Búin að brosa mikið þrátt fyrir stórt tap Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2012 08:30 Rakel Dögg Bragadóttir lék sinn fyrsta leik í ellefu mánuði. Mynd/Valli Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, spilaði um helgina sinn fyrsta leik síðan hún sleit krossband skömmu fyrir HM í Brasilíu fyrir tæpu ári síðan. Rakel Dögg skoraði 3 mörk í tapleik á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í N1-deild kvenna í Mýrinni. Rakel var ekki búin að vera með í þremur fyrstu leikjum Stjörnunnar á tímabilinu þar sem sjúkraþjálfarinn vildi að hún æfði á fullu í fimm til sex vikur fyrir fyrsta leik. „Þetta gekk bara fínt og mér leið bara mjög vel. Ég var óvenju spræk því ég hélt ég yrði meira hikandi," sagði Rakel Dögg Bragadóttir. „Ég er pínu þreytt og svo fékk ég slink á hnéð í lokin og fór bara út af síðustu tíu mínúturnar. Það er ekkert alvarlegt en maður er orðinn aðeins skynsamari með árunum," sagði Rakel óvenju kát eftir tapleik enda mikill sigur fyrir hana að komast aftur inn á handboltavöllinn. Hún réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur heldur steig fyrstu skrefin á móti gríðarlega sterku Valsliði. „Ég var búin að undirbúa mig andlega að það yrði kannski svolítill skellur að byrja á móti þeim. Valur og Fram eru í sérflokki en það þýðir samt ekkert að önnur lið geti ekki strítt þeim," sagði Rakel og þessi mikla keppnismanneskja gat leyft sér að brosa þrátt fyrir tap í endurkomuleiknum. „Það er pínu asnalegt hvað ég er búin að brosa mikið í dag miðað við það að ég tapaði með ellefu mörkum. Ég er yfirleitt í fýlu í þrjá daga þegar ég tapa en það var aðeins öðruvísi í dag. Það voru aðrar tilfinningar í gangi. Það er vissulega leiðinlegt að tapa en að sama skapi var ég himinlifandi að vera komin aftur í gang," sagði Rakel. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, spilaði um helgina sinn fyrsta leik síðan hún sleit krossband skömmu fyrir HM í Brasilíu fyrir tæpu ári síðan. Rakel Dögg skoraði 3 mörk í tapleik á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í N1-deild kvenna í Mýrinni. Rakel var ekki búin að vera með í þremur fyrstu leikjum Stjörnunnar á tímabilinu þar sem sjúkraþjálfarinn vildi að hún æfði á fullu í fimm til sex vikur fyrir fyrsta leik. „Þetta gekk bara fínt og mér leið bara mjög vel. Ég var óvenju spræk því ég hélt ég yrði meira hikandi," sagði Rakel Dögg Bragadóttir. „Ég er pínu þreytt og svo fékk ég slink á hnéð í lokin og fór bara út af síðustu tíu mínúturnar. Það er ekkert alvarlegt en maður er orðinn aðeins skynsamari með árunum," sagði Rakel óvenju kát eftir tapleik enda mikill sigur fyrir hana að komast aftur inn á handboltavöllinn. Hún réðst ekki á garðinn þar sem hann var lægstur heldur steig fyrstu skrefin á móti gríðarlega sterku Valsliði. „Ég var búin að undirbúa mig andlega að það yrði kannski svolítill skellur að byrja á móti þeim. Valur og Fram eru í sérflokki en það þýðir samt ekkert að önnur lið geti ekki strítt þeim," sagði Rakel og þessi mikla keppnismanneskja gat leyft sér að brosa þrátt fyrir tap í endurkomuleiknum. „Það er pínu asnalegt hvað ég er búin að brosa mikið í dag miðað við það að ég tapaði með ellefu mörkum. Ég er yfirleitt í fýlu í þrjá daga þegar ég tapa en það var aðeins öðruvísi í dag. Það voru aðrar tilfinningar í gangi. Það er vissulega leiðinlegt að tapa en að sama skapi var ég himinlifandi að vera komin aftur í gang," sagði Rakel.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira