Feikileg pressa á tökustað 27. ágúst 2012 00:01 Baltasar Kormákur Tökum á Hollywood-hasarmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, lýkur í byrjun september en þær hófust í júníbyrjun. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum á áætlun og það lítur út fyrir að við klárum þetta á réttum tíma. Það virðast allir vera sáttir við efnið en svo kemur þetta allt í ljós," segir Baltasar, sem var staddur í Nýju-Mexíkó þegar Fréttablaðið ræddi við hann. 2 Guns er tvisvar til þrisvar sinnum dýrari en síðasta mynd Baltasars, hin vinsæla Contraband. Heildarpakkinn hljóðar upp á rúmlega tíu milljarða króna. Leikstjórinn viðurkennir að það sé mjög mikil pressan á sér að skila af sér góðu verki og halda áætlun. „Þegar við erum komin með svona stórar myndir er feikileg pressa." Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington og Mark Wahlberg leika aðalhlutverkin í 2 Guns og með smærri hlutverk fara þekktir leikarar á borð við Bill Paxton, James Marsden, Edward James Olmos, Fred Ward og Paulu Patton. Hvernig er að vinna með stjörnum eins og Denzel Washington? „Það er bara meiri háttar. Þetta eru ekki auðveldir karlar, eins og hann til dæmis. En hann er frábær leikari og það er frábært að vinna með honum. Það er mjög fín samstaða á milli okkar og við náum mjög vel saman. En þetta fólk gerir miklar kröfur og er fylgið sér eins og aðrir líka," greinir hann frá. „Mark þekki ég vel. Ég er búinn að vinna með honum áður og það er gott samband á milli okkar." Á venjulegum tökudegi vaknar Baltasar um hálfsjö. Aðstoðarmaður keyrir hann á tökustað en í millitíðinni eiga þeir mikilvægt stopp á Starbucks. „Svo er ég meira og minna að hamast í þessu í tólf tíma þangað til birtan fer á milli sjö og átta. Svo er bara farið heim og fengið sér kvöldmat og yfirleitt er maður búinn á því." Frumsýning er áætluð 16. ágúst á næsta ári. Eftir að tökum á 2 Guns lýkur snýr Baltasar sér að annarri mynd, Djúpinu, og kynnir hana á kvikmyndahátíðinni í Toronto um miðjan september. Myndin verður frumsýnd hér heima 21. september þar sem leikstjórinn verður viðstaddur. Eftir það flýgur hann til Los Angeles og vinnur við klippingu 2 Guns. „Ég er rosalega ánægður með þá mynd," segir hann um Djúpið. „Þetta er mynd sem ég er hvað stoltastur af að hafa gert." [email protected] Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Tökum á Hollywood-hasarmynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, lýkur í byrjun september en þær hófust í júníbyrjun. „Þetta hefur gengið mjög vel. Við erum á áætlun og það lítur út fyrir að við klárum þetta á réttum tíma. Það virðast allir vera sáttir við efnið en svo kemur þetta allt í ljós," segir Baltasar, sem var staddur í Nýju-Mexíkó þegar Fréttablaðið ræddi við hann. 2 Guns er tvisvar til þrisvar sinnum dýrari en síðasta mynd Baltasars, hin vinsæla Contraband. Heildarpakkinn hljóðar upp á rúmlega tíu milljarða króna. Leikstjórinn viðurkennir að það sé mjög mikil pressan á sér að skila af sér góðu verki og halda áætlun. „Þegar við erum komin með svona stórar myndir er feikileg pressa." Óskarsverðlaunahafinn Denzel Washington og Mark Wahlberg leika aðalhlutverkin í 2 Guns og með smærri hlutverk fara þekktir leikarar á borð við Bill Paxton, James Marsden, Edward James Olmos, Fred Ward og Paulu Patton. Hvernig er að vinna með stjörnum eins og Denzel Washington? „Það er bara meiri háttar. Þetta eru ekki auðveldir karlar, eins og hann til dæmis. En hann er frábær leikari og það er frábært að vinna með honum. Það er mjög fín samstaða á milli okkar og við náum mjög vel saman. En þetta fólk gerir miklar kröfur og er fylgið sér eins og aðrir líka," greinir hann frá. „Mark þekki ég vel. Ég er búinn að vinna með honum áður og það er gott samband á milli okkar." Á venjulegum tökudegi vaknar Baltasar um hálfsjö. Aðstoðarmaður keyrir hann á tökustað en í millitíðinni eiga þeir mikilvægt stopp á Starbucks. „Svo er ég meira og minna að hamast í þessu í tólf tíma þangað til birtan fer á milli sjö og átta. Svo er bara farið heim og fengið sér kvöldmat og yfirleitt er maður búinn á því." Frumsýning er áætluð 16. ágúst á næsta ári. Eftir að tökum á 2 Guns lýkur snýr Baltasar sér að annarri mynd, Djúpinu, og kynnir hana á kvikmyndahátíðinni í Toronto um miðjan september. Myndin verður frumsýnd hér heima 21. september þar sem leikstjórinn verður viðstaddur. Eftir það flýgur hann til Los Angeles og vinnur við klippingu 2 Guns. „Ég er rosalega ánægður með þá mynd," segir hann um Djúpið. „Þetta er mynd sem ég er hvað stoltastur af að hafa gert." [email protected]
Mest lesið Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Lífið Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira