Einleikur um vændi á Vinnslunni 8. desember 2012 08:00 Lilja Nótt flytur einleik á Norðurpólnum í kvöld með ráðleggingum til þeirra sem hyggjast leggja vændi fyrir sig.Fréttablaðið/Vilhelm "Við erum að skoða hvort það að banna vændi færi það bara lengra undir yfirborðið og geri það þar af leiðandi verra," segir Lilja Nótt Þórarinsdóttir, sem mun flytja einleik eftir Guðmund Inga Þorvaldsson á klósetti fyrir fatlaða á Norðurpólnum í kvöld. "Ég er ósammála Gumma um að það þurfi að ræða þetta, ég vil bara að það sé bannað, en það gerir það bara enn meira spennandi fyrir okkur að vinna saman." Guðmundur Ingi byggir einleikinn á bókinni When Sex Becomes Work eftir hollenska konu sem heitir Mariska Majoor. "Hún er ekki að hvetja fólk til að stunda vændi," segir Guðmundur Ingi, "heldur að tala til þeirra sem eru búnir að ákveða, eða eru alvarlega að velta fyrir sér, að byrja að stunda vændi. Í bókinni heldur hún því fram að ef þú sért búinn að ákveða að byrja sé betra fyrir þig að vita ákveðna hluti en að þurfa að læra með því að reka sig á. Hún er fyrrverandi vændiskona sem stofnaði og heldur úti Prostitute Information Center í Amsterdam og vill meina að eina leiðin til að eiga við vændi sé að lögleiða það." Hvernig kom þetta til? "Hugmyndin og verkstjórnin er algerlega mín en Vinnslan – sviðslistahópur setur þetta upp," segir Guðmundur. "Ekkert okkar er á nokkurn hátt hallt undir vændi. Við viljum bara bera upp þessa spurningu við almenning. Best er að taka fram að verkið er í vinnslu og þetta er fyrsta tilraun." Einleikurinn er hluti af dagskránni Vinnslan 4 þar sem um þrjátíu listamenn koma fram og sýna verk sín. Listamennirnir eru eins ólíkir og þeir eru margir. Þarna koma fram sviðslistamenn, tónlistarmenn, myndlistarmenn, vídeólistamenn, dansarar og fleiri og fleiri. Dagskráin hefst klukkan 20 á laugardagskvöld og stendur til 1 eftir miðnætti. Listrænir stjórnendur Vinnsl-unnar eru Vala Ómarsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, María Kjartansdóttir og Birgir Hilmarsson. Vinnsluna setja þau upp í samvinnu við Alheiminn – Norðurpóllinn. Menning Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
"Við erum að skoða hvort það að banna vændi færi það bara lengra undir yfirborðið og geri það þar af leiðandi verra," segir Lilja Nótt Þórarinsdóttir, sem mun flytja einleik eftir Guðmund Inga Þorvaldsson á klósetti fyrir fatlaða á Norðurpólnum í kvöld. "Ég er ósammála Gumma um að það þurfi að ræða þetta, ég vil bara að það sé bannað, en það gerir það bara enn meira spennandi fyrir okkur að vinna saman." Guðmundur Ingi byggir einleikinn á bókinni When Sex Becomes Work eftir hollenska konu sem heitir Mariska Majoor. "Hún er ekki að hvetja fólk til að stunda vændi," segir Guðmundur Ingi, "heldur að tala til þeirra sem eru búnir að ákveða, eða eru alvarlega að velta fyrir sér, að byrja að stunda vændi. Í bókinni heldur hún því fram að ef þú sért búinn að ákveða að byrja sé betra fyrir þig að vita ákveðna hluti en að þurfa að læra með því að reka sig á. Hún er fyrrverandi vændiskona sem stofnaði og heldur úti Prostitute Information Center í Amsterdam og vill meina að eina leiðin til að eiga við vændi sé að lögleiða það." Hvernig kom þetta til? "Hugmyndin og verkstjórnin er algerlega mín en Vinnslan – sviðslistahópur setur þetta upp," segir Guðmundur. "Ekkert okkar er á nokkurn hátt hallt undir vændi. Við viljum bara bera upp þessa spurningu við almenning. Best er að taka fram að verkið er í vinnslu og þetta er fyrsta tilraun." Einleikurinn er hluti af dagskránni Vinnslan 4 þar sem um þrjátíu listamenn koma fram og sýna verk sín. Listamennirnir eru eins ólíkir og þeir eru margir. Þarna koma fram sviðslistamenn, tónlistarmenn, myndlistarmenn, vídeólistamenn, dansarar og fleiri og fleiri. Dagskráin hefst klukkan 20 á laugardagskvöld og stendur til 1 eftir miðnætti. Listrænir stjórnendur Vinnsl-unnar eru Vala Ómarsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, María Kjartansdóttir og Birgir Hilmarsson. Vinnsluna setja þau upp í samvinnu við Alheiminn – Norðurpóllinn.
Menning Mest lesið Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar Lífið „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Bíó og sjónvarp „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira