Oddviti Samfylkingarinnar vill að Árni segi af sér Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. apríl 2013 13:10 Árni Sigfússon er bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Mynd/ Pjetur. Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, krefst afsagnar Árna Sigfússonar bæjarstjóra eða að hann biðjist afsökunar. Friðjón segir að það sé staðfest að Árni hafi brotið stjórnsýslulög og samþykktir Reykjanesbæjar þegar hann ákvað að leggja ekki fyrir bæjarráð innsend drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu innviða í Helguvík og Reykjanesbæ frá Katrínu Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd Ríkistjórnar Íslands. Hann segir það vera til háborinnar skammar að hann, sem bæjarfulltrúi, þurfi að lesa það í fjölmiðlum að Ríkistjórn Íslands hafi nú þegar lagt fram drög að viljayfirlýsingu til umræðu í bæjarráði og að henni hafi ekki verið svarað eða kynnt fyrir kjörnum fulltrúum. „Það er ekki hlutverk bæjarstjóra að taka ákvörðun um svona stór mál án þess að ráðfæra sig við bæjarstjórn og bæjarráð. Þetta er ekki einkamál Árna Sigfússonar né meirihluta sjálfstæðismanna í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Þetta er alvarlegt brot á stjórnsýslu og ekki í fyrsta sinn sem bæjarstjórinn verður uppvís að slælegum vinnubrögðum," segir Friðjón. Hann segir að það sé þyngra en tárum taki að hlusta á bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Árna Sigfússon, kenna öðrum um erfiða stöðu Reykjanesbæjar og Helguvíkur. „Það er alltaf öðrum um að kenna og aldrei honum sjálfum sem leitt hefur Reykjanesbæ í hinar mestu ógöngur með óráðssíu og villtum fjárfestingum," segir hann. Kosningar 2013 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Friðjón Einarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, krefst afsagnar Árna Sigfússonar bæjarstjóra eða að hann biðjist afsökunar. Friðjón segir að það sé staðfest að Árni hafi brotið stjórnsýslulög og samþykktir Reykjanesbæjar þegar hann ákvað að leggja ekki fyrir bæjarráð innsend drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu innviða í Helguvík og Reykjanesbæ frá Katrínu Júlíusdóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, fyrir hönd Ríkistjórnar Íslands. Hann segir það vera til háborinnar skammar að hann, sem bæjarfulltrúi, þurfi að lesa það í fjölmiðlum að Ríkistjórn Íslands hafi nú þegar lagt fram drög að viljayfirlýsingu til umræðu í bæjarráði og að henni hafi ekki verið svarað eða kynnt fyrir kjörnum fulltrúum. „Það er ekki hlutverk bæjarstjóra að taka ákvörðun um svona stór mál án þess að ráðfæra sig við bæjarstjórn og bæjarráð. Þetta er ekki einkamál Árna Sigfússonar né meirihluta sjálfstæðismanna í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Þetta er alvarlegt brot á stjórnsýslu og ekki í fyrsta sinn sem bæjarstjórinn verður uppvís að slælegum vinnubrögðum," segir Friðjón. Hann segir að það sé þyngra en tárum taki að hlusta á bæjarstjóra Reykjanesbæjar, Árna Sigfússon, kenna öðrum um erfiða stöðu Reykjanesbæjar og Helguvíkur. „Það er alltaf öðrum um að kenna og aldrei honum sjálfum sem leitt hefur Reykjanesbæ í hinar mestu ógöngur með óráðssíu og villtum fjárfestingum," segir hann.
Kosningar 2013 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira