Gagnrýnir Ögmund fyrir flugvallarsamning Kristján Már Unnarsson skrifar 23. apríl 2013 12:30 Oddviti Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, Gunnar Bragi Sveinsson, segir undarlegt að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skyldi hafa skrifað undir samning sem felur í sér að Reykjavíkurflugvelli sé ýtt út úr Vatnsmýrinni með klækjabrögðum borgarstjórnar. Málefni innanlandsflugs komu til umræðu á Stöð 2 í gærkvöldi í kappræðum oddvita í Norðvesturkjördæmi. Lilja Rafney Magnúsdóttir frá Vinstri grænum sagði flugið hluta af almenningssamgöngum sem yrði að efla og kvaðst heilshugar styðja að innanlandsflugið yrði frá Reykjavík. Gunnar Bragi Sveinsson gagnrýndi ráðherrann: „Samningurinn sem var gerður núna hann er ekki til þess að verja flugvöllinn. Hann er til þess að ýta flugvellinum smám saman út úr Vatnsmýrinni," sagði Gunnar Bragi og sagði undarlegt að innanríkisráðherra skyldi yfirleitt hafa skrifað undir þetta. Hann sagði að taka þyrfti af skarið um að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri. „Og það megi ekki þrengja að honum með einhverjum klækjabrögðum borgarstjórnar út úr Vatnsmýri, " sagði Gunnar Bragi og taldi vel koma til greina að Alþingi gripi í taumana. Einar K. Guðfinnsson sagði enga spurningu um að flugvöllurinn ætti að vera þarna áfram en taldi hins vegar 130 prósenta hækkun skatta á innanlandsflugið mestu ógnina. Árni Múli Jónasson, oddviti Bjartrar framtíðar, sagði að vel mætti skoða aðrar staðsetningar en Vatnsmýri, ef það gæti orðið til að sætta raddir í Reykjavík en þannig að ekki vægi að hagsmunum landsbyggðarfólks. Samfylkingarráðherrann Guðbjartur Hannesson taldi ákvörðun um nýja flugstöð í raun festa völlinn í sessi. „Með því að fara í byggingu eða lagfæringu á flugstöðinni er verið að gefa þau skilaboð að flugvöllurinn verður þar næstu áratugi. En það þýðir ekki að við séum búnir að ákveða það fyrir eilífðina," sagði Guðbjartur. Kosningar 2013 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Oddviti Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, Gunnar Bragi Sveinsson, segir undarlegt að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skyldi hafa skrifað undir samning sem felur í sér að Reykjavíkurflugvelli sé ýtt út úr Vatnsmýrinni með klækjabrögðum borgarstjórnar. Málefni innanlandsflugs komu til umræðu á Stöð 2 í gærkvöldi í kappræðum oddvita í Norðvesturkjördæmi. Lilja Rafney Magnúsdóttir frá Vinstri grænum sagði flugið hluta af almenningssamgöngum sem yrði að efla og kvaðst heilshugar styðja að innanlandsflugið yrði frá Reykjavík. Gunnar Bragi Sveinsson gagnrýndi ráðherrann: „Samningurinn sem var gerður núna hann er ekki til þess að verja flugvöllinn. Hann er til þess að ýta flugvellinum smám saman út úr Vatnsmýrinni," sagði Gunnar Bragi og sagði undarlegt að innanríkisráðherra skyldi yfirleitt hafa skrifað undir þetta. Hann sagði að taka þyrfti af skarið um að flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri. „Og það megi ekki þrengja að honum með einhverjum klækjabrögðum borgarstjórnar út úr Vatnsmýri, " sagði Gunnar Bragi og taldi vel koma til greina að Alþingi gripi í taumana. Einar K. Guðfinnsson sagði enga spurningu um að flugvöllurinn ætti að vera þarna áfram en taldi hins vegar 130 prósenta hækkun skatta á innanlandsflugið mestu ógnina. Árni Múli Jónasson, oddviti Bjartrar framtíðar, sagði að vel mætti skoða aðrar staðsetningar en Vatnsmýri, ef það gæti orðið til að sætta raddir í Reykjavík en þannig að ekki vægi að hagsmunum landsbyggðarfólks. Samfylkingarráðherrann Guðbjartur Hannesson taldi ákvörðun um nýja flugstöð í raun festa völlinn í sessi. „Með því að fara í byggingu eða lagfæringu á flugstöðinni er verið að gefa þau skilaboð að flugvöllurinn verður þar næstu áratugi. En það þýðir ekki að við séum búnir að ákveða það fyrir eilífðina," sagði Guðbjartur.
Kosningar 2013 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira