðin fjórtán talsins. Þú kannt vel við þig þar? „Já, alveg frábærlega. Ég hef verið mjög heppinn með verkefni, því þau hafa verið virkilega fjölbreytt. Ég er mikill liðsheildar-leikari. Mitt markmið er ávallt að búa til góða sýningu með góðum hópi, frekar en að moka undir einhvern einn sem er aðal, gerir allt og fær allt hrósið. Ég er meira fyrir hópvinnuna og gildir þá einu hvaða hlutverki ég gegni í þeim hópi. Þetta er bara eins og með þýska landsliðið í knattspyrnu. Þeir eru svo agaðir og massífir og þar er alvöru liðsheild á ferðinni. Þeir eiga kannski fáar stjörnur en eru samt ótrúlega góðir vegna þess að liðsheildin virkar. Það er uppskriftin að góðum árangri. Berum Þjóðverjana svo saman við Englendinga, þar sem allt snýst um eina eða tvær stjörnur og svo geta þeir aldrei neitt." Gerirðu þá ráð fyrir að fylgjast vel með EM í knattspyrnu í sumar? „Já, að sjálfsögðu og ég styð Þjóðverja til góðra verka. Annars er ég einmitt að byrja að huga að sumrinu þessa dagana og geri ráð fyrir að veiða dálítið og fara með Höllu Skúladóttur konunni minni og börnunum Gylfa og Lovísu til útlanda. Til Spánar, jafnvel." Köttarar komnir með bumburTalandi um fótbolta. Þú ert uppalinn í Þróttarahverfinu og harður stuðningsmaður liðsins. Fyrir um tíu til fimmtán árum vöktu Köttarar, stuðningsmannahópur félagsins, mikla athygli fyrir skemmtilega og fjöruga umgjörð um leiki liðsins þar sem þú varst áberandi. Minna hefur borið á slíku hin síðari ár. Hvað veldur? „Þetta var rosalega skemmtilegt þarna í kringum 1997, en Köttararnir sem stóðu mest í þessu þá eru hreinlega orðnir gamlir og komnir með fjölskyldur og bumbur. Þá er erfiðara að rífa upp stemningu á fótboltavelli og manni finnst eiginlega að slíkt eigi að vera í höndum yngri manna. Það hefur ekki tekist nægilega vel að færa keflið niður á við, þótt stemningin í Þrótti hafi á köflum verið góð síðustu ár. Verkefnið var alltaf að Þróttarar væru ekki endilega bestir en að við værum flottastir og skemmtilegastir, og við þurfum að endurnýja þessa hugsun innan félagsins. Sjálfur mæti ég enn þá á alla leiki sem ég get." Hverjar eru væntingarnar fyrir sumarið í 1. deildinni? „Við erum með ungt og sprækt lið núna og ég held að félagið sé að fara skynsama leið með að reyna að halda í stráka sem eru uppaldir í liðinu. Framtíðin ætti því að bera björt, en það veltur mikið á því hvort hægt sé að gera þessum ungu og efnilegu strákum grein fyrir því að árangur liðsins sé í þeirra höndum, að þeir hafi möguleika á að búa sjálfir til eitthvað nýtt og stórt með því að halda hópnum saman í stað þess að tveir eða þrír hverfi alltaf á braut til annarra liða þar sem brautin hefur verið rudd fyrir þá. Það er hrikalegt að sjá átján eða nítján ára efnilega stráka fara til stærri liða til þess eins að sitja á bekknum. Að sjá svona frægðarfangara fara til þessara siðblindu hákarla, KR, FH og Vals, sem nenna ekki sjálfir að ala upp góða yngri flokka heldur leggja alla áherslu á að borga einhverjum útbrunnum leikmönnum svimandi upphæðir og sækja svo unga og efnilega stráka í önnur lið. Þessi félög láta aðra vinna skítverkin fyrir sig. Ég fyrirlít KR, FH og Val!"
Lífið Menning Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira