Telur samstarf við Sjálfstæðisflokkinn ósennilegt Þorbjörn Þórðarson skrifar 3. mars 2013 23:08 Varaformaður Samfylkingarinnar telur stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn ósennilegt ef flokkurinn gerir skýlausa kröfu um að aðildarviðræðum við ESB verði ekki haldið áfram nema að lokinni sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún segir samstarf til miðju og vinstri vera fyrsta valkost að loknum kosningum. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru aftur orðnir turnarnir tveir í íslenskum stjórnmálum, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á Föstudag mældust þessir tveir flokkar með samanlagt 55 prósenta fylgi. Eins og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið að þróast að undanförnu er talið nær útilokað að hægt verði að mynda tveggja flokka stjórn án þátttöku flokksins, en hann hefur verið að mælast með 28-37 prósenta fylgi í könnunum síðustu mánuði. Þess skal getið að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ávallt með meira fylgi í könnunum en í kosningum, öfugt við Framsóknarflokkinn. Í ljósi ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál, þar sem flokkurinn ályktaði að hætta bæri viðræðum við ESB, er eðlilegt að menn spyrji hvort Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin geti yfirleitt starfað saman að loknum kosningum. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir orðrétt: „(A)ðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Samfylkingarinnar er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Hvað myndi Katrín segja ef Sjálfstæðisflokkurinn byði Samfylkingunni í ríkisstjórn gegn því að fara í sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er spurning hvort maður hafi ekki annað val sem fyrsta val. Og fyrsta val er ekki að fara í viðræður við þá sem hafa algjörlega lokað á það að halda þessum Evrópuleiðangri áfram."Er þá ekki fyrsta val Björt framtíð og Vinstri grænir? „Ég hef sagt áður að fyrsta val er að starfa með miðju og til vinstri." Katrín segist ekki getað talað fyrir starfsbræður sína í þingflokki Samfylkingarinnar en segjast telja ósennilegt að sátt myndi skapast í þingflokknum um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.En er eitthvað að óttast í þeim efnum, þ.e að halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Það er í raun og veru ekkert að óttast í sjálfu sér en mér þykir eðlilegra að fólk fái að kjósa um einhverja niðurstöðu. Að fólk hafi eitthvað fyrir framan sig sem það er að kjósa um," segir Katrín Júlíusdóttir í Klinkinu. Kosningar 2013 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Varaformaður Samfylkingarinnar telur stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn ósennilegt ef flokkurinn gerir skýlausa kröfu um að aðildarviðræðum við ESB verði ekki haldið áfram nema að lokinni sérstakri þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún segir samstarf til miðju og vinstri vera fyrsta valkost að loknum kosningum. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur eru aftur orðnir turnarnir tveir í íslenskum stjórnmálum, ef eitthvað er að marka skoðanakannanir. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins á Föstudag mældust þessir tveir flokkar með samanlagt 55 prósenta fylgi. Eins og fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur verið að þróast að undanförnu er talið nær útilokað að hægt verði að mynda tveggja flokka stjórn án þátttöku flokksins, en hann hefur verið að mælast með 28-37 prósenta fylgi í könnunum síðustu mánuði. Þess skal getið að Sjálfstæðisflokkurinn mælist ávallt með meira fylgi í könnunum en í kosningum, öfugt við Framsóknarflokkinn. Í ljósi ályktunar landsfundar Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál, þar sem flokkurinn ályktaði að hætta bæri viðræðum við ESB, er eðlilegt að menn spyrji hvort Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin geti yfirleitt starfað saman að loknum kosningum. Í ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins segir orðrétt: „(A)ðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu." Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Samfylkingarinnar er gestur okkar í nýjasta þætti Klinksins. Hvað myndi Katrín segja ef Sjálfstæðisflokkurinn byði Samfylkingunni í ríkisstjórn gegn því að fara í sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Ég ætla ekki að útiloka neitt, en það er spurning hvort maður hafi ekki annað val sem fyrsta val. Og fyrsta val er ekki að fara í viðræður við þá sem hafa algjörlega lokað á það að halda þessum Evrópuleiðangri áfram."Er þá ekki fyrsta val Björt framtíð og Vinstri grænir? „Ég hef sagt áður að fyrsta val er að starfa með miðju og til vinstri." Katrín segist ekki getað talað fyrir starfsbræður sína í þingflokki Samfylkingarinnar en segjast telja ósennilegt að sátt myndi skapast í þingflokknum um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu.En er eitthvað að óttast í þeim efnum, þ.e að halda sérstaka þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna? „Það er í raun og veru ekkert að óttast í sjálfu sér en mér þykir eðlilegra að fólk fái að kjósa um einhverja niðurstöðu. Að fólk hafi eitthvað fyrir framan sig sem það er að kjósa um," segir Katrín Júlíusdóttir í Klinkinu.
Kosningar 2013 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira