Ekki annað í boði en að leika yngra fólk Freyr Bjarnason skrifar 14. maí 2013 13:00 Spaugstofumennirnir Karl Ágúst Úlfsson, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson og Örn Árnason. Kynslóðaskipti eru að verða í íslenskum stjórnmálum og yngra fólk að koma inn fyrir það eldra. Meðlimir Spaugstofunnar hafa ekki farið varhluta af þessu. "Við erum í stjórnarmyndunarviðræðum. Við vitum ekki hvaða ráðuneyti við fáum, þannig að við bíðum bara spenntir," segir Örn Árnason, spurður út í Spaugstofuna og yfirvofandi stjórnarskipti. Örn hefur að undanförnu leikið Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, og Pálmi Gestsson leikur Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Mikil óvissa ríkir um önnur hlutverk, enda eru hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður enn í gangi á milli þeirra Sigmundar Davíðs og Bjarna. "Karl Ágúst er í mjög erfiðri stöðu því hann er búinn að missa Jóhönnu [Sigurðardóttur]. Það er ljóst að kynjahlutfall Spaugstofunnar á eftir að breytast verulega," segir Örn. Spaugstofan hóf göngu sína árið 1989. Þá léku þeir félagar stjórnmálamenn sem voru tuttugu til þrjátíu árum eldri en þeir og til dæmis túlkaði Pálmi, sem þá var 32 ára, þáverandi forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson, eftirminnilega en hann var þá 61 árs gamall. Síðan þá hefur aldarfjórðungur liðið og Spaugstofumenn eru komnir vel á sextugsaldurinn en ráðherrarnir sem þeir leika eru teknir að yngjast allsvakalega. Spurður hvernig tilfinning það sé að leika núna fólk sem er ef til vill tuttugu árum yngra segir Örn: "Það er ekki annað í boði. Úr þessu er allt niður á við," segir hann og hlær dátt. "Við byrjuðum á því að leika upp fyrir okkur og nú erum við að leika niður fyrir okkur. Það segir okkur hvað Spaugstofan er búin að vera lengi starfandi." Örn segir allt benda til þess að Spaugstofan haldi áfram á Stöð 2 næsta haust, enda eru stjórnarmyndunarviðræður þeirra félaga þegar hafnar. "Við ætlum að hittast í fellihýsinu hans Sigga Sigurjóns í fyrramálið [í dag]. Við förum svo þaðan í fellihýsinu og hittumst í tjaldi hjá Karli Ágústi." Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Kynslóðaskipti eru að verða í íslenskum stjórnmálum og yngra fólk að koma inn fyrir það eldra. Meðlimir Spaugstofunnar hafa ekki farið varhluta af þessu. "Við erum í stjórnarmyndunarviðræðum. Við vitum ekki hvaða ráðuneyti við fáum, þannig að við bíðum bara spenntir," segir Örn Árnason, spurður út í Spaugstofuna og yfirvofandi stjórnarskipti. Örn hefur að undanförnu leikið Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, og Pálmi Gestsson leikur Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Mikil óvissa ríkir um önnur hlutverk, enda eru hinar raunverulegu stjórnarmyndunarviðræður enn í gangi á milli þeirra Sigmundar Davíðs og Bjarna. "Karl Ágúst er í mjög erfiðri stöðu því hann er búinn að missa Jóhönnu [Sigurðardóttur]. Það er ljóst að kynjahlutfall Spaugstofunnar á eftir að breytast verulega," segir Örn. Spaugstofan hóf göngu sína árið 1989. Þá léku þeir félagar stjórnmálamenn sem voru tuttugu til þrjátíu árum eldri en þeir og til dæmis túlkaði Pálmi, sem þá var 32 ára, þáverandi forsætisráðherra, Steingrím Hermannsson, eftirminnilega en hann var þá 61 árs gamall. Síðan þá hefur aldarfjórðungur liðið og Spaugstofumenn eru komnir vel á sextugsaldurinn en ráðherrarnir sem þeir leika eru teknir að yngjast allsvakalega. Spurður hvernig tilfinning það sé að leika núna fólk sem er ef til vill tuttugu árum yngra segir Örn: "Það er ekki annað í boði. Úr þessu er allt niður á við," segir hann og hlær dátt. "Við byrjuðum á því að leika upp fyrir okkur og nú erum við að leika niður fyrir okkur. Það segir okkur hvað Spaugstofan er búin að vera lengi starfandi." Örn segir allt benda til þess að Spaugstofan haldi áfram á Stöð 2 næsta haust, enda eru stjórnarmyndunarviðræður þeirra félaga þegar hafnar. "Við ætlum að hittast í fellihýsinu hans Sigga Sigurjóns í fyrramálið [í dag]. Við förum svo þaðan í fellihýsinu og hittumst í tjaldi hjá Karli Ágústi."
Menning Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira